Formúla 1

Russell dæmdur úr leik og Hamilton fagnar sigri í Belgíu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Mercedes-mennirnir komu fyrstir í mark, en aðeins annar þeirra fékk þó stig í belgíska kappakstrinum í dag.
Mercedes-mennirnir komu fyrstir í mark, en aðeins annar þeirra fékk þó stig í belgíska kappakstrinum í dag. Dean Mouhtaropoulos/Getty Images

Mercedes-mennirnir George Russell og Lewis Hamilton komu fyrstir í mark í belgíska kappakstrinum í Formúlu 1 í dag.

Russell fór óvanalega leið á Spa-Francorchamps brautinn í Belgíu í dag og stoppaði aðeins einu sinni, á meðan aðrið ökumenn stoppuðu að minnsta kosti tvisvar. Hann hélt liðsfélaga sínum, Lewis Hamilton, í skefjum í lok keppninnar og kom að lokum fyrstur í mark.

Hamilton varð hins vegar annar og Oscar Piastri varð þriðji.

Um tveimur og hálfri klukkustund eftir keppni birtist hins vegar tilkynning frá Formúlu 1. Komið hafði í ljós að bíll Russell hafi mælst einu og hálfu kílói of léttur eftir keppni og því hafi Russell verið dæmdur úr leik.

Það er því Lewis Hamilton sem fær fullt hús stiga eftir belgíska kappaksturinn, en liðsfélagi hans gengur stigalaus frá keppninni.

Dómurinn þýðir einnig að Oscar Piastri færist upp í annað sæti og Charles Leclerc á Ferrari upp í það þriðja. Heimsmeistarinn Max Verstappen, sem kom fimmti í mark, er því í fjórða sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×