Fótbolti

Argentína tryggði efsta sætið í uppbótartíma

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Claudio Echeverri skoraði annað mark Argentínu og tryggði betri markatölu en Úkraínu.
Claudio Echeverri skoraði annað mark Argentínu og tryggði betri markatölu en Úkraínu. Claudio Villa/Getty Images

Mark í uppbótartíma tryggði Argentínu efsta sætið í B-riðli fótboltakeppninnar á Ólympíuleikunum. Fyrr í dag vann Egyptaland gegn Spáni og tryggði efsta sæti C-riðils

Löndin leika í B- og C-riðli. Það er því enn óvíst hverjum þau munu mæta í 8-liða úrslitum því spilað verður á víxl en A- og D-riðlunum er ekki enn lokið.

Egyptaland lagði Spán 2-1 og tryggði efsta sætið í C-riðli. Ibrahim Adel með bæði mörkin en Samuel Omorodion minnkaði muninn fyrir Spánverja á 90. mínútu. Fari úrslit eftir væntingum í D-riðli í kvöld mun Egyptaland mæta Japan næst og Spánn mætir Paragvæ.

Lokaleikjunum í B-riðli var að ljúka rétt í þessu. Þar vann Argentína 2-0 gegn Úkraínu. Marokkó lagði svo Írak afar örugglega að velli, 3-0.

Argentína hafnaði í efsta sæti riðilsins þökk sé seinni markaskoraranum Claudio Echeverri, sem tryggði þeim betri markatölu en Úkraína á fyrstu mínútu uppbótartíma.

Marokkó og Spánn munu því líklega mæta Frakklandi og Bandaríkjunum í 8-liða úrslitum en endanleg niðurröðun í A-riðli mun liggja ljós fyrir þegar lokaleikjunum lýkur um sjö leytið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×