Fyrsta lagið sem Nýdönsk gefur út í þrjú ár Máni Snær Þorláksson skrifar 26. júlí 2024 11:56 Nýdönsk hefur gefið út nýtt lag í fyrsta skipti í þrjú ár. Von er á nýrri plötu á næstu mánuðum. Nýdönsk Hljómsveitin Nýdönsk sendir frá sér nýtt lag í dag. Lagið ber heitið Fullkomið farartæki en von er á nýrri hljómplötu frá sveitinni á næstu mánuðum. Nýdönsk skipa nú sem fyrr þeir Björn Jörundur, Daníel Ágúst, Jón Ólafsson, Ólafur Hólm og Stefán Hjörleifsson. Höfundar lagsins Fullkomið farartæki eru þeir Björn og Daníel. Hljóðupptaka og hljóðblöndun var unnin af Katie May. Hljómsveitin er nýkomin að utan en drengirnir hafa dvalið á Englandi um hríð ásamt gítarleikaranum Guðmundi Péturssyni. Þar voru þeir í hljóðveri Peter Gabriel, sem kallast Real World, en það er staðsett í sveit á Suður-Englandi. „Ný hljómplata mun líta dagsins ljós á næstu mánuðum og má segja að Fullkomið farartæki sé ágætis forréttur áður en aðalrétturinn verður borinn á borð fyrir hungraða aðdáendur sveitarinnar,“ segir í tilkynningu um lagið. Þrjú ár eru síðan Nýdönsk gaf síðast út lag og enn lengra síðan síðasta plata þeirra leit dagsins ljós. Það var platan Á plánetunni jörð en hún kom út fyrir sjö árum síðan og hlaut fern verðlaun á íslensku tónlistarverðlaununum Nýdönsk mun halda sína árlegu tónleika í Eldborg þann 21.september næstkomandi og viku síðar í Hofi á Akureyri. Tónlist Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Nýdönsk skipa nú sem fyrr þeir Björn Jörundur, Daníel Ágúst, Jón Ólafsson, Ólafur Hólm og Stefán Hjörleifsson. Höfundar lagsins Fullkomið farartæki eru þeir Björn og Daníel. Hljóðupptaka og hljóðblöndun var unnin af Katie May. Hljómsveitin er nýkomin að utan en drengirnir hafa dvalið á Englandi um hríð ásamt gítarleikaranum Guðmundi Péturssyni. Þar voru þeir í hljóðveri Peter Gabriel, sem kallast Real World, en það er staðsett í sveit á Suður-Englandi. „Ný hljómplata mun líta dagsins ljós á næstu mánuðum og má segja að Fullkomið farartæki sé ágætis forréttur áður en aðalrétturinn verður borinn á borð fyrir hungraða aðdáendur sveitarinnar,“ segir í tilkynningu um lagið. Þrjú ár eru síðan Nýdönsk gaf síðast út lag og enn lengra síðan síðasta plata þeirra leit dagsins ljós. Það var platan Á plánetunni jörð en hún kom út fyrir sjö árum síðan og hlaut fern verðlaun á íslensku tónlistarverðlaununum Nýdönsk mun halda sína árlegu tónleika í Eldborg þann 21.september næstkomandi og viku síðar í Hofi á Akureyri.
Tónlist Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira