Alldjúp lægð færir með sér gula viðvörun Eiður Þór Árnason skrifar 2. ágúst 2024 07:48 Það er spáð hvassviðri í Vestmannaeyjum á morgun. vísir/vilhelm Gul viðvörun hefur verið gefin út vegna veðurs á Suðurlandi og Suðausturlandi á morgun vegna hvassviðris. Viðvörunin er í gildi frá klukkan sex í fyrramálið til fjögur á Suðurlandi þar sem gert er ráð fyrir fimmtán til tuttugu metrum á sekúndu með snörpum vindhviðum syðst á svæðinu, einkum í Vestmannaeyjum og undir Eyjafjöllum. Varað er við því að tjöld og lausamunir geti fokið. Gult ástand gildir á Suðausturlandi frá klukkan þrjú í nótt til tvö eftir hádegi og spáð fimmtán til tuttugu metrum á sekúndu vestan Öræfa og má búast við snörpum vindhviðum. Varasamar aðstæður verða fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind á svæðum bæði á Suðurlandi og Suðausturlandi. Þessu er greint frá á vef Veðurstofu Íslands. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Veðurvaktinni segir útlit fyrir austan hvassviðri og jafnvel storm með suðurströndinni frá því í nótt og fram yfir hádegi á morgun. Undir Eyjafjöllum og í Mýrdal megi reikna með snörpum hviðum sem geti náð þrjátíu til fjörutíu metrum á sekúndu og nái hámarki á milli klukkan sex og hádegis. Eins verði hviður í Öræfum við Sandfell og Hof um svipað leyti. Hlýjast á Vesturlandi Veðurstofan spáir rigningu á Suðaustur- og Austurlandi í dag, annars vætu með köflum, einkum síðdegis og þá talsverð rigning austast á landinu. Vindur gengur í austan og norðaustan átta til fimmtán metra á sekúndu. Hiti átta til sextán stig, hlýjast á Vesturlandi. Dregur úr vætu í kvöld. Austan átta til fimmtán metrar á sekúndu og væta með köflum á morgun, en þrettán til tuttugu metrar á sekúndu syðst á landinu fram eftir degi. Yfirleitt þurrt á Vesturlandi og í innsveitum norðanlands. Hiti víða níu til átján stig, hlýjast vestantil. Leiðindaveður á mánudag Alldjúp lægð er að hringsóla fyrir sunnan land, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofunni. Henni fylgi austan og norðaustan kaldi eða stinningskaldi með rigningu suðaustan- og austanlands. Síðdegis og í kvöld rigni einnig um tíma í öðrum landshlutum. Í kvöld dragi úr vætu en í nótt herði á vindi syðst á landinu. Fyrri part laugardags sé útlit fyrir austan hvassviðri á svæðinu frá Öræfum og vestur undir Eyjafjöll, þar á meðal í Vestmannaeyjum. Þá segir veðurfræðingur að varasamar aðstæður geti skapast fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind auk þess sem veðrið geti haft talsverð áhrif á tjaldferðalanga. Eftir hádegi dragi smám saman úr vindi á þessum slóðum. Í öðrum landshlutum verði vindur hægari og væta með köflum, en yfirleitt þurrt og milt vestanlands og í innsveitum á Norðurlandi. Norðaustan og austan fimm til þrettán metrum á sekúndu með rigningu suðaustantil er spáð á sunnudag, en aðrir landshlutar sleppa þó ekki alveg við vætu. Á mánudagsmorgun er síðan spáð leiðindaveðri, hvassri norðaustanátt með rigningu um allt land. Þeim sem eiga eitthvað undir veðri er bent á að fylgjast vel með veðurspám. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á laugardag: Austan 8-15 og væta með köflum, en 13-20 m/s syðst á landinu fram eftir degi. Yfirleitt þurrt á Vesturlandi og í innsveitum norðanlands. Hiti víða 9 til 18 stig, hlýjast vestantil.Á sunnudag: Norðaustan og austan 5-13 og dálítil væta með köflum, þó síst vestanlands. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á Suðvesturlandi. Hvessir við suðausturströndina um kvöldið.Á mánudag (frídagur verslunarmanna): Norðaustan 10-18, en hvassara suðaustantil fram eftir morgni. Víða rigning, talsverð úrkoma um tíma á Austfjörðum, en væta með köflum á Suður- og Suðvesturlandi. Hiti 8 til 16 stig, mildast sunnan heiða. Lægir sunnan- og austanlands seinnipartinn.Á þriðjudag: Norðaustlæg átt og rigning, en úrkomulítið suðvestan- og vestanlands. Hiti breytist lítið.Á miðvikudag: Norðlæg átt. Súld eða rigning og svalt í veðri norðantil, en þurrt og mildara syðra.Á fimmtudag: Norðlæg átt og skýjað en úrkomulítið. Veður Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Hvessir sunnan- og austantil í kvöld Kólnar í veðri Vindur nær stormstyrk á norðvestanverðu landinu Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Auknar líkur á skriðum á Vestfjörðum, Vestur- og Suðurlandi Bætir í úrkomu og hiti nær tíu stigum Suðlægur vindur og væta sunnan- og vestantil Veðurviðvaranir um allt land vegna hvassviðris og hláku Úrkomusvæði vaxandi lægðar nálgast óðum Víða skúrir og hlýnandi veður Bjart, kalt og hægur vindur Yfirleitt þurrt og bjart veður sunnan- og vestantil Má reikna með snjókomu eða éljum síðdegis Norðanáttin getur náð stormstyrk Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Slydda eða snjókoma sunnan- og vestantil Dálítil él og frost að tíu stigum Kalt og rólegt veður á fyrsta degi ársins Talsvert frost en rólegt veður þegar nýtt ár gengur í garð Segir umferðarmenninguna oft erfiða á Hellisheiðinni Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt „Það versta stendur yfir áramótin“ Útlit fyrir snjókomu vestast Smálægðir keppast við að stýra veðrinu í dag Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Stíf suðvestanátt áfram ríkjandi Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Sjá meira
Gult ástand gildir á Suðausturlandi frá klukkan þrjú í nótt til tvö eftir hádegi og spáð fimmtán til tuttugu metrum á sekúndu vestan Öræfa og má búast við snörpum vindhviðum. Varasamar aðstæður verða fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind á svæðum bæði á Suðurlandi og Suðausturlandi. Þessu er greint frá á vef Veðurstofu Íslands. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Veðurvaktinni segir útlit fyrir austan hvassviðri og jafnvel storm með suðurströndinni frá því í nótt og fram yfir hádegi á morgun. Undir Eyjafjöllum og í Mýrdal megi reikna með snörpum hviðum sem geti náð þrjátíu til fjörutíu metrum á sekúndu og nái hámarki á milli klukkan sex og hádegis. Eins verði hviður í Öræfum við Sandfell og Hof um svipað leyti. Hlýjast á Vesturlandi Veðurstofan spáir rigningu á Suðaustur- og Austurlandi í dag, annars vætu með köflum, einkum síðdegis og þá talsverð rigning austast á landinu. Vindur gengur í austan og norðaustan átta til fimmtán metra á sekúndu. Hiti átta til sextán stig, hlýjast á Vesturlandi. Dregur úr vætu í kvöld. Austan átta til fimmtán metrar á sekúndu og væta með köflum á morgun, en þrettán til tuttugu metrar á sekúndu syðst á landinu fram eftir degi. Yfirleitt þurrt á Vesturlandi og í innsveitum norðanlands. Hiti víða níu til átján stig, hlýjast vestantil. Leiðindaveður á mánudag Alldjúp lægð er að hringsóla fyrir sunnan land, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofunni. Henni fylgi austan og norðaustan kaldi eða stinningskaldi með rigningu suðaustan- og austanlands. Síðdegis og í kvöld rigni einnig um tíma í öðrum landshlutum. Í kvöld dragi úr vætu en í nótt herði á vindi syðst á landinu. Fyrri part laugardags sé útlit fyrir austan hvassviðri á svæðinu frá Öræfum og vestur undir Eyjafjöll, þar á meðal í Vestmannaeyjum. Þá segir veðurfræðingur að varasamar aðstæður geti skapast fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind auk þess sem veðrið geti haft talsverð áhrif á tjaldferðalanga. Eftir hádegi dragi smám saman úr vindi á þessum slóðum. Í öðrum landshlutum verði vindur hægari og væta með köflum, en yfirleitt þurrt og milt vestanlands og í innsveitum á Norðurlandi. Norðaustan og austan fimm til þrettán metrum á sekúndu með rigningu suðaustantil er spáð á sunnudag, en aðrir landshlutar sleppa þó ekki alveg við vætu. Á mánudagsmorgun er síðan spáð leiðindaveðri, hvassri norðaustanátt með rigningu um allt land. Þeim sem eiga eitthvað undir veðri er bent á að fylgjast vel með veðurspám. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á laugardag: Austan 8-15 og væta með köflum, en 13-20 m/s syðst á landinu fram eftir degi. Yfirleitt þurrt á Vesturlandi og í innsveitum norðanlands. Hiti víða 9 til 18 stig, hlýjast vestantil.Á sunnudag: Norðaustan og austan 5-13 og dálítil væta með köflum, þó síst vestanlands. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á Suðvesturlandi. Hvessir við suðausturströndina um kvöldið.Á mánudag (frídagur verslunarmanna): Norðaustan 10-18, en hvassara suðaustantil fram eftir morgni. Víða rigning, talsverð úrkoma um tíma á Austfjörðum, en væta með köflum á Suður- og Suðvesturlandi. Hiti 8 til 16 stig, mildast sunnan heiða. Lægir sunnan- og austanlands seinnipartinn.Á þriðjudag: Norðaustlæg átt og rigning, en úrkomulítið suðvestan- og vestanlands. Hiti breytist lítið.Á miðvikudag: Norðlæg átt. Súld eða rigning og svalt í veðri norðantil, en þurrt og mildara syðra.Á fimmtudag: Norðlæg átt og skýjað en úrkomulítið.
Veður Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Hvessir sunnan- og austantil í kvöld Kólnar í veðri Vindur nær stormstyrk á norðvestanverðu landinu Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Auknar líkur á skriðum á Vestfjörðum, Vestur- og Suðurlandi Bætir í úrkomu og hiti nær tíu stigum Suðlægur vindur og væta sunnan- og vestantil Veðurviðvaranir um allt land vegna hvassviðris og hláku Úrkomusvæði vaxandi lægðar nálgast óðum Víða skúrir og hlýnandi veður Bjart, kalt og hægur vindur Yfirleitt þurrt og bjart veður sunnan- og vestantil Má reikna með snjókomu eða éljum síðdegis Norðanáttin getur náð stormstyrk Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Slydda eða snjókoma sunnan- og vestantil Dálítil él og frost að tíu stigum Kalt og rólegt veður á fyrsta degi ársins Talsvert frost en rólegt veður þegar nýtt ár gengur í garð Segir umferðarmenninguna oft erfiða á Hellisheiðinni Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt „Það versta stendur yfir áramótin“ Útlit fyrir snjókomu vestast Smálægðir keppast við að stýra veðrinu í dag Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Stíf suðvestanátt áfram ríkjandi Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Sjá meira