Ólympíunefndin skýtur föstum skotum á hnefaleikasambandið Ólafur Björn Sverrisson skrifar 1. ágúst 2024 22:07 Hin ítalska Carini hætti keppni eftir tvö högg frá Khelif í dag. getty Alþjóðaólympíunefndin (IOC) hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem nefndir harmar þá umræðu og svívirðingar sem hafa flogið eftir að hin alsírska Imane Khelif vann einvígi í hnefaleikum á Ólympíuleikum í dag. Khelif bar sigur úr býtum í kvennaflokki gegn hinni ítölsku Angela Carini, sem bað um að bardaginn yrði stöðvaður eftir aðeins tvö högg, þegar 46 sekúndur voru liðnar. Í kjölfarið fóru af stað miklar umræður um þátttöku Khelif. Alþjóðahnefaleikasambandið (IBA) meinaði henni þáttöku á heimsmeistaramótinu í boxi eftir að of mikið testósetrón mældist í líkama hennar að mati IBA. Hún má hins vegar enn taka þátt í Ólympíuleikunum. Á síðustu leikum í Tókýó árið 2021 féll hún úr keppni í 8-manna úrslitum. Sömuleiðis var hinni taívönsku Lin Yu‑ting meinuð þátttaka af IBA þegar nokkuð var liðið á mótið, en í hennar líkama mældist sömuleiðis of mikið magn testósteróns. „Hver manneskja á rétt á að stunda sína íþrótt án mismununar,“ segir í upphafi yfirlýsingar Ólympíunefndarinnar. Allir keppendur í boxi á ólympíuleikum hafi uppfyllt öll skilyrði til þess að taka þátt, samkvæmt reglum sem boxnefnd Ólympíuleikanna í París (PBU) hafi sett, þar sem kyn og aldur keppenda miðast við það sem fram kemur á vegabréfi. Joint Paris 2024 Boxing Unit/IOC Statementhttps://t.co/22yVzxFuLd pic.twitter.com/fZvgsW8OOi— IOC MEDIA (@iocmedia) August 1, 2024 Einhliða ákvörðun um brottvísun „Þessir tveir íþróttamenn (Khelif og Yu-ting) máttu þola afleiðingar skyndilegrar og tilviljanakenndrar ákvörðunar hnefaleikasambandsins, þegar heimsmeistaramótið 2023 var langt komið, þegar þeim var vísað úr keppni án viðeigandi verklags,“ segir í tilkynningunni. Ákvörðun Alþjóðahnefaleikasambandsins hafi verið tekin einhliða af framkvæmdastjóra keppninnar og aðalritara, og stjórnin samþykkt hana eftir á. „Sá yfirgangur sem þessir tveir íþróttamenn þurfa nú að þola byggist aðeins á þessari tilviljanakenndu ákvörðun, sem var tekin án viðeigandi verklags - sérstaklega í ljósi þess að þessir íþróttamenn hafa keppt í fremstu röð í mörg ár. Slík nálgun samræmist ekki góðum stjórnunarháttum. Þáttökuskilyrðum skal ekki breyta á meðan mót er í gangi, og hver reglubreyting skal gerð eftir viðeigandi ferli og byggð á vísindalegum grunni.“ Verði að koma sér saman um regluverk Þá kveðst ólympíunefndin staðráðin í að vernda mannréttindi allra íþróttamanna og harmar yfirganginn sem þau Khelif og Yu-ting hafi mátt þola. Ólympíunefndin hafi tekið ákvörðun um að viðurkenna ekki Alþjóðahnefaleikasambandið árið 2023, eftir að hafa vísað sambandinu úr nefndinni árið 2019. Sú ákvörðun hafi fengist staðfest af Alþjóðaíþróttadómstólnum. Loks segir að boxsambönd heims verði að koma sér saman um regluverk fyrir næstu ólympíuleika, eigi box að vera áfram á leikunum. Box Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira
Khelif bar sigur úr býtum í kvennaflokki gegn hinni ítölsku Angela Carini, sem bað um að bardaginn yrði stöðvaður eftir aðeins tvö högg, þegar 46 sekúndur voru liðnar. Í kjölfarið fóru af stað miklar umræður um þátttöku Khelif. Alþjóðahnefaleikasambandið (IBA) meinaði henni þáttöku á heimsmeistaramótinu í boxi eftir að of mikið testósetrón mældist í líkama hennar að mati IBA. Hún má hins vegar enn taka þátt í Ólympíuleikunum. Á síðustu leikum í Tókýó árið 2021 féll hún úr keppni í 8-manna úrslitum. Sömuleiðis var hinni taívönsku Lin Yu‑ting meinuð þátttaka af IBA þegar nokkuð var liðið á mótið, en í hennar líkama mældist sömuleiðis of mikið magn testósteróns. „Hver manneskja á rétt á að stunda sína íþrótt án mismununar,“ segir í upphafi yfirlýsingar Ólympíunefndarinnar. Allir keppendur í boxi á ólympíuleikum hafi uppfyllt öll skilyrði til þess að taka þátt, samkvæmt reglum sem boxnefnd Ólympíuleikanna í París (PBU) hafi sett, þar sem kyn og aldur keppenda miðast við það sem fram kemur á vegabréfi. Joint Paris 2024 Boxing Unit/IOC Statementhttps://t.co/22yVzxFuLd pic.twitter.com/fZvgsW8OOi— IOC MEDIA (@iocmedia) August 1, 2024 Einhliða ákvörðun um brottvísun „Þessir tveir íþróttamenn (Khelif og Yu-ting) máttu þola afleiðingar skyndilegrar og tilviljanakenndrar ákvörðunar hnefaleikasambandsins, þegar heimsmeistaramótið 2023 var langt komið, þegar þeim var vísað úr keppni án viðeigandi verklags,“ segir í tilkynningunni. Ákvörðun Alþjóðahnefaleikasambandsins hafi verið tekin einhliða af framkvæmdastjóra keppninnar og aðalritara, og stjórnin samþykkt hana eftir á. „Sá yfirgangur sem þessir tveir íþróttamenn þurfa nú að þola byggist aðeins á þessari tilviljanakenndu ákvörðun, sem var tekin án viðeigandi verklags - sérstaklega í ljósi þess að þessir íþróttamenn hafa keppt í fremstu röð í mörg ár. Slík nálgun samræmist ekki góðum stjórnunarháttum. Þáttökuskilyrðum skal ekki breyta á meðan mót er í gangi, og hver reglubreyting skal gerð eftir viðeigandi ferli og byggð á vísindalegum grunni.“ Verði að koma sér saman um regluverk Þá kveðst ólympíunefndin staðráðin í að vernda mannréttindi allra íþróttamanna og harmar yfirganginn sem þau Khelif og Yu-ting hafi mátt þola. Ólympíunefndin hafi tekið ákvörðun um að viðurkenna ekki Alþjóðahnefaleikasambandið árið 2023, eftir að hafa vísað sambandinu úr nefndinni árið 2019. Sú ákvörðun hafi fengist staðfest af Alþjóðaíþróttadómstólnum. Loks segir að boxsambönd heims verði að koma sér saman um regluverk fyrir næstu ólympíuleika, eigi box að vera áfram á leikunum.
Box Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira