Torfþakið varð að mýri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 30. júlí 2024 09:00 Mál Brákarborgar á Kleppsveg 150-152 er allt hið ótrúlegasta. Ljóst er að mis¬tök voru gerð í hönnun og/eða framkvæmd leikskólans en ekki liggur fyrir hver beri ábyrgð. Komið hefur í ljós að burðurinn sem heldur uppi þakinu er ekki í samræmi við núgildandi staðla sem leitt hefur m.a. til að hurðir hafa skekkst í dyrakörmum. Hér er um alvarleg mistök að ræða sem kostar gríðarlegt fjármagn og mun koma illa við borgarsjóð og borgarbúa. Fulltrúi Flokks fólksins mun vilja fá upplýsingar um hvernig þetta gat gerst í ljósi þeirra þekkingar sem liggja fyrir í byggingariðnaði. Talið er að kostnaður muni hlaupa á tugum milljóna. Flokkur fólksins mun einnig spyrja um hvað þetta verkefni kostar í heild sinni þegar upp er staðið? Hver ber á þessu ábyrgð? Er kannski sambærilegur vandi í uppsiglingu í fleiri byggingum sem skarta eiga torfþökum? Af hverju torfþök núna? Torfið hægir vissulega á rennsli vatns ofan í frárennsliskerfin sem geta sprungið. Hafa skal í huga að sú mikla þétting byggðar víða í borginni eykur álag á frárennsliskerfi sem er ekki hannað nema fyrir ákveðinn mannfjölda. Þakið orðið að mýri Fulltrúi Flokks fólksins lýsti yfir áhyggjum sínum á þeim tíma sem hönnunartillagan var kynnt, áhyggjur sem lutu að gerð torfþaks. Flokkur fólksins lagði þá fram viðvörunarbókun. Á húsið var lagt torfþak sem reyndist þyngra en reiknað var með og tilgreint var á teikningum. Reikna má með að sérfræðingar á skipulags-, hönnunar- og arkitektasviði viti að vatn er þungt. Benda má á að 10 mm úrkoma, sem er ósköp venjuleg í Reykjavík, eru 10 lítrar eða 10-kg á fermetra. Losna þarf fljótt við það vatn ef það er á þaki. Það gengur illa á flötu þaki því að vatnið má ekki renna niður í bygginguna. Vatnið þarf að færast frá miðju þaksins út í rennur sem tekur óratíma. Því má segja að með torfþakinu á Brákarborg hafi verið mynduð mýri. Torfþök fyrr á öldum voru brött. Þá skyldu menn að vatnið þyrfti að renna fljótt brott. Sú þekking kann að hafa glatast meðal hönnuða? Ótímabær opnun og verðlaun í ofanálag Það sem gerir málið sérlega vandræðalegt er að hönnun Brákarborgar fékk hönnunarverðlaunin Grænu skófluna sem borgarstjóri veitti stoltur viðtöku. Leikskólinn Brákarborg var opnaður löngu áður en hann var tilbúinn til að hýsa starfsemina. Ástand húsnæðisins var með öllu ófullnægjandi. Vankantar voru m.a. á loftræstikerfi og ljósabúnaði. En það í sjálfu sér hefur ekki að gera með torfþakið og dómgreindarleysið að baki þeirri ákvörðun. Í svari skóla- og frístundasviðs við fyrirspurn um af hverju lá svo mikið á að taka leikskólann í notkun áður en framkvæmdum var lokið segir að „neyðarstaða væri komin upp varðandi annan leikskóla sem þurfti að flytja úr sínu húsnæði vegna rakamála og þurfti á eldra húsnæði Brákarborgar að halda“. Nú þarf að flytja leikskólann Brákarborg í húsnæði í Ármúla, skrifstofuhúsnæði sem engan vegin er ásættanlegur staður fyrir börn. Húsnæðið sem um ræðir er í Ármúla 28-30 og hefur áður hýst grunnskólastarfsemi. Óþægindin koma illa við börnin á Brákarborg og foreldra þeirra. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Mistök við byggingu Brákarborgar Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Sjá meira
Mál Brákarborgar á Kleppsveg 150-152 er allt hið ótrúlegasta. Ljóst er að mis¬tök voru gerð í hönnun og/eða framkvæmd leikskólans en ekki liggur fyrir hver beri ábyrgð. Komið hefur í ljós að burðurinn sem heldur uppi þakinu er ekki í samræmi við núgildandi staðla sem leitt hefur m.a. til að hurðir hafa skekkst í dyrakörmum. Hér er um alvarleg mistök að ræða sem kostar gríðarlegt fjármagn og mun koma illa við borgarsjóð og borgarbúa. Fulltrúi Flokks fólksins mun vilja fá upplýsingar um hvernig þetta gat gerst í ljósi þeirra þekkingar sem liggja fyrir í byggingariðnaði. Talið er að kostnaður muni hlaupa á tugum milljóna. Flokkur fólksins mun einnig spyrja um hvað þetta verkefni kostar í heild sinni þegar upp er staðið? Hver ber á þessu ábyrgð? Er kannski sambærilegur vandi í uppsiglingu í fleiri byggingum sem skarta eiga torfþökum? Af hverju torfþök núna? Torfið hægir vissulega á rennsli vatns ofan í frárennsliskerfin sem geta sprungið. Hafa skal í huga að sú mikla þétting byggðar víða í borginni eykur álag á frárennsliskerfi sem er ekki hannað nema fyrir ákveðinn mannfjölda. Þakið orðið að mýri Fulltrúi Flokks fólksins lýsti yfir áhyggjum sínum á þeim tíma sem hönnunartillagan var kynnt, áhyggjur sem lutu að gerð torfþaks. Flokkur fólksins lagði þá fram viðvörunarbókun. Á húsið var lagt torfþak sem reyndist þyngra en reiknað var með og tilgreint var á teikningum. Reikna má með að sérfræðingar á skipulags-, hönnunar- og arkitektasviði viti að vatn er þungt. Benda má á að 10 mm úrkoma, sem er ósköp venjuleg í Reykjavík, eru 10 lítrar eða 10-kg á fermetra. Losna þarf fljótt við það vatn ef það er á þaki. Það gengur illa á flötu þaki því að vatnið má ekki renna niður í bygginguna. Vatnið þarf að færast frá miðju þaksins út í rennur sem tekur óratíma. Því má segja að með torfþakinu á Brákarborg hafi verið mynduð mýri. Torfþök fyrr á öldum voru brött. Þá skyldu menn að vatnið þyrfti að renna fljótt brott. Sú þekking kann að hafa glatast meðal hönnuða? Ótímabær opnun og verðlaun í ofanálag Það sem gerir málið sérlega vandræðalegt er að hönnun Brákarborgar fékk hönnunarverðlaunin Grænu skófluna sem borgarstjóri veitti stoltur viðtöku. Leikskólinn Brákarborg var opnaður löngu áður en hann var tilbúinn til að hýsa starfsemina. Ástand húsnæðisins var með öllu ófullnægjandi. Vankantar voru m.a. á loftræstikerfi og ljósabúnaði. En það í sjálfu sér hefur ekki að gera með torfþakið og dómgreindarleysið að baki þeirri ákvörðun. Í svari skóla- og frístundasviðs við fyrirspurn um af hverju lá svo mikið á að taka leikskólann í notkun áður en framkvæmdum var lokið segir að „neyðarstaða væri komin upp varðandi annan leikskóla sem þurfti að flytja úr sínu húsnæði vegna rakamála og þurfti á eldra húsnæði Brákarborgar að halda“. Nú þarf að flytja leikskólann Brákarborg í húsnæði í Ármúla, skrifstofuhúsnæði sem engan vegin er ásættanlegur staður fyrir börn. Húsnæðið sem um ræðir er í Ármúla 28-30 og hefur áður hýst grunnskólastarfsemi. Óþægindin koma illa við börnin á Brákarborg og foreldra þeirra. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar