Trinity Rodman sýndi trixið sitt á stóra sviðinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. júlí 2024 16:30 Trinity Rodman tekur Trin Spin. Skömmu síðar lá boltinn í netinu. getty/Brad Smith Trinity Rodman var á skotskónum þegar Bandaríkin sigruðu Sambíu, 3-0, í fótboltakeppni Ólympíuleikanna í gær. Markið kom eftir frábæra gabbhreyfingu sem er nefnd eftir henni. Rodman lék sinn fyrsta leik á Ólympíuleikunum í gær en ekki var að sjá að hún væri stressuð, allra síst á 17. mínútu þegar hún kom bandaríska liðinu yfir. Rodman fékk þá boltann frá Lindsey Horan, sneri frábærlega og setti boltann svo framhjá markverði Sambíu, Ngambo Musole. Gabbhreyfingin sem Rodman tók er nefnd eftir henni; Trin Spin. „Þetta var bara eðlisávísunin því ég hef eiginlega ekkert æft þetta. En þetta virkaði fullkomlega,“ sagði Rodman eftir leikinn í gær. „Ég vissi að ef ég tæki snertingu fyrir framan mig myndi ég komast í átt að markinu. Ég reyndi að koma varnarmanninum úr jafnvægi sem heppnaðist þannig að ég er ánægð.“ Mallory Swanson bætti tveimur mörkum við með 66 sekúndna millibili áður en Pauline Zulu, leikmaður Sambíu, var rekin af velli á 34. mínútu. Sigur Bandaríkjanna var afar öruggur og sannfærandi en þetta var fyrsti keppnisleikur liðsins undir stjórn Emmu Hayes. Bandaríkin eru með þrjú stig í B-riðli líkt og Þýskaland sem vann 3-0 sigur á Ástralíu í gær. Á sunnudaginn mætast Bandaríkjamenn og Þjóðverjar. Rodman, sem er dóttir körfuboltagoðsins sérlundaða Dennis Rodman, hefur leikið 41 landsleik og skorað átta mörk. Hún leikur með Washington Spirit í Bandaríkjunum. Ólympíuleikar 2024 í París Fótbolti Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Sjá meira
Rodman lék sinn fyrsta leik á Ólympíuleikunum í gær en ekki var að sjá að hún væri stressuð, allra síst á 17. mínútu þegar hún kom bandaríska liðinu yfir. Rodman fékk þá boltann frá Lindsey Horan, sneri frábærlega og setti boltann svo framhjá markverði Sambíu, Ngambo Musole. Gabbhreyfingin sem Rodman tók er nefnd eftir henni; Trin Spin. „Þetta var bara eðlisávísunin því ég hef eiginlega ekkert æft þetta. En þetta virkaði fullkomlega,“ sagði Rodman eftir leikinn í gær. „Ég vissi að ef ég tæki snertingu fyrir framan mig myndi ég komast í átt að markinu. Ég reyndi að koma varnarmanninum úr jafnvægi sem heppnaðist þannig að ég er ánægð.“ Mallory Swanson bætti tveimur mörkum við með 66 sekúndna millibili áður en Pauline Zulu, leikmaður Sambíu, var rekin af velli á 34. mínútu. Sigur Bandaríkjanna var afar öruggur og sannfærandi en þetta var fyrsti keppnisleikur liðsins undir stjórn Emmu Hayes. Bandaríkin eru með þrjú stig í B-riðli líkt og Þýskaland sem vann 3-0 sigur á Ástralíu í gær. Á sunnudaginn mætast Bandaríkjamenn og Þjóðverjar. Rodman, sem er dóttir körfuboltagoðsins sérlundaða Dennis Rodman, hefur leikið 41 landsleik og skorað átta mörk. Hún leikur með Washington Spirit í Bandaríkjunum.
Ólympíuleikar 2024 í París Fótbolti Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Sjá meira