Björtu stjörnurnar frá Suður-Súdan komnar á blað á Ólympíuleikunum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. júlí 2024 14:15 Það var eðlilega mikil gleði í leikslok. Suður-Súdan Landslið Suður-Súdan í körfubolta vakti verðskuldaða athygli í aðdraganda Ólympíuleikanna sem nú fara fram í París þegar það þurfti stjörnuframmistöðu frá LeBron James til að tryggja Bandaríkjunum eins stigs sigur. Björtu stjörnurnar frá Suður-Súdan sýndu í dag það var engin tilviljun að liðið stóð í stjörnuliði Bandaríkjanna þegar það mætti Puerto Rico. Lið Suður-Súdan er með gælunafnið Björtu stjörnurnar og hefur unnið hug allra í heimalandinu sem og víðar um Afríku ef marka má frétt The Guardian. Battling early! pic.twitter.com/UrnpAZW4Gg— South Sudan Basketball (@SSBFed) July 28, 2024 Þjóðin er í 33. sæti heimslista FIBA, Alþjóðakörfuknattleikssambandsins, sem er afrek þar sem ekki eru neinir vellir innanhúss í landinu. Þá er vert að taka fram að Suður-Súdan er yngsta land í heimi en landsið fékk sjálfstæði árið 2011 eftir margra ára borgarstyrjöld. Tíð átök, fátækt og hungursneið eru þó enn vandamál sem Suður-Súdan glímir við. Þrátt fyrir að Suður-Súdan sé skipað sumu af hávaxnasta fólki í heimi má segja að Ólympíulið þeirra sé skipað flóttamönnum vegna ástandsins þar í landi. Luol Deng spilaði á sínum tíma fyrir Bretland og átti góðan feril í NBA-deildinni. Hann kemur upprunalega frá Suður-Súdan og hefur bæði þjálfað landsliðið sem og verið forseti körfuknattleiksambandsins þar í landi. Leikmenn liðsins eru nær allt flóttamenn eða þá menn sem fæddust erlendis eftir að foreldrar þeirra flúðu bágar aðstæður þar í landi. Þrátt fyrir allt þetta hefur lið Suður-Súdan vakið mikla athygli undanfarna daga, þá sérstaklega fyrir ótrúlega frammistöðu gegn stjörnuprýddu liði Bandaríkjanna. Vissulega var um vináttuleik að ræða en Bandaríkjamenn fögnuðu ógurlega þegar LeBron tókst að snúa leiknum þeim í hag, lokatölur 101-100. Suður-Súdan hefur haldið góðu gengi sínu áfram og vann frábæran ellefu stiga sigur á Puerto Rico í C-riðli Ólympíuleikanna, lokatölur 90-79. Um er að ræða fyrsta sigur þjóðarinnar á Ólympíuleikunum og hver veit nema þeir verði enn fleiri. HISTORY MADE!! 🇸🇸 pic.twitter.com/8qIYJeVE6h— South Sudan Basketball (@SSBFed) July 28, 2024 Carlik Jones, fyrrverandi leikmaður Dallas Mavericks, Denver Nuggets og Chicago Bulls, var stigahæstur með 22 stig ásamt því að taka 7 fráköst og gefa 6 stoðsendingar. Þar á eftir kom Bul Kuol, leikmaður Sydney Kings í Ástralíu, með 17 stig, 3 fráköst og jafn margar stoðsendingar. Þá skoraði Wenyen Gabriel 9 stig og tók 9 fráköst en hann hefur spilað fyrir lið á borð við Sacramento Kings, Portland Trail Blazers, New Orleans Pelicans, Brooklyn Nets, Los Angeles Lakers og Clippers ásamt Memphis Grizzlies. Körfubolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sjá meira
Björtu stjörnurnar frá Suður-Súdan sýndu í dag það var engin tilviljun að liðið stóð í stjörnuliði Bandaríkjanna þegar það mætti Puerto Rico. Lið Suður-Súdan er með gælunafnið Björtu stjörnurnar og hefur unnið hug allra í heimalandinu sem og víðar um Afríku ef marka má frétt The Guardian. Battling early! pic.twitter.com/UrnpAZW4Gg— South Sudan Basketball (@SSBFed) July 28, 2024 Þjóðin er í 33. sæti heimslista FIBA, Alþjóðakörfuknattleikssambandsins, sem er afrek þar sem ekki eru neinir vellir innanhúss í landinu. Þá er vert að taka fram að Suður-Súdan er yngsta land í heimi en landsið fékk sjálfstæði árið 2011 eftir margra ára borgarstyrjöld. Tíð átök, fátækt og hungursneið eru þó enn vandamál sem Suður-Súdan glímir við. Þrátt fyrir að Suður-Súdan sé skipað sumu af hávaxnasta fólki í heimi má segja að Ólympíulið þeirra sé skipað flóttamönnum vegna ástandsins þar í landi. Luol Deng spilaði á sínum tíma fyrir Bretland og átti góðan feril í NBA-deildinni. Hann kemur upprunalega frá Suður-Súdan og hefur bæði þjálfað landsliðið sem og verið forseti körfuknattleiksambandsins þar í landi. Leikmenn liðsins eru nær allt flóttamenn eða þá menn sem fæddust erlendis eftir að foreldrar þeirra flúðu bágar aðstæður þar í landi. Þrátt fyrir allt þetta hefur lið Suður-Súdan vakið mikla athygli undanfarna daga, þá sérstaklega fyrir ótrúlega frammistöðu gegn stjörnuprýddu liði Bandaríkjanna. Vissulega var um vináttuleik að ræða en Bandaríkjamenn fögnuðu ógurlega þegar LeBron tókst að snúa leiknum þeim í hag, lokatölur 101-100. Suður-Súdan hefur haldið góðu gengi sínu áfram og vann frábæran ellefu stiga sigur á Puerto Rico í C-riðli Ólympíuleikanna, lokatölur 90-79. Um er að ræða fyrsta sigur þjóðarinnar á Ólympíuleikunum og hver veit nema þeir verði enn fleiri. HISTORY MADE!! 🇸🇸 pic.twitter.com/8qIYJeVE6h— South Sudan Basketball (@SSBFed) July 28, 2024 Carlik Jones, fyrrverandi leikmaður Dallas Mavericks, Denver Nuggets og Chicago Bulls, var stigahæstur með 22 stig ásamt því að taka 7 fráköst og gefa 6 stoðsendingar. Þar á eftir kom Bul Kuol, leikmaður Sydney Kings í Ástralíu, með 17 stig, 3 fráköst og jafn margar stoðsendingar. Þá skoraði Wenyen Gabriel 9 stig og tók 9 fráköst en hann hefur spilað fyrir lið á borð við Sacramento Kings, Portland Trail Blazers, New Orleans Pelicans, Brooklyn Nets, Los Angeles Lakers og Clippers ásamt Memphis Grizzlies.
Körfubolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sjá meira