Verið spennt í marga mánuði og nú er loksins komið að þessu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. ágúst 2024 07:00 Jóhanna Guðrún stígur á svið í Eyjum í kvöld ásamt Fjallabræðrum og frumflytur Þjóðhátíðarlagið í ár. Vísir/Vilhelm Jóhanna Guðrún stígur á svið í kvöld á fyrsta degi Þjóðhátíðar í Eyjum. Þar mun hún frumflytja Þjóðhátíðarlagið í ár, Töfra, ásamt Fjallabræðrum. Jóhanna segist ekki geta beðið en hún mun hafa nóg að gera í Eyjum í ár enda mun hún stíga oftar á svið en bara föstudagskvöldið. „Við hópurinn höfum verið spennt í marga mánuði fyrir þessu. Ég hef verið að æfa með Albatross fyrir föstudaginn og svo Stuðlabandinu fyrir sunnudaginn. Svo hlakka ég til að vera með Blö strákunum á laugardaginn. Ég er bara ógeðslega spennt, hvernig er annað hægt?“ spyr Jóhanna Guðrún í samtali við Vísi. Í ár eru 150 ár liðin frá því að Eyjamenn héldu sína fyrstu Þjóðhátíð og því ljóst að hátíðin verður sérlega vegleg í ár. Þetta er í þriðja skipti frá upphafi Þjóðhátíðar sem lagið er samið og flutt af konu. Búist er við því að fimmtán þúsund manns muni leggja leið sína í Herjólfsdal til að berja Jóhönnu Guðrúnu og aðra listamenn í dalnum augum. Finnur ekki fyrir neinu nema tilhlökkun Jóhanna hefur áður lýst því hve spennt hún er að koma fram í Eyjum í ár og spila Þjóðhátíðarlagið. „Ég er svo spennt og þakklát að fá að vera með og ég þakka innilega fyrir að mér sé treyst fyrir svona dýrmætu verkefni. Það er gríðarlega mikill heiður að fá að vera hluti af 150 ára sögu Þjóðhátíðar og ég get ekki beðið eftir að heyra brekkuna syngja með mér.“ Þetta er í fyrsta skiptið sem Jóhanna semur Þjóðhátíðarlagið og því er ekki úr vegi að spyrja hvort hún finni eitthvað stress fyrir því að flytja lagið, þrátt fyrir að vera reynsluboltinn sem hún er? „Ég myndi frekar lýsa þessu sem tilhlökkun. Þetta er náttúrulega búið að vera í sigtinu í svo marga mánuði og við höfum öll lagt okkur svo mikið fram við að gera þetta vel. Þar get ég nefnt Halldór Gunnar sem hefur átt algjöran stórleik með sinni aðkomu að þessu lagi og að hátíðinni undanfarin ár. Þetta á bara eftir að verða geðveikt og ég held að fólk geti alveg verið peppað fyrir því að sjá settið okkar í kvöld.“ Halldór Gunnar Pálsson, Fjallabróðir með meiru, hefur mætt fjórtán sinnum í röð á Þjóðhátíð í Eyjum. Hann ræddi hátíðina og helgina í Bítinu á Bylgjunni í gær. Veðrið ekki að fara að stöðva gleðina Líkt og síðustu ár hefur verið beðið í ofvæni eftir veðurspám í Eyjum um helgina. Af fréttum að dæma verður boðið upp á allskonar veður í Eyjum um helgina, líklega logn á sunnudag en mesta athygli hefur vakið að spáð er hvassviðri á laugardag, þó veðurfræðingar telji að það muni draga hratt úr rokinu eftir því sem líður á daginn. „Þetta er náttúrulega bara Ísland, við vitum aldrei hvernig veðrið verður og þrátt fyrir spána þá getur að sjálfsögðu ræst úr henni og gerir það oft, en ef ekki þá erum við inni í dal, þar sem fólk getur komið sér fyrir,“ segir Jóhanna Guðrún. Þjóðhátíðargestir séu öllu vanir og kunni að klæða sig eftir veðri. „Það er bara að hvetja fólk til þess að græja sig vel, vera með allt sem getur vantað og láta þetta ekkert stoppa sig. Þetta er náttúrulega bara Þjóðhátíð, þar sem er alltaf massastuð og rosalegt lænöpp á sviðinu. Auðvitað vill maður fá bongóblíðu og sól en ef það verður ekki þá þýðir það ekki að þetta verði eitthvað leiðinlegt.“ Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Tónlist Tengdar fréttir „Fólkið er kjarni Þjóðhátíðar og ég vildi sýna það“ Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi Þjóðhátíðarlagsins 2024. Jóhanna Guðrún er flytjandi lagsins og segir að tökudagurinn hafi verið draumi líkastur. 25. júní 2024 07:01 Mest lesið Björn plokkar í stað Höllu Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Fleiri fréttir Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Sjá meira
„Við hópurinn höfum verið spennt í marga mánuði fyrir þessu. Ég hef verið að æfa með Albatross fyrir föstudaginn og svo Stuðlabandinu fyrir sunnudaginn. Svo hlakka ég til að vera með Blö strákunum á laugardaginn. Ég er bara ógeðslega spennt, hvernig er annað hægt?“ spyr Jóhanna Guðrún í samtali við Vísi. Í ár eru 150 ár liðin frá því að Eyjamenn héldu sína fyrstu Þjóðhátíð og því ljóst að hátíðin verður sérlega vegleg í ár. Þetta er í þriðja skipti frá upphafi Þjóðhátíðar sem lagið er samið og flutt af konu. Búist er við því að fimmtán þúsund manns muni leggja leið sína í Herjólfsdal til að berja Jóhönnu Guðrúnu og aðra listamenn í dalnum augum. Finnur ekki fyrir neinu nema tilhlökkun Jóhanna hefur áður lýst því hve spennt hún er að koma fram í Eyjum í ár og spila Þjóðhátíðarlagið. „Ég er svo spennt og þakklát að fá að vera með og ég þakka innilega fyrir að mér sé treyst fyrir svona dýrmætu verkefni. Það er gríðarlega mikill heiður að fá að vera hluti af 150 ára sögu Þjóðhátíðar og ég get ekki beðið eftir að heyra brekkuna syngja með mér.“ Þetta er í fyrsta skiptið sem Jóhanna semur Þjóðhátíðarlagið og því er ekki úr vegi að spyrja hvort hún finni eitthvað stress fyrir því að flytja lagið, þrátt fyrir að vera reynsluboltinn sem hún er? „Ég myndi frekar lýsa þessu sem tilhlökkun. Þetta er náttúrulega búið að vera í sigtinu í svo marga mánuði og við höfum öll lagt okkur svo mikið fram við að gera þetta vel. Þar get ég nefnt Halldór Gunnar sem hefur átt algjöran stórleik með sinni aðkomu að þessu lagi og að hátíðinni undanfarin ár. Þetta á bara eftir að verða geðveikt og ég held að fólk geti alveg verið peppað fyrir því að sjá settið okkar í kvöld.“ Halldór Gunnar Pálsson, Fjallabróðir með meiru, hefur mætt fjórtán sinnum í röð á Þjóðhátíð í Eyjum. Hann ræddi hátíðina og helgina í Bítinu á Bylgjunni í gær. Veðrið ekki að fara að stöðva gleðina Líkt og síðustu ár hefur verið beðið í ofvæni eftir veðurspám í Eyjum um helgina. Af fréttum að dæma verður boðið upp á allskonar veður í Eyjum um helgina, líklega logn á sunnudag en mesta athygli hefur vakið að spáð er hvassviðri á laugardag, þó veðurfræðingar telji að það muni draga hratt úr rokinu eftir því sem líður á daginn. „Þetta er náttúrulega bara Ísland, við vitum aldrei hvernig veðrið verður og þrátt fyrir spána þá getur að sjálfsögðu ræst úr henni og gerir það oft, en ef ekki þá erum við inni í dal, þar sem fólk getur komið sér fyrir,“ segir Jóhanna Guðrún. Þjóðhátíðargestir séu öllu vanir og kunni að klæða sig eftir veðri. „Það er bara að hvetja fólk til þess að græja sig vel, vera með allt sem getur vantað og láta þetta ekkert stoppa sig. Þetta er náttúrulega bara Þjóðhátíð, þar sem er alltaf massastuð og rosalegt lænöpp á sviðinu. Auðvitað vill maður fá bongóblíðu og sól en ef það verður ekki þá þýðir það ekki að þetta verði eitthvað leiðinlegt.“
Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Tónlist Tengdar fréttir „Fólkið er kjarni Þjóðhátíðar og ég vildi sýna það“ Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi Þjóðhátíðarlagsins 2024. Jóhanna Guðrún er flytjandi lagsins og segir að tökudagurinn hafi verið draumi líkastur. 25. júní 2024 07:01 Mest lesið Björn plokkar í stað Höllu Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Fleiri fréttir Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Sjá meira
„Fólkið er kjarni Þjóðhátíðar og ég vildi sýna það“ Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi Þjóðhátíðarlagsins 2024. Jóhanna Guðrún er flytjandi lagsins og segir að tökudagurinn hafi verið draumi líkastur. 25. júní 2024 07:01