Sjötta starf Pálma Rafns hjá KR á einu ári Valur Páll Eiríksson skrifar 1. ágúst 2024 14:00 Pálmi Rafn hefur gengið í ýmis störf síðustu misseri. vísir/sigurjón Pálmi Rafn Pálmason, starfandi þjálfari karlaliðs KR og verðandi framkvæmdastjóri félagsins, er að ganga í sitt sjötta starf hjá Vesturbæjarliðinu á skömmum tíma. KR tilkynnti í dag að Pálmi Rafn myndi taka við starfi framkvæmdastjóra af Bjarna Guðjónssyni í haust. Pálmi Rafn mun samhliða því hætta sem þjálfari karlaliðs félagsins í fótbolta sem hann stýrir út tímabilið, með Óskar Hrafn Þorvaldsson sér til halds og trausts. Framkvæmdastjórastarfið verður sjötta starfið sem Pálmi Rafn tekur að sér í Vesturbænum á rúmu einu ári. Á síðasta ári var hann íþróttafulltrúi félagsins, starf sem hann tók við árið 2022. Í lok júlímánaðar í fyrra tók Pálmi Rafn svo að sér starf aðalþjálfara hjá kvennaliði KR eftir brottreksur Bretans Perry McLachlan. Hann sinnti því starfi samhliða íþróttafulltrúastarfinu. Eftir leiktíðina síðustu tók Pálmi Rafn við starfi yfirþjálfara hjá knattspyrnudeild og færðist svo úr aðalþjálfarastarfi kvennaliðsins til að verða aðstoðarþjálfari Greggs Ryder hjá körlunum, samhliða yfirþjálfarastarfinu. Íunn Eir Gunnarsdóttir tók við starfi íþróttafulltrúa af Pálma í janúar. Pálmi Rafn fékk svo stöðuhækkun úr aðstoðarþjálfarastarfinu og tók við þjálfun karlaliðsins af Gregg Ryder 30. júní síðastliðinn. Eftir að hafa verið íþróttastjóri, yfirþjálfari, aðalþjálfari kvenna, aðstoðarþjálfari karla og nú aðalþjálfari karla verður framkvæmdastjórastarfið hans sjötta hjá KR á rúmu ári þegar Pálmi Rafn tekur við því í haust. Fjórir starfstitlar Óskars á örfáum mánuðum Óskar Hrafn Þorvaldsson hefur nú verið ráðinn í þjálfarateymi félagsins en það er þriðji starfstitill hans hjá KR á örfáum mánuðum. Óskar var ráðinn sem faglegur ráðgjafi knattspyrnudeildar þann 10. júní síðastliðinn en tæpum mánuði síðar, 3. júlí var hann ráðinn sem yfirmaður knattspyrnumála. Samhliða því verður hann meðlimur í þjálfarateyminu út þessa leiktíð, sem aðstoðarþjálfari. Að leiktíðinni lokinni fær hann sinn fjórða starfstitil er hann tekur við sem aðalþjálfari karlaliðsins. KR Besta deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira
KR tilkynnti í dag að Pálmi Rafn myndi taka við starfi framkvæmdastjóra af Bjarna Guðjónssyni í haust. Pálmi Rafn mun samhliða því hætta sem þjálfari karlaliðs félagsins í fótbolta sem hann stýrir út tímabilið, með Óskar Hrafn Þorvaldsson sér til halds og trausts. Framkvæmdastjórastarfið verður sjötta starfið sem Pálmi Rafn tekur að sér í Vesturbænum á rúmu einu ári. Á síðasta ári var hann íþróttafulltrúi félagsins, starf sem hann tók við árið 2022. Í lok júlímánaðar í fyrra tók Pálmi Rafn svo að sér starf aðalþjálfara hjá kvennaliði KR eftir brottreksur Bretans Perry McLachlan. Hann sinnti því starfi samhliða íþróttafulltrúastarfinu. Eftir leiktíðina síðustu tók Pálmi Rafn við starfi yfirþjálfara hjá knattspyrnudeild og færðist svo úr aðalþjálfarastarfi kvennaliðsins til að verða aðstoðarþjálfari Greggs Ryder hjá körlunum, samhliða yfirþjálfarastarfinu. Íunn Eir Gunnarsdóttir tók við starfi íþróttafulltrúa af Pálma í janúar. Pálmi Rafn fékk svo stöðuhækkun úr aðstoðarþjálfarastarfinu og tók við þjálfun karlaliðsins af Gregg Ryder 30. júní síðastliðinn. Eftir að hafa verið íþróttastjóri, yfirþjálfari, aðalþjálfari kvenna, aðstoðarþjálfari karla og nú aðalþjálfari karla verður framkvæmdastjórastarfið hans sjötta hjá KR á rúmu ári þegar Pálmi Rafn tekur við því í haust. Fjórir starfstitlar Óskars á örfáum mánuðum Óskar Hrafn Þorvaldsson hefur nú verið ráðinn í þjálfarateymi félagsins en það er þriðji starfstitill hans hjá KR á örfáum mánuðum. Óskar var ráðinn sem faglegur ráðgjafi knattspyrnudeildar þann 10. júní síðastliðinn en tæpum mánuði síðar, 3. júlí var hann ráðinn sem yfirmaður knattspyrnumála. Samhliða því verður hann meðlimur í þjálfarateyminu út þessa leiktíð, sem aðstoðarþjálfari. Að leiktíðinni lokinni fær hann sinn fjórða starfstitil er hann tekur við sem aðalþjálfari karlaliðsins.
KR Besta deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira