Bordeaux er gjaldþrota og verður áhugamannalið Siggeir Ævarsson skrifar 26. júlí 2024 07:00 Tímabilið 2018-19 lék liðið í Evrópukeppni félagsliða en síðan þá hefur fjarað hratt undan málum. Vísir/EPA-EFE/ANATOLY MALTSEV Franska liðið FC Girondins de Bordeaux, sem er sjötta sigursælasta lið í sögu franskrar knattspyrnu, hefur verið lýst gjaldþrota og mun leika frönsku C-deildinni í haust, sem er hálf-atvinnumannadeild. Bordeaux hefur alls unnið frönsku úrvalsdeildina, Ligue 1, sex sinnum, síðast árið 2009. Liðið komst í kjölfarið í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar árið eftir en síðan þá hefur hallað undan fæti. Gus Poyet tók við þjálfun liðsins í janúar 2018 og stýrði liðinu í 6. sæti sem tryggði því þátttökurétt í Evrópukeppni. Hann var rekinn frá liðinu í ágúst sama ár eftir að Gaëtan Laborde var seldur til Montpellier án samráðs við hann. Gagnrýndi hans stjórnun liðsins opinberlega og var í kjölfarið látinn taka pokann sinn. Tímabilið 2020-21 gekk fátt upp hjá liðinu sem endaði í 12. sæti en til að bíta höfuðið af skömminni lýsti liðið yfir gjaldþroti og var í kjölfarið sett í fjárhagslega gjörgæslu. Liðið fékk að halda sæti sínu í efstu deild þrátt fyrir fjárhagsörðugleika en endaði í neðsta sæti vorið eftir. Franska knattspyrnusambandið dæmdi liðið niður í C-deild í kjölfarið vegna fjármálaóreiðu en forsvarsmenn Bordeaux áfrýjuðu og liðið fékk að leika í B-deildinni. En nú er komið að skuldadögum. Vonir stóðu til að eigendur Liverpool, Fenway Sports Group (FSG), myndu kaupa klúbbinn en þær viðræður hafa nú siglt í strand og forsvarmenn Bordeaux hafa ákveðið að aðhafast ekki frekar og reyna að byggja liðið upp frá grunni. Bordeaux er því ekki atvinnumannalið lengur og allir leikmenn liðsins eru lausir undan samningum sínum. Markmið liðsins er að hlúa að ungum og upprennandi leikmönnum, sem gæti þó reynst erfitt þar sem æfingasvæði liðsins og akademía þess loka í kjölfar þessara aðgerða. Nokkrir af bestu leikmönnum Frakka hafa einmitt komið upp í gegnum téða akademíu. Þeirra frægastur er sennilega Zinédine Zidane, en þá má einnig nefna leikmenn eins og Bixente Lizarazu, Jules Koundé og Aurélien Tchouaméni. Fótbolti Franski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira
Bordeaux hefur alls unnið frönsku úrvalsdeildina, Ligue 1, sex sinnum, síðast árið 2009. Liðið komst í kjölfarið í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar árið eftir en síðan þá hefur hallað undan fæti. Gus Poyet tók við þjálfun liðsins í janúar 2018 og stýrði liðinu í 6. sæti sem tryggði því þátttökurétt í Evrópukeppni. Hann var rekinn frá liðinu í ágúst sama ár eftir að Gaëtan Laborde var seldur til Montpellier án samráðs við hann. Gagnrýndi hans stjórnun liðsins opinberlega og var í kjölfarið látinn taka pokann sinn. Tímabilið 2020-21 gekk fátt upp hjá liðinu sem endaði í 12. sæti en til að bíta höfuðið af skömminni lýsti liðið yfir gjaldþroti og var í kjölfarið sett í fjárhagslega gjörgæslu. Liðið fékk að halda sæti sínu í efstu deild þrátt fyrir fjárhagsörðugleika en endaði í neðsta sæti vorið eftir. Franska knattspyrnusambandið dæmdi liðið niður í C-deild í kjölfarið vegna fjármálaóreiðu en forsvarsmenn Bordeaux áfrýjuðu og liðið fékk að leika í B-deildinni. En nú er komið að skuldadögum. Vonir stóðu til að eigendur Liverpool, Fenway Sports Group (FSG), myndu kaupa klúbbinn en þær viðræður hafa nú siglt í strand og forsvarmenn Bordeaux hafa ákveðið að aðhafast ekki frekar og reyna að byggja liðið upp frá grunni. Bordeaux er því ekki atvinnumannalið lengur og allir leikmenn liðsins eru lausir undan samningum sínum. Markmið liðsins er að hlúa að ungum og upprennandi leikmönnum, sem gæti þó reynst erfitt þar sem æfingasvæði liðsins og akademía þess loka í kjölfar þessara aðgerða. Nokkrir af bestu leikmönnum Frakka hafa einmitt komið upp í gegnum téða akademíu. Þeirra frægastur er sennilega Zinédine Zidane, en þá má einnig nefna leikmenn eins og Bixente Lizarazu, Jules Koundé og Aurélien Tchouaméni.
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira