Áhyggjur af gasmengun vegna jökulhlaups Eiður Þór Árnason skrifar 27. júlí 2024 12:28 Jökulhlaup er hafið í Skálm. vísir/vilhelm Útlit er fyrir að jökulhlaup sé hafið við Mýrdalsjökul og er fólki er ráðlagt frá því að vera á ferli nærri upptökum Múlakvíslar og við Kötlujökul. Mestar áhyggjur eru af gasmengun. Hringvegur um Mýrdalssand er lokaður til austurs vegna vatns sem flæðir yfir hann úr ánni Skálm. „Við sjáum núna að rafleiðni er byrjuð að aukast til muna og vatnshæð líka í Skálm þannig líklega er þetta að skila sér í austurátt frá Kötlujökli og það virðist vera að hefjast jökulhlaup núna,” sagði Einar Hjörleifsson, náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við fréttastofu á öðrum tímanum. Vatnið sé að koma út við Skálm, austan við Mýrdalsjökul og líkur séu taldar á því að meginflaumur vatnsins komi úr Kötlujökli. Mest hætta við Kötlujökul og Emstrur Einar segir það árlegan viðburð að katlar tæmi sig við Mýrdalsjökul en atburðirnir valdi sjaldan stóru jökulhlaupi. „Síðast var stóratburður í Skálm 2011 sem varði í nokkrar klukkustundir. Mesta hættan sem stafar af þessu er nærri jökulsporðunum þar sem jökulvatnið geisar út.“ Þar fylgi mikil gasmengun og geti verið hættulegt fyrir fólk að vera í lægðum í landslaginu nálægt jökulsporðunum þar sem gasið safnast saman. Veðurstofan hefur verið í samskiptum við almannavarnir sem hefur unnið með lögreglu og ferðaþjónustuaðilum á svæðinu við að upplýsa fólk um stöðuna. Mestar áhyggjur eru af ferðafólki við Kötlujökul í austanverðum Mýrdalsjökli og Emstrur. Sáu fyrst merki í gærkvöldi „Í gærkvöldi sáum við að það jókst aðeins órói á nokkrum stöðum umhverfis Mýrdalsjökul og svo tókum við eftir því í nótt og undir morgun að mæld rafleiðni hækkaði mikið í Skálm sem er austan Mýrdalsjökuls sem gaf til kynna að meira jarðhitavatn væri að renna í Skálm. Svo sáum við í morgun klukkan átta að órói fór að aukast aftur mikið í kringum stöðvarnar í kringum Mýrdalsjökul sem bendir til að þar séu katlar búnir að tæma sig,“ segir Einar. Fréttin var uppfærð klukkan 13:30 með upplýsingum um að jökulhlaup virtist vera hafið. Eldgos og jarðhræringar Jöklar á Íslandi Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Fleiri fréttir Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Sjá meira
„Við sjáum núna að rafleiðni er byrjuð að aukast til muna og vatnshæð líka í Skálm þannig líklega er þetta að skila sér í austurátt frá Kötlujökli og það virðist vera að hefjast jökulhlaup núna,” sagði Einar Hjörleifsson, náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við fréttastofu á öðrum tímanum. Vatnið sé að koma út við Skálm, austan við Mýrdalsjökul og líkur séu taldar á því að meginflaumur vatnsins komi úr Kötlujökli. Mest hætta við Kötlujökul og Emstrur Einar segir það árlegan viðburð að katlar tæmi sig við Mýrdalsjökul en atburðirnir valdi sjaldan stóru jökulhlaupi. „Síðast var stóratburður í Skálm 2011 sem varði í nokkrar klukkustundir. Mesta hættan sem stafar af þessu er nærri jökulsporðunum þar sem jökulvatnið geisar út.“ Þar fylgi mikil gasmengun og geti verið hættulegt fyrir fólk að vera í lægðum í landslaginu nálægt jökulsporðunum þar sem gasið safnast saman. Veðurstofan hefur verið í samskiptum við almannavarnir sem hefur unnið með lögreglu og ferðaþjónustuaðilum á svæðinu við að upplýsa fólk um stöðuna. Mestar áhyggjur eru af ferðafólki við Kötlujökul í austanverðum Mýrdalsjökli og Emstrur. Sáu fyrst merki í gærkvöldi „Í gærkvöldi sáum við að það jókst aðeins órói á nokkrum stöðum umhverfis Mýrdalsjökul og svo tókum við eftir því í nótt og undir morgun að mæld rafleiðni hækkaði mikið í Skálm sem er austan Mýrdalsjökuls sem gaf til kynna að meira jarðhitavatn væri að renna í Skálm. Svo sáum við í morgun klukkan átta að órói fór að aukast aftur mikið í kringum stöðvarnar í kringum Mýrdalsjökul sem bendir til að þar séu katlar búnir að tæma sig,“ segir Einar. Fréttin var uppfærð klukkan 13:30 með upplýsingum um að jökulhlaup virtist vera hafið.
Eldgos og jarðhræringar Jöklar á Íslandi Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Fleiri fréttir Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Sjá meira