„Ég bara snappaði í hálfleik“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 30. júlí 2024 22:41 Fylkisstelpurnar hans Gunnars Magnúsar Jónssonar eru í harðri fallbaráttu. vísir/hag Fylkir mætti Stjörnunni í kvöld þegar fimmtánda umferð Bestu deild kvenna hóf göngu sína. Fylkir vonaðist til að lyfta sér upp úr fallsæti með sigri í kvöld en það voru gestirnir úr Garðabæ sem tóku öll stigin. „Gríðarlegt svekkelsi og gríðarleg vonbrigði að fá bara ekki betri frammistöðu hérna í dag,“ sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, eftir tapið í kvöld. „Við vorum einfaldlega ekki með hérna í fyrri hálfleik. Þetta var skelfilegur fyrri hálfleikur hjá okkur. Smá meira lífsmark með okkur í seinni hálfleik en náðum ekkert að skapa okkur eitthvað almennilegt færi.“ Fylkisliðið átti ekki góðan fyrri hálfleik eins og Gunnar Magnús kom inn á og lét hann sitt lið alveg vita af því í hálfleik. „Ég bara snappaði í hálfleik og fór bara fram á að stelpurnar gerðu sér grein fyrir því í hvaða stöðu þær eru. Við erum að berjast fyrir sæti okkar í deildinni og það var svo sannarlega ekki að sjá hérna í fyrri hálfleik. Það var þó aðeins meira og þær voru að leggja sig meira fram og meiri dugnaður og vinnusemi í seinni hálfleik en því miður þá skilaði það ekki neinu í dag,“ sagði Gunnar Magnús. „Þessar einföldu sendingar voru að klikka. Hlaup án bolta voru mjög staðar og lítil hreyfing. Stjarnan er þannig lið að þegar þær voru búnar að skora þá eru þær þéttar tilbaka og gerðu það vel. Við náðum ekkert að hreyfa við þeim almennilega eins og við hefðum átt að geta gert.“ Þrátt fyrir fína pressu undir lok leiks fannst Gunnari Magnúsi jöfnunarmarkið ekkert endilega liggja í loftinu. „Nei, því miður. Við vorum ekkert að skapa okkur. Við vorum að reyna og settum Kaylu [Bruster] hérna fram í lokin til þess að reyna fá boltann inn í boxið og búa til smá pressu þar því það var ekkert að ganga að reyna spila okkur í gegn. Við náðum ekkert að koma nógu mörgum boltum þarna inn þannig það voru svona ákveðin vonbrigði að koma boltanum ekki inn í boxið og búa til smá kraðak þar og smá læti, reyna svona að troða honum í netið.“ Besta deild kvenna Fylkir Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
„Gríðarlegt svekkelsi og gríðarleg vonbrigði að fá bara ekki betri frammistöðu hérna í dag,“ sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, eftir tapið í kvöld. „Við vorum einfaldlega ekki með hérna í fyrri hálfleik. Þetta var skelfilegur fyrri hálfleikur hjá okkur. Smá meira lífsmark með okkur í seinni hálfleik en náðum ekkert að skapa okkur eitthvað almennilegt færi.“ Fylkisliðið átti ekki góðan fyrri hálfleik eins og Gunnar Magnús kom inn á og lét hann sitt lið alveg vita af því í hálfleik. „Ég bara snappaði í hálfleik og fór bara fram á að stelpurnar gerðu sér grein fyrir því í hvaða stöðu þær eru. Við erum að berjast fyrir sæti okkar í deildinni og það var svo sannarlega ekki að sjá hérna í fyrri hálfleik. Það var þó aðeins meira og þær voru að leggja sig meira fram og meiri dugnaður og vinnusemi í seinni hálfleik en því miður þá skilaði það ekki neinu í dag,“ sagði Gunnar Magnús. „Þessar einföldu sendingar voru að klikka. Hlaup án bolta voru mjög staðar og lítil hreyfing. Stjarnan er þannig lið að þegar þær voru búnar að skora þá eru þær þéttar tilbaka og gerðu það vel. Við náðum ekkert að hreyfa við þeim almennilega eins og við hefðum átt að geta gert.“ Þrátt fyrir fína pressu undir lok leiks fannst Gunnari Magnúsi jöfnunarmarkið ekkert endilega liggja í loftinu. „Nei, því miður. Við vorum ekkert að skapa okkur. Við vorum að reyna og settum Kaylu [Bruster] hérna fram í lokin til þess að reyna fá boltann inn í boxið og búa til smá pressu þar því það var ekkert að ganga að reyna spila okkur í gegn. Við náðum ekkert að koma nógu mörgum boltum þarna inn þannig það voru svona ákveðin vonbrigði að koma boltanum ekki inn í boxið og búa til smá kraðak þar og smá læti, reyna svona að troða honum í netið.“
Besta deild kvenna Fylkir Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira