„Það var eiginlega ég sem bað hann um að giftast mér, held ég“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 30. júlí 2024 07:01 Silja Björk og Ísak giftu sig 20. júlí 2024. Aðsend Rithöfundurinn, þúsundþjalasmiðurinn og athafnakonan Silja Björk og Ísak Vilhjálmsson, deildarstjóri hjá Klettabæ, fögnuðu ástinni með pomp og prakt þegar þau gengu í hjónaband síðastliðna helgi. Brúðkaupið fór fram í sveitasælu og segjast þau enn vera að ná sér niður eftir hinn fullkomna dag. Lífið á Vísi ræddi við hjúin um ástina og stóra daginn. Hvenær og hvernig trúlofuðust þið? Við trúlofuðum okkur sumarið 2019 á lítilli eyju á Króatíu. Við byrjuðum saman árið 2014, fluttum inn saman eftir fjóra mánuði og höfum verið óaðskiljanleg síðan. Við eignuðumst okkar fyrsta barn hann Úlf Orra í september 2018 og ég var búin að ýja að því lengi að mig langaði að trúlofa mig. Við ræddum það mjög snemma í sambandinu að okkur langaði að giftast og að okkur langaði í börn. Þannig mér fannst þarna árið 2019, eftir fimm ár saman að það væri kominn tími á þetta. Ísak var hins vegar með ógreint ADHD á þessum tíma og átti mjög erfitt með að taka ákvarðanir, þannig hann var ekkert búinn að plana neitt eða kaupa hring fyrir þessa Króatíuferð. Við vorum á eyjunni Hvar og ég dró Ísak inn í skartgripabúð og sýndi honum hringana sem mig langaði í. Ekkert gerðist… Eftir nokkra daga sagði ég við Ísak: „Eigum við að kaupa þessa hringa, kampavín og eitthvað næs nesti og trúlofa okkur á morgun?“ því við vorum á leiðinni í siglingu á litla eyju við Hvar. Hann sagði já, þannig það var eiginlega ég sem bað hann um að giftast mér held ég. Svo daginn eftir fórum við saman í siglingu á þessa litlu eyju, settum upp hringa og trúlofuðum okkur. Hjónin eiga skemmtilega sögu af trúlofuninni sem var í Króatíu 2019.Aðsend Hvað voruð þið lengi að skipuleggja stóra daginn? Það var smá aðdragandi að þessari veislu! Ég er náttúrulega búin að vera með Pinterest-board síðan 2012! Sko, við ætluðum að gifta okkur fyrst 2020 en það gekk auðvitað ekki að byrja að skipuleggja það þegar faraldurinn byrjaði. Þá frestuðust plönin þangað til við föttuðum sambandsafmælið okkar 16. júlí væri á laugardegi sumarið 2022. Ísak hringir svo í besta vin sinn í janúar 2022 og segir honum að við ætlum að gifta okkur þennan dag um sumarið. Þá kemur upp úr krafsinu að besti vinur hans Ísaks var nýbúinn að bóka sal þennan sama dag fyrir sitt brúðkaup! Þannig áfram frestaðist þetta þangað til við sáum að 20. júlí 2024 væri laugardagur og árið 2024 eigum við 10 ára sambandsafmæli. Við ákváðum dagsetninguna sumarið 2023 þegar ég var ólétt af stelpunni okkar. Plönin byrjuðu því haustið 2023. Við bókuðum salinn, sama sal og vinafólk okkar sumarið 2022, Eyvindartungu við Laugarvatn og þá var ekki aftur snúið. Í janúar 2024 settumst við svo niður og gerðum gestalista, settum upp Excel-skjal og fórum að ræða hvernig við vildum hafa athöfnina, veisluna og vorum heila kvöldstund að ræða málin og fara yfir Pinterest boardið mitt góða. Hjónin eiga saman tvö börn.Aðsend Hvernig var brúðkaupsdagurinn? Hann var án gríns fullkominn í alla staði! Það var glampandi sól og mikill hiti, sem er ekki sjálfgefið þetta mikla rigningarsumar. Dagurinn minn hófst á því að ég og vinkonur mínar, mamma, systir og frænkur vorum saman í bústað í Vaðnesi að taka okkur til saman. Elma Rún, vinkona mín, kom og farðaði mig á meðan vinkonur mínar voru dreifðar um bústaðinn að mála sig, græja hár og klæða sig. Svo skáluðum við í freyðivíni í garðinum og ljósmyndarinn okkar, Anna Margrét, var með okkur að fanga þessi augnablik. Silja átti dásamlega stund með vinkonum sínum fyrir brúðkaupið.Aðsend Á meðan var Ísak með vinum sínum og stráknum okkar að veiða á Þingvöllum, sem er hans uppáhaldsiðja, en ljósmyndarinn fór svo til hans að mynda hann að taka sig til. Við fórum svo í brúðarmyndatöku við Laugarvatn og Brúarfoss og athöfnin hófst svo klukkan 16:00 í salnum í Eyvindartungu. Við gengum inn salinn með píanóútgáfu af Gangsters Paradise en við elskum rapp og hipp hopp. Það sló í gegn. Vinur minn, Sigurður Starr, einnig þekktur sem Gógó Starr, var athafnastjórinn okkar og það var alveg dásamlegt. Hvorugt okkar er trúað en við vildum samt hafa fallega athöfn og Siggi var alveg fullkominn. Við vorum búin að hitta hann og spjalla um sambandið, ástina og lífið og ræðan hans í athöfnin fangaði alveg hver við Ísak erum sem par og fjölskylda. Hjónin áttu draumadag og bæði athöfnin og veislan heppnaðist virkilega vel.Aðsend Að athöfninni lokinni hófst svo formlegt borðhald þar sem foreldrar okkar, systkini og vinir voru með ræður og skemmtiatriði en við fengum tvo vini okkar til að vera veislustjórar og þó stóðu sig með mikilli prýði. Í matinn var heimatilbúið lasagne, en Ísak er menntaður kokkur og vinir hans sem eru allir meira og minna kokkar hjálpuðu til við matseldina. Lasagne er líka uppáhalds maturinn okkar, ég hef sko mikla matarást á Ísak! Svo var nýbakað brauð frá Kökugalleríi, hvítlaukssmjör og ruccola salat með tómötum og mozzarella. Í eftirrétt voru kleinuhringir frá Deig og brúðarterta sem á stóð „Loksins!“ enda búin að vera saman í áratug! Á brúðartertunni stóð Loksins!Aðsend Við Ísak erum sko enn að ná okkur niður, þessi dagur var alveg eins og við vildum hafa hann - góður matur og gott partý umkringd okkar besta fólki. Svo var dansað fram á nótt, þar sem heyrðist mikið íslenskt hipp hopp og rapp eins og við Ísak elskum. Íslenskt hiphop ómaði langt fram á nótt og gleðin var við völd.Aðsend Voruð þið sammála í skipulaginu? Við vorum sammála um allt það stóra sem skipti mestu máli, þó að einhverjar rökræður og málamiðlanir hafi átt sér stað. Ég tók mest yfir almennt skipulag en Ísak sá um vínið, drykki og matinn. Ég vildi hafa stemninguna eins og ef fólk væri að koma inn í Fríðu frænku þannig ég fór örugglega fimmtánhundruð ferðir í Góða hirðinn og nytjamarkaði um allt höfuðborgarsvæðið. Ég safnaði 100 kökudiskum, keypti notaða dúka, kertastjaka og kortaboxið okkar var gamall Mackintosh-baukur. Við erum bæði miklir maximalistar og var skrautið alveg í þeim anda, gamaldags og litríkt. Við settum okkur ákveðið en mjög gróft „budget“ í ársbyrjun, það endaði þannig að við fórum aðeins yfir áætlaðan kostnað en við sjáum alls ekki eftir því! Þetta var geðveik veisla, alveg í okkar anda og gestirnir voru öll mjög hrifin og ánægð með veisluna. Ég var með stórt Excel skjal með alls konar skipulagi og listum sem Tinna vinkona mín Excel-snilli hjálpaði mér með en ég verð að hafa hlutina svona svart á hvítu fyrir framan mig. Þegar man er að skipuleggja svona stóran viðburð verður man að hafa vaðið fyrir neðan sig og hafa hlutina alveg á hreinu! Ég hef reyndar skipulagt 800 manna ráðstefnu með yfir fimmtán erlendum fyrirlesurum í Hörpu, svo ég er með góða reynslu af viðburðarhaldi! Mér finnst líka einmitt mikilvægt að fólk sé sammála og að veisluhöldin endurspegli brúðhjónin bæði. Við vissum að það væru ákveðnar hefðir sem okkur langaði að halda í, eins og að klæðast hvítum kjól, ganga inn gólfið og hafa formlega athöfn en ég lét pabba ekki leiða mig að altarinu eða eitthvað svoleiðis. Við fórum heldur ekki með heitin sjálf, við ákváðum frekar að skrifa hvort öðru ástarbréf sem við lásum saman yfir kaffinu í ró og næði sama morgun og veislan var. Það var svona okkar prívat móment að ná tengingu fyrir stóra daginn. Hjónin skrifuðu hvort öðru ástarbréf sem þau lásu fyrir hvort annað snemma á brúðkaupsdaginn.Aðsend Hvað stendur upp úr? Það sem stendur upp úr er klárlega bara hvað við eigum gott fólk í kringum okkur. Hvað öll voru boðin og búin að aðstoða okkur og létu ást og hamingju rigna yfir okkur á þessum einstaka degi. Ræðurnar voru fallegar og einlægar, fyndnar og fullar af heilræðum og ást til okkar Ísaks. Veislustjórarnir voru frábær, Siggi athafnarstjóri frá Siðmennt líka og við bara erum svo heppin! Pabbi færði okkur fallega rós sem hann smíðaði sjálfur og mamma samdi lag til okkar sem allur salurinn söng fyrir okkur í lok borðhalds. Allir gestirnir fengu lítið kerti sem þau báru á borð til okkar og settu ofan á bakka fullan af salti, sem táknaði ljósið og lífið. Þá missti ég alveg kúlið og grét eins og stungin grís. Við tókum fyrsta dansinn saman og foreldrar okkar og amma og afi stóðu upp og dönsuðu með. Þegar ég horfði yfir salinn og sá alla vini okkar grátandi yfir ástinni okkar þá vissi ég að ég er heppnasta kona í heiminum að fá að deila ástinni með besta vini mínum honum Ísak en líka öllu þessu góða fólki. Silja segist vera heppnasta kona í heimi.Aðsend Hvernig gekk að velja kjólinn? Úff, það var hinn mesti hausverkur fyrir manneskju með mitt vaxtarlag! Ég var líka búin að ákveða að kaupa ekki kjól fyrir meira en svona 40.-50.000 en það er ekki í mínum anda að kaupa kjól fyrir 350.000 sem er notaður í einn dag. Ég byrjaði að skoða kjóla í janúar, fann dásamlegan kjól í brúðarversluninni JJ’s House sem var vel undir budget-i og ég var mjög hrifinn af. Ég var samt eitthvað treg að panta hann, nýbúin að eignast barn og ekki í góðri tengingu við líkamann svo þegar ég manaði mig loksins upp í að panta kjólinn, var hann uppseldur í minni stærð og ekki væntanlegur aftur. Þá hófst leitin upp á nýtt, en það tók mig ekki nema þrjá mánuði að finna þennan blessaða kjól sem ég ætlaði að kaupa fyrst! Svo datt ég niður á kjólinn minn á verslun á Etsy og vissi strax að ÞETTA væri kjóll-inn, miklu frekar en þessi sem ég hafði séð fyrst. Ég pantaði hann, hann kostaði 70.000 þegar hann var kominn til landsins og smell passaði. Þegar ég mátaði hann í fyrsta sinn táraðist ég, ég sá bara strax að þetta væri rétti kjóllinn fyrir mig og ég vissi að mér myndi líða vel í honum. Mér leið eins og aðalstjörnunni á stóra deginum og ég elska þennan kjól. Ég get ekki hætt að horfa á myndir af mér frá deginum! Slörið er útsaumað með blómum en það keypti ég á JJ’s House. Silja var í skýjunum með að hafa fundið drauma kjólinn.Aðsend Ísak var í mjög fallegum navy bláum jakkafötum úr verslun Guðsteins Eyjólfssonar og slaufuna og vasaklútinn, sem eru sömuleiðis navy blá með bleikum bóndarósum, uppáhalds blóminu mín og ég keypti af breskri herrafataverslun. Þó að við séum ekki trúuð finnst okkur samt mikilvægt að staðfesta sambandið okkar á þennan hátt, ekki bara upp á praktísku málin heldur líka vildum við deila ástinni okkar með vinum okkar og fjölskyldu. Svo er ég mögulega MESTA stemningsmanneskja allra tíma og gjörsamlega elska að skipuleggja og halda veislur, elska að vera miðpunktur athyglinnar og vissi frá því að ég var lítil stelpa að mig langaði að halda svona, nákvæmlega svona, ástarfögnuð! Silja er gríðarlega mikil stemningsmanneskja.Aðsend Silja og yngri systir hennar Heiða Hlín. Aðsend Sólin skein á brúðkaupsdaginn.Aðsend Skál í boðinu!Aðsend Það var mikið hlegið!Aðsend Brúðkaup Ástin og lífið Samkvæmislífið Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Fleiri fréttir Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Sjá meira
Hvenær og hvernig trúlofuðust þið? Við trúlofuðum okkur sumarið 2019 á lítilli eyju á Króatíu. Við byrjuðum saman árið 2014, fluttum inn saman eftir fjóra mánuði og höfum verið óaðskiljanleg síðan. Við eignuðumst okkar fyrsta barn hann Úlf Orra í september 2018 og ég var búin að ýja að því lengi að mig langaði að trúlofa mig. Við ræddum það mjög snemma í sambandinu að okkur langaði að giftast og að okkur langaði í börn. Þannig mér fannst þarna árið 2019, eftir fimm ár saman að það væri kominn tími á þetta. Ísak var hins vegar með ógreint ADHD á þessum tíma og átti mjög erfitt með að taka ákvarðanir, þannig hann var ekkert búinn að plana neitt eða kaupa hring fyrir þessa Króatíuferð. Við vorum á eyjunni Hvar og ég dró Ísak inn í skartgripabúð og sýndi honum hringana sem mig langaði í. Ekkert gerðist… Eftir nokkra daga sagði ég við Ísak: „Eigum við að kaupa þessa hringa, kampavín og eitthvað næs nesti og trúlofa okkur á morgun?“ því við vorum á leiðinni í siglingu á litla eyju við Hvar. Hann sagði já, þannig það var eiginlega ég sem bað hann um að giftast mér held ég. Svo daginn eftir fórum við saman í siglingu á þessa litlu eyju, settum upp hringa og trúlofuðum okkur. Hjónin eiga skemmtilega sögu af trúlofuninni sem var í Króatíu 2019.Aðsend Hvað voruð þið lengi að skipuleggja stóra daginn? Það var smá aðdragandi að þessari veislu! Ég er náttúrulega búin að vera með Pinterest-board síðan 2012! Sko, við ætluðum að gifta okkur fyrst 2020 en það gekk auðvitað ekki að byrja að skipuleggja það þegar faraldurinn byrjaði. Þá frestuðust plönin þangað til við föttuðum sambandsafmælið okkar 16. júlí væri á laugardegi sumarið 2022. Ísak hringir svo í besta vin sinn í janúar 2022 og segir honum að við ætlum að gifta okkur þennan dag um sumarið. Þá kemur upp úr krafsinu að besti vinur hans Ísaks var nýbúinn að bóka sal þennan sama dag fyrir sitt brúðkaup! Þannig áfram frestaðist þetta þangað til við sáum að 20. júlí 2024 væri laugardagur og árið 2024 eigum við 10 ára sambandsafmæli. Við ákváðum dagsetninguna sumarið 2023 þegar ég var ólétt af stelpunni okkar. Plönin byrjuðu því haustið 2023. Við bókuðum salinn, sama sal og vinafólk okkar sumarið 2022, Eyvindartungu við Laugarvatn og þá var ekki aftur snúið. Í janúar 2024 settumst við svo niður og gerðum gestalista, settum upp Excel-skjal og fórum að ræða hvernig við vildum hafa athöfnina, veisluna og vorum heila kvöldstund að ræða málin og fara yfir Pinterest boardið mitt góða. Hjónin eiga saman tvö börn.Aðsend Hvernig var brúðkaupsdagurinn? Hann var án gríns fullkominn í alla staði! Það var glampandi sól og mikill hiti, sem er ekki sjálfgefið þetta mikla rigningarsumar. Dagurinn minn hófst á því að ég og vinkonur mínar, mamma, systir og frænkur vorum saman í bústað í Vaðnesi að taka okkur til saman. Elma Rún, vinkona mín, kom og farðaði mig á meðan vinkonur mínar voru dreifðar um bústaðinn að mála sig, græja hár og klæða sig. Svo skáluðum við í freyðivíni í garðinum og ljósmyndarinn okkar, Anna Margrét, var með okkur að fanga þessi augnablik. Silja átti dásamlega stund með vinkonum sínum fyrir brúðkaupið.Aðsend Á meðan var Ísak með vinum sínum og stráknum okkar að veiða á Þingvöllum, sem er hans uppáhaldsiðja, en ljósmyndarinn fór svo til hans að mynda hann að taka sig til. Við fórum svo í brúðarmyndatöku við Laugarvatn og Brúarfoss og athöfnin hófst svo klukkan 16:00 í salnum í Eyvindartungu. Við gengum inn salinn með píanóútgáfu af Gangsters Paradise en við elskum rapp og hipp hopp. Það sló í gegn. Vinur minn, Sigurður Starr, einnig þekktur sem Gógó Starr, var athafnastjórinn okkar og það var alveg dásamlegt. Hvorugt okkar er trúað en við vildum samt hafa fallega athöfn og Siggi var alveg fullkominn. Við vorum búin að hitta hann og spjalla um sambandið, ástina og lífið og ræðan hans í athöfnin fangaði alveg hver við Ísak erum sem par og fjölskylda. Hjónin áttu draumadag og bæði athöfnin og veislan heppnaðist virkilega vel.Aðsend Að athöfninni lokinni hófst svo formlegt borðhald þar sem foreldrar okkar, systkini og vinir voru með ræður og skemmtiatriði en við fengum tvo vini okkar til að vera veislustjórar og þó stóðu sig með mikilli prýði. Í matinn var heimatilbúið lasagne, en Ísak er menntaður kokkur og vinir hans sem eru allir meira og minna kokkar hjálpuðu til við matseldina. Lasagne er líka uppáhalds maturinn okkar, ég hef sko mikla matarást á Ísak! Svo var nýbakað brauð frá Kökugalleríi, hvítlaukssmjör og ruccola salat með tómötum og mozzarella. Í eftirrétt voru kleinuhringir frá Deig og brúðarterta sem á stóð „Loksins!“ enda búin að vera saman í áratug! Á brúðartertunni stóð Loksins!Aðsend Við Ísak erum sko enn að ná okkur niður, þessi dagur var alveg eins og við vildum hafa hann - góður matur og gott partý umkringd okkar besta fólki. Svo var dansað fram á nótt, þar sem heyrðist mikið íslenskt hipp hopp og rapp eins og við Ísak elskum. Íslenskt hiphop ómaði langt fram á nótt og gleðin var við völd.Aðsend Voruð þið sammála í skipulaginu? Við vorum sammála um allt það stóra sem skipti mestu máli, þó að einhverjar rökræður og málamiðlanir hafi átt sér stað. Ég tók mest yfir almennt skipulag en Ísak sá um vínið, drykki og matinn. Ég vildi hafa stemninguna eins og ef fólk væri að koma inn í Fríðu frænku þannig ég fór örugglega fimmtánhundruð ferðir í Góða hirðinn og nytjamarkaði um allt höfuðborgarsvæðið. Ég safnaði 100 kökudiskum, keypti notaða dúka, kertastjaka og kortaboxið okkar var gamall Mackintosh-baukur. Við erum bæði miklir maximalistar og var skrautið alveg í þeim anda, gamaldags og litríkt. Við settum okkur ákveðið en mjög gróft „budget“ í ársbyrjun, það endaði þannig að við fórum aðeins yfir áætlaðan kostnað en við sjáum alls ekki eftir því! Þetta var geðveik veisla, alveg í okkar anda og gestirnir voru öll mjög hrifin og ánægð með veisluna. Ég var með stórt Excel skjal með alls konar skipulagi og listum sem Tinna vinkona mín Excel-snilli hjálpaði mér með en ég verð að hafa hlutina svona svart á hvítu fyrir framan mig. Þegar man er að skipuleggja svona stóran viðburð verður man að hafa vaðið fyrir neðan sig og hafa hlutina alveg á hreinu! Ég hef reyndar skipulagt 800 manna ráðstefnu með yfir fimmtán erlendum fyrirlesurum í Hörpu, svo ég er með góða reynslu af viðburðarhaldi! Mér finnst líka einmitt mikilvægt að fólk sé sammála og að veisluhöldin endurspegli brúðhjónin bæði. Við vissum að það væru ákveðnar hefðir sem okkur langaði að halda í, eins og að klæðast hvítum kjól, ganga inn gólfið og hafa formlega athöfn en ég lét pabba ekki leiða mig að altarinu eða eitthvað svoleiðis. Við fórum heldur ekki með heitin sjálf, við ákváðum frekar að skrifa hvort öðru ástarbréf sem við lásum saman yfir kaffinu í ró og næði sama morgun og veislan var. Það var svona okkar prívat móment að ná tengingu fyrir stóra daginn. Hjónin skrifuðu hvort öðru ástarbréf sem þau lásu fyrir hvort annað snemma á brúðkaupsdaginn.Aðsend Hvað stendur upp úr? Það sem stendur upp úr er klárlega bara hvað við eigum gott fólk í kringum okkur. Hvað öll voru boðin og búin að aðstoða okkur og létu ást og hamingju rigna yfir okkur á þessum einstaka degi. Ræðurnar voru fallegar og einlægar, fyndnar og fullar af heilræðum og ást til okkar Ísaks. Veislustjórarnir voru frábær, Siggi athafnarstjóri frá Siðmennt líka og við bara erum svo heppin! Pabbi færði okkur fallega rós sem hann smíðaði sjálfur og mamma samdi lag til okkar sem allur salurinn söng fyrir okkur í lok borðhalds. Allir gestirnir fengu lítið kerti sem þau báru á borð til okkar og settu ofan á bakka fullan af salti, sem táknaði ljósið og lífið. Þá missti ég alveg kúlið og grét eins og stungin grís. Við tókum fyrsta dansinn saman og foreldrar okkar og amma og afi stóðu upp og dönsuðu með. Þegar ég horfði yfir salinn og sá alla vini okkar grátandi yfir ástinni okkar þá vissi ég að ég er heppnasta kona í heiminum að fá að deila ástinni með besta vini mínum honum Ísak en líka öllu þessu góða fólki. Silja segist vera heppnasta kona í heimi.Aðsend Hvernig gekk að velja kjólinn? Úff, það var hinn mesti hausverkur fyrir manneskju með mitt vaxtarlag! Ég var líka búin að ákveða að kaupa ekki kjól fyrir meira en svona 40.-50.000 en það er ekki í mínum anda að kaupa kjól fyrir 350.000 sem er notaður í einn dag. Ég byrjaði að skoða kjóla í janúar, fann dásamlegan kjól í brúðarversluninni JJ’s House sem var vel undir budget-i og ég var mjög hrifinn af. Ég var samt eitthvað treg að panta hann, nýbúin að eignast barn og ekki í góðri tengingu við líkamann svo þegar ég manaði mig loksins upp í að panta kjólinn, var hann uppseldur í minni stærð og ekki væntanlegur aftur. Þá hófst leitin upp á nýtt, en það tók mig ekki nema þrjá mánuði að finna þennan blessaða kjól sem ég ætlaði að kaupa fyrst! Svo datt ég niður á kjólinn minn á verslun á Etsy og vissi strax að ÞETTA væri kjóll-inn, miklu frekar en þessi sem ég hafði séð fyrst. Ég pantaði hann, hann kostaði 70.000 þegar hann var kominn til landsins og smell passaði. Þegar ég mátaði hann í fyrsta sinn táraðist ég, ég sá bara strax að þetta væri rétti kjóllinn fyrir mig og ég vissi að mér myndi líða vel í honum. Mér leið eins og aðalstjörnunni á stóra deginum og ég elska þennan kjól. Ég get ekki hætt að horfa á myndir af mér frá deginum! Slörið er útsaumað með blómum en það keypti ég á JJ’s House. Silja var í skýjunum með að hafa fundið drauma kjólinn.Aðsend Ísak var í mjög fallegum navy bláum jakkafötum úr verslun Guðsteins Eyjólfssonar og slaufuna og vasaklútinn, sem eru sömuleiðis navy blá með bleikum bóndarósum, uppáhalds blóminu mín og ég keypti af breskri herrafataverslun. Þó að við séum ekki trúuð finnst okkur samt mikilvægt að staðfesta sambandið okkar á þennan hátt, ekki bara upp á praktísku málin heldur líka vildum við deila ástinni okkar með vinum okkar og fjölskyldu. Svo er ég mögulega MESTA stemningsmanneskja allra tíma og gjörsamlega elska að skipuleggja og halda veislur, elska að vera miðpunktur athyglinnar og vissi frá því að ég var lítil stelpa að mig langaði að halda svona, nákvæmlega svona, ástarfögnuð! Silja er gríðarlega mikil stemningsmanneskja.Aðsend Silja og yngri systir hennar Heiða Hlín. Aðsend Sólin skein á brúðkaupsdaginn.Aðsend Skál í boðinu!Aðsend Það var mikið hlegið!Aðsend
Brúðkaup Ástin og lífið Samkvæmislífið Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Fleiri fréttir Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Sjá meira