Bordeaux er gjaldþrota og verður áhugamannalið Siggeir Ævarsson skrifar 26. júlí 2024 07:00 Tímabilið 2018-19 lék liðið í Evrópukeppni félagsliða en síðan þá hefur fjarað hratt undan málum. Vísir/EPA-EFE/ANATOLY MALTSEV Franska liðið FC Girondins de Bordeaux, sem er sjötta sigursælasta lið í sögu franskrar knattspyrnu, hefur verið lýst gjaldþrota og mun leika frönsku C-deildinni í haust, sem er hálf-atvinnumannadeild. Bordeaux hefur alls unnið frönsku úrvalsdeildina, Ligue 1, sex sinnum, síðast árið 2009. Liðið komst í kjölfarið í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar árið eftir en síðan þá hefur hallað undan fæti. Gus Poyet tók við þjálfun liðsins í janúar 2018 og stýrði liðinu í 6. sæti sem tryggði því þátttökurétt í Evrópukeppni. Hann var rekinn frá liðinu í ágúst sama ár eftir að Gaëtan Laborde var seldur til Montpellier án samráðs við hann. Gagnrýndi hans stjórnun liðsins opinberlega og var í kjölfarið látinn taka pokann sinn. Tímabilið 2020-21 gekk fátt upp hjá liðinu sem endaði í 12. sæti en til að bíta höfuðið af skömminni lýsti liðið yfir gjaldþroti og var í kjölfarið sett í fjárhagslega gjörgæslu. Liðið fékk að halda sæti sínu í efstu deild þrátt fyrir fjárhagsörðugleika en endaði í neðsta sæti vorið eftir. Franska knattspyrnusambandið dæmdi liðið niður í C-deild í kjölfarið vegna fjármálaóreiðu en forsvarsmenn Bordeaux áfrýjuðu og liðið fékk að leika í B-deildinni. En nú er komið að skuldadögum. Vonir stóðu til að eigendur Liverpool, Fenway Sports Group (FSG), myndu kaupa klúbbinn en þær viðræður hafa nú siglt í strand og forsvarmenn Bordeaux hafa ákveðið að aðhafast ekki frekar og reyna að byggja liðið upp frá grunni. Bordeaux er því ekki atvinnumannalið lengur og allir leikmenn liðsins eru lausir undan samningum sínum. Markmið liðsins er að hlúa að ungum og upprennandi leikmönnum, sem gæti þó reynst erfitt þar sem æfingasvæði liðsins og akademía þess loka í kjölfar þessara aðgerða. Nokkrir af bestu leikmönnum Frakka hafa einmitt komið upp í gegnum téða akademíu. Þeirra frægastur er sennilega Zinédine Zidane, en þá má einnig nefna leikmenn eins og Bixente Lizarazu, Jules Koundé og Aurélien Tchouaméni. Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Sjá meira
Bordeaux hefur alls unnið frönsku úrvalsdeildina, Ligue 1, sex sinnum, síðast árið 2009. Liðið komst í kjölfarið í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar árið eftir en síðan þá hefur hallað undan fæti. Gus Poyet tók við þjálfun liðsins í janúar 2018 og stýrði liðinu í 6. sæti sem tryggði því þátttökurétt í Evrópukeppni. Hann var rekinn frá liðinu í ágúst sama ár eftir að Gaëtan Laborde var seldur til Montpellier án samráðs við hann. Gagnrýndi hans stjórnun liðsins opinberlega og var í kjölfarið látinn taka pokann sinn. Tímabilið 2020-21 gekk fátt upp hjá liðinu sem endaði í 12. sæti en til að bíta höfuðið af skömminni lýsti liðið yfir gjaldþroti og var í kjölfarið sett í fjárhagslega gjörgæslu. Liðið fékk að halda sæti sínu í efstu deild þrátt fyrir fjárhagsörðugleika en endaði í neðsta sæti vorið eftir. Franska knattspyrnusambandið dæmdi liðið niður í C-deild í kjölfarið vegna fjármálaóreiðu en forsvarsmenn Bordeaux áfrýjuðu og liðið fékk að leika í B-deildinni. En nú er komið að skuldadögum. Vonir stóðu til að eigendur Liverpool, Fenway Sports Group (FSG), myndu kaupa klúbbinn en þær viðræður hafa nú siglt í strand og forsvarmenn Bordeaux hafa ákveðið að aðhafast ekki frekar og reyna að byggja liðið upp frá grunni. Bordeaux er því ekki atvinnumannalið lengur og allir leikmenn liðsins eru lausir undan samningum sínum. Markmið liðsins er að hlúa að ungum og upprennandi leikmönnum, sem gæti þó reynst erfitt þar sem æfingasvæði liðsins og akademía þess loka í kjölfar þessara aðgerða. Nokkrir af bestu leikmönnum Frakka hafa einmitt komið upp í gegnum téða akademíu. Þeirra frægastur er sennilega Zinédine Zidane, en þá má einnig nefna leikmenn eins og Bixente Lizarazu, Jules Koundé og Aurélien Tchouaméni.
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Sjá meira