Victor Wembanyama er aðalstjarna franska liðsins. Hann er gríðarlega hávaxinn, eða 2,24 metrar á hæð.
Leikstjórnandi japanska liðsins, Yuki Togashi, er öllu minni en hann er skráður 1,67 metrar á hæð.
Myndir náðust af þeim Wembanyama og Togashi í leiknum og þá sást 57 sentímetra hæðarmunurinn á þeim bersýnilega.
France center Victor Wembanyama (7'4") and Japan guard Yuki Togashi (5'4") pic.twitter.com/gGG7qfkqzx
— Ben Golliver (@BenGolliver) July 30, 2024
Frakkar höfðu betur í leiknum, 90-94, eftir framlengingu. Wembanyama skoraði átján stig, tók ellefu fráköst, gaf sex stoðsendingar, varði tvö skot og stal boltanum tvisvar.
Togashi hafði hægt um sig í leiknum. Hann lék tæpar tólf mínútur og skoraði þrjú stig.
Frakkar eru á toppi B-riðils með fjögur stig en Japanir eru með tvö stig í 3. sæti riðilsins. Í kvöld mætast heimsmeistarar Þjóðverja Brasilíumönnum í sama riðli.