Litlu fyrirtækin: Upplifa sjálfbærni sem aukavinnu og vesen Rakel Sveinsdóttir skrifar 16. ágúst 2024 07:00 Flest íslensk fyrirtæki eru lítil og meðalstór en mismunandi kröfur stórra fyrirtækja til þeirra, gerir það að verkum að mörg lítil fyrirtæki upplifa sjálfbærnistarfið sem vinnu og vesen frekar en virði segir Ketill Berg Magnússon, mannauðsstjóri Marel í Norður Evrópu og einn af gestgjöfum Sjálfbærniskóla Opna háskólans. Vísir/Arnar Halldórsson Ketill Berg Magnússon, mannauðsstjóri Marel í Norður Evrópu og einn af gestgjöfum Sjálfbærniskóla Opna háskólans, segir sjálfbærni nú þegar farna að hafa mikil áhrif á lítil fyrirtæki. En þó er ákveðið millibilsástand uppi. Vinur minn sem rekur verkfræðifyrirtæki sagði mér um daginn að honum litist ekkert á þessa sjálfbærniumræðu. Eina sem honum finnst þetta þýða fyrir hans fyrirtæki er að þau þurfa að svara endalausum spurningum um umhverfismál og mannréttindi og fylla út mismunandi eyðublöð frá stórum fyrirtækjum þegar þau bjóða í verkefni. Þetta skapar bara aukna skriffinnsku fyrir okkur segir hann,“ nefnir Ketill sem dæmi um hvernig sjálbærniumræðan blasir við smærri fyrirtækjum. „Að mínu mati segir þessi upplifun vinar míns tvennt um sjálfbærni og lítil fyrirtæki. Í fyrsta lagi eru þetta staðfesting á því að sjálfbærni er nú þegar farin að hafa raunveruleg áhrif á lítil og stór fyrirtæki, og áhrif sjálfbærni á ekki eftir að minnka held ég,“ segir Ketill og bætir við: ,,Dæmið frá verkfræðifyrirtæki vinar míns sýnir líka að sjálfbærnistarf og kröfur til lítilla fyrirtækja er enn þá óþroskað og stór fyrirtæki hafa mismunandi leiðir til að tryggja að fyrirtæki sem þau eiga viðskipti við, sem oft eru litlir undirverktakar eða sérfræðifyrirtæki, hafi jákvæði áhrif á náttúruna og fólk.“ Mismunandi kröfur Ketill segir millibilsástandið í atvinnulífinu lýsa sér þannig að kröfurnar eru komnar fram um að fyrirtæki verði að sinna sjálfbærni, en enn ríki óvissa og ósamræmi í því hvernig lítil fyrirtæki eigi að koma upplýsingum um sjálfbærnistarf sitt á framfæri. „Nýjar sjálfbærni reglur ESB sem taka gildi á næstunni fókusa fyrst og fremst á að stórfyrirtæki sinni og greini frá í ársskýrslum sínum hvernig þau sinna sjálfbærni. Kröfur ESB til lítilla fyrirtækja um upplýsingagjöf er miklu minni, og svo gera stóru fyrirtækin kröfu til lítilla fyrirtækja,“ segir Ketill og bætir við: Þær kröfur eru ekki staðlaðar og því gera mismunandi stórfyrirtæki gert mismunandi kröfur um upplýsingagjöf til lítilla fyrirtækja, sem skapar meiri skriffinnsku fyrir þau litlu.“ Þetta segir Ketill ekki góða stöðu fyrir lítil fyrirtæki að vera í. „Þetta er í raun alvarlegt mál því fyrir vikið eru litlu fyrirtækin að upplifa sjálfbærni sem auka skriffinnsku, en ekki eitthvað sem skapar þeim virði.“ Ketill nefnir nokkur góð ráð sem geta hjálpað litlum fyrirtækjum í sjálfbærnistarfi sínu og létt undir og segir að í sumum tilfellum geti það líka verið kostur að vera lítið fyrirtæki fremur en stórt, það geti líka auðveldað vinnu og búið til ný vaxtartækifæri.Vísir/Arnar Halldórsson Góð ráð fyrir litlu fyrirtækin Ketill segir þekkingu á sjálfbærnireglum ESB geta hjálpað litlum fyrirtækjum. „Þó svo lítil fyrirtæki þurfi sjálf ekki að gefa út árlegar skýrslur um sjálfbærni, þá getur þekking þeirra á kröfunum sem gerðar eru til stærri fyrirtækja, auðveldað litlu fyrirtækjum að hafa tilbúnar staðlaðar upplýsingar um eigin sjálfbærnistarf.“ Þannig geti Evrópureglugerðin um sjálfbærni á endanum einfaldað sjálfbærnistarfið. „Vinur minn sem á verkfræðifyrirtækið gæti til dæmis bent á staðlaðar upplýsingar á vefsíðunni sinni í stað þess að fylla út mismunandi eyðublöð frá hinum og þessum stórfyrirtækjum.“ Ketill segir líka mikilvægt að lítil fyrirtæki sýni frumkvæði. „Til dæmis með því að vera með upplýsingar aðgengilegar um það hvernig þau tryggja velferð starfsfólks eða lágmarka kolefnisstarf sitt.“ Þá eru lítil fyrirtæki ekki undanþegin þeirri vinnu sem atvinnulífið um heim allan þarf að fara í gegnum: Að endurskoða alla starfsemina frá a-ö. „Lítil fyrirtæki geta byrjað á að endurskilgreina stefnu sína og framtíðarsýn með því að fá starfsfólk með í að finna út fyrir hverja þau eru að starfa og hvernig starfsemi þeirra styður nú þegar við sjálfbærni í heiminum.“ Í mörgum tilfellum getur smæðin hjálpað. Oft er slík stefnumótun auðveldari fyrir lítil fyrirtæki en stór. Það er auðvitað alltaf fjárfesting að fá fólk saman á vinnufund en það má líta á sjálfbærnistarf sem teymisþjálfun sem tryggir sterkari bönd við starfsfólkið því líklegt er að allt starfsfólk hafi skoðun á því hvernig starf þeirra geti mögulega bætt heiminn fyrir fólk.“ Ketill segir þessa vinnu vera fljóta að skila sér. „Þegar lítil fyrirtæki skoða hvaða hlutverk þau hafa í virðiskeðjunni í sínum geira geta þau komið auga á sjálfbærnilausnir sem þau geta boðið uppá. Oft geta lítil fyrirtæki tengt sjálfbærni við nýsköpun og þannig stuðal að meiri vexti.“ Þá segir hann lítil fyrirtæki sem setja sjálfbærni í forgang oft liprari og aðlögunarhæfari, sem gerir þeim kleift að bregðast hratt við breyttum kröfum og nýjum tækifærum. „Með því að setja sjálfbærni inn í DNA stefnu sinnar geta lítil fyrirtæki þróað sjálfbærar vörur, þjónustu og viðskiptamódel sem hjálpar þeim að vaxa.“ Ketill segir mörg önnur tækifæri geta falist í því fyrir lítil fyrirtæki að innleiða sjálfbærni í starfsemina. Að skapa sér samkeppnisforskot er eitt en eins getur margt í sjálfbærni leitt til kostnaðarsparnaðar og rekstrarhagkvæmni. „Til dæmis lækka útgjöld í kjölfar orkusparandi ráðstafana eða aðgerða sem stuðla að því að draga úr sóun og hámarka nýtingu auðlinda. Þarna fara sjálfbærni og arðsemi vel saman til lengri tíma litið.“ Á endanum sé aukin sjálfbærni allra hagur. Spurningin sé bara hvernig halda skuli af stað. „Bróðurpartur íslenskra fyrirtækja eru lítil eða meðalstór. Eigendur þeirra geta undirbúið sig með því að setja sjálfbærni á dagskrá og vinna það með starfsfólki sínu. Með því tileinka sér aðferðir sjálfbærni geta lítil fyrirtæki náð samkeppnisforskoti, sparað fé, ýtt undir nýsköpun, aukið orðspor sitt og haft jákvæð áhrif á samfélög sín. Sem áhrifavaldar lítilla hagkerfa og meistarar sjálfbærni geta lítil fyrirtæki knúið fram þýðingarmiklar breytingar og skapað bjartari framtíð fyrir fólk.“ Sjálfbærni Stjórnun Góðu ráðin Umhverfismál Tengdar fréttir Ofuráhersla á umhverfismálin þegar sjálfbærnin snýst í raun um fólk „Oft leggjum við ofur áherslu á umhverfisvernd þegar við ræðum sjálfbærni. Loftslagsváin er vissulega aðkallandi og nauðsynlegt að fyrirtæki minnki kolefnisfótspor sitt. En í grunninn snýst sjálfbærni í um fólk,“ segir Ketill Berg Magnússon, mannauðsstjóri Marel í Norður Evrópu og einn af gestgjöfum Sjálfbærniskólans í Opna háskólanum. 26. júlí 2024 07:00 Ástin laðar að: Lúpínugallabuxur markmið næsta árs „Ég hafði ekki hugmynd um hvað það væri langt á milli Blönduós og Skaftafells. Tók rútuna frá Blönduósi til Reykjavíkur og hann sótti mig þangað, búinn að keyra alla leið frá Skaftafelli til Reykjavíkur að sækja mig,“ segir Alice Sowa og hlær. 18. júlí 2024 07:01 Sjálfbærniskólinn: Mörg fyrirtæki að gera geggjað góða hluti án þess að átta sig á því „Það eru mörg fyrirtæki að gera geggjaða hluti nú þegar, án þess endilega að átta sig á því að margt af því telst nú þegar til sjálfbærninnar,“ segir Elva Rakel Jónsdóttir framkvæmdastjóri Festu og gestgjafi í Sjálfbærniskólanum sem hefst í haust í Opna háskólanum, Háskóla Reykjavíkur. 27. júní 2024 07:00 Hafa þróað kerfi til að auka á gagnsæi viðskipta með kolefniseiningar „Lögin eru mjög óljós hvað varðar kröfur um kolefnishlutleysi og hafa verið lengi. Fyrirtæki ráðast í aðgerðir til að kolefnisjafna, til dæmis með því að hafa samband við aðila sem eru ekki með vottun sem uppfyllir gæðakröfur, kaupa sér kolefniseiningar og fá upplýsingar um að þar með sé kolefnishlutleysi náð,“ segir Guðmundur Sigbergsson, einn eigenda International Carbon Registry (ICR). 24. júní 2024 07:00 „Ég einfaldlega spurði kennarann: Ertu ekki að djóka?!“ Þann 11.maí síðastliðinn, hélt París Anna Bergmann, sextán ára nemandi við Menntaskólann á Akureyri erindi á ráðstefnu félagi Ungra athafnakvenna, UAK. 27. maí 2024 07:01 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Sjá meira
En þó er ákveðið millibilsástand uppi. Vinur minn sem rekur verkfræðifyrirtæki sagði mér um daginn að honum litist ekkert á þessa sjálfbærniumræðu. Eina sem honum finnst þetta þýða fyrir hans fyrirtæki er að þau þurfa að svara endalausum spurningum um umhverfismál og mannréttindi og fylla út mismunandi eyðublöð frá stórum fyrirtækjum þegar þau bjóða í verkefni. Þetta skapar bara aukna skriffinnsku fyrir okkur segir hann,“ nefnir Ketill sem dæmi um hvernig sjálbærniumræðan blasir við smærri fyrirtækjum. „Að mínu mati segir þessi upplifun vinar míns tvennt um sjálfbærni og lítil fyrirtæki. Í fyrsta lagi eru þetta staðfesting á því að sjálfbærni er nú þegar farin að hafa raunveruleg áhrif á lítil og stór fyrirtæki, og áhrif sjálfbærni á ekki eftir að minnka held ég,“ segir Ketill og bætir við: ,,Dæmið frá verkfræðifyrirtæki vinar míns sýnir líka að sjálfbærnistarf og kröfur til lítilla fyrirtækja er enn þá óþroskað og stór fyrirtæki hafa mismunandi leiðir til að tryggja að fyrirtæki sem þau eiga viðskipti við, sem oft eru litlir undirverktakar eða sérfræðifyrirtæki, hafi jákvæði áhrif á náttúruna og fólk.“ Mismunandi kröfur Ketill segir millibilsástandið í atvinnulífinu lýsa sér þannig að kröfurnar eru komnar fram um að fyrirtæki verði að sinna sjálfbærni, en enn ríki óvissa og ósamræmi í því hvernig lítil fyrirtæki eigi að koma upplýsingum um sjálfbærnistarf sitt á framfæri. „Nýjar sjálfbærni reglur ESB sem taka gildi á næstunni fókusa fyrst og fremst á að stórfyrirtæki sinni og greini frá í ársskýrslum sínum hvernig þau sinna sjálfbærni. Kröfur ESB til lítilla fyrirtækja um upplýsingagjöf er miklu minni, og svo gera stóru fyrirtækin kröfu til lítilla fyrirtækja,“ segir Ketill og bætir við: Þær kröfur eru ekki staðlaðar og því gera mismunandi stórfyrirtæki gert mismunandi kröfur um upplýsingagjöf til lítilla fyrirtækja, sem skapar meiri skriffinnsku fyrir þau litlu.“ Þetta segir Ketill ekki góða stöðu fyrir lítil fyrirtæki að vera í. „Þetta er í raun alvarlegt mál því fyrir vikið eru litlu fyrirtækin að upplifa sjálfbærni sem auka skriffinnsku, en ekki eitthvað sem skapar þeim virði.“ Ketill nefnir nokkur góð ráð sem geta hjálpað litlum fyrirtækjum í sjálfbærnistarfi sínu og létt undir og segir að í sumum tilfellum geti það líka verið kostur að vera lítið fyrirtæki fremur en stórt, það geti líka auðveldað vinnu og búið til ný vaxtartækifæri.Vísir/Arnar Halldórsson Góð ráð fyrir litlu fyrirtækin Ketill segir þekkingu á sjálfbærnireglum ESB geta hjálpað litlum fyrirtækjum. „Þó svo lítil fyrirtæki þurfi sjálf ekki að gefa út árlegar skýrslur um sjálfbærni, þá getur þekking þeirra á kröfunum sem gerðar eru til stærri fyrirtækja, auðveldað litlu fyrirtækjum að hafa tilbúnar staðlaðar upplýsingar um eigin sjálfbærnistarf.“ Þannig geti Evrópureglugerðin um sjálfbærni á endanum einfaldað sjálfbærnistarfið. „Vinur minn sem á verkfræðifyrirtækið gæti til dæmis bent á staðlaðar upplýsingar á vefsíðunni sinni í stað þess að fylla út mismunandi eyðublöð frá hinum og þessum stórfyrirtækjum.“ Ketill segir líka mikilvægt að lítil fyrirtæki sýni frumkvæði. „Til dæmis með því að vera með upplýsingar aðgengilegar um það hvernig þau tryggja velferð starfsfólks eða lágmarka kolefnisstarf sitt.“ Þá eru lítil fyrirtæki ekki undanþegin þeirri vinnu sem atvinnulífið um heim allan þarf að fara í gegnum: Að endurskoða alla starfsemina frá a-ö. „Lítil fyrirtæki geta byrjað á að endurskilgreina stefnu sína og framtíðarsýn með því að fá starfsfólk með í að finna út fyrir hverja þau eru að starfa og hvernig starfsemi þeirra styður nú þegar við sjálfbærni í heiminum.“ Í mörgum tilfellum getur smæðin hjálpað. Oft er slík stefnumótun auðveldari fyrir lítil fyrirtæki en stór. Það er auðvitað alltaf fjárfesting að fá fólk saman á vinnufund en það má líta á sjálfbærnistarf sem teymisþjálfun sem tryggir sterkari bönd við starfsfólkið því líklegt er að allt starfsfólk hafi skoðun á því hvernig starf þeirra geti mögulega bætt heiminn fyrir fólk.“ Ketill segir þessa vinnu vera fljóta að skila sér. „Þegar lítil fyrirtæki skoða hvaða hlutverk þau hafa í virðiskeðjunni í sínum geira geta þau komið auga á sjálfbærnilausnir sem þau geta boðið uppá. Oft geta lítil fyrirtæki tengt sjálfbærni við nýsköpun og þannig stuðal að meiri vexti.“ Þá segir hann lítil fyrirtæki sem setja sjálfbærni í forgang oft liprari og aðlögunarhæfari, sem gerir þeim kleift að bregðast hratt við breyttum kröfum og nýjum tækifærum. „Með því að setja sjálfbærni inn í DNA stefnu sinnar geta lítil fyrirtæki þróað sjálfbærar vörur, þjónustu og viðskiptamódel sem hjálpar þeim að vaxa.“ Ketill segir mörg önnur tækifæri geta falist í því fyrir lítil fyrirtæki að innleiða sjálfbærni í starfsemina. Að skapa sér samkeppnisforskot er eitt en eins getur margt í sjálfbærni leitt til kostnaðarsparnaðar og rekstrarhagkvæmni. „Til dæmis lækka útgjöld í kjölfar orkusparandi ráðstafana eða aðgerða sem stuðla að því að draga úr sóun og hámarka nýtingu auðlinda. Þarna fara sjálfbærni og arðsemi vel saman til lengri tíma litið.“ Á endanum sé aukin sjálfbærni allra hagur. Spurningin sé bara hvernig halda skuli af stað. „Bróðurpartur íslenskra fyrirtækja eru lítil eða meðalstór. Eigendur þeirra geta undirbúið sig með því að setja sjálfbærni á dagskrá og vinna það með starfsfólki sínu. Með því tileinka sér aðferðir sjálfbærni geta lítil fyrirtæki náð samkeppnisforskoti, sparað fé, ýtt undir nýsköpun, aukið orðspor sitt og haft jákvæð áhrif á samfélög sín. Sem áhrifavaldar lítilla hagkerfa og meistarar sjálfbærni geta lítil fyrirtæki knúið fram þýðingarmiklar breytingar og skapað bjartari framtíð fyrir fólk.“
Sjálfbærni Stjórnun Góðu ráðin Umhverfismál Tengdar fréttir Ofuráhersla á umhverfismálin þegar sjálfbærnin snýst í raun um fólk „Oft leggjum við ofur áherslu á umhverfisvernd þegar við ræðum sjálfbærni. Loftslagsváin er vissulega aðkallandi og nauðsynlegt að fyrirtæki minnki kolefnisfótspor sitt. En í grunninn snýst sjálfbærni í um fólk,“ segir Ketill Berg Magnússon, mannauðsstjóri Marel í Norður Evrópu og einn af gestgjöfum Sjálfbærniskólans í Opna háskólanum. 26. júlí 2024 07:00 Ástin laðar að: Lúpínugallabuxur markmið næsta árs „Ég hafði ekki hugmynd um hvað það væri langt á milli Blönduós og Skaftafells. Tók rútuna frá Blönduósi til Reykjavíkur og hann sótti mig þangað, búinn að keyra alla leið frá Skaftafelli til Reykjavíkur að sækja mig,“ segir Alice Sowa og hlær. 18. júlí 2024 07:01 Sjálfbærniskólinn: Mörg fyrirtæki að gera geggjað góða hluti án þess að átta sig á því „Það eru mörg fyrirtæki að gera geggjaða hluti nú þegar, án þess endilega að átta sig á því að margt af því telst nú þegar til sjálfbærninnar,“ segir Elva Rakel Jónsdóttir framkvæmdastjóri Festu og gestgjafi í Sjálfbærniskólanum sem hefst í haust í Opna háskólanum, Háskóla Reykjavíkur. 27. júní 2024 07:00 Hafa þróað kerfi til að auka á gagnsæi viðskipta með kolefniseiningar „Lögin eru mjög óljós hvað varðar kröfur um kolefnishlutleysi og hafa verið lengi. Fyrirtæki ráðast í aðgerðir til að kolefnisjafna, til dæmis með því að hafa samband við aðila sem eru ekki með vottun sem uppfyllir gæðakröfur, kaupa sér kolefniseiningar og fá upplýsingar um að þar með sé kolefnishlutleysi náð,“ segir Guðmundur Sigbergsson, einn eigenda International Carbon Registry (ICR). 24. júní 2024 07:00 „Ég einfaldlega spurði kennarann: Ertu ekki að djóka?!“ Þann 11.maí síðastliðinn, hélt París Anna Bergmann, sextán ára nemandi við Menntaskólann á Akureyri erindi á ráðstefnu félagi Ungra athafnakvenna, UAK. 27. maí 2024 07:01 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Sjá meira
Ofuráhersla á umhverfismálin þegar sjálfbærnin snýst í raun um fólk „Oft leggjum við ofur áherslu á umhverfisvernd þegar við ræðum sjálfbærni. Loftslagsváin er vissulega aðkallandi og nauðsynlegt að fyrirtæki minnki kolefnisfótspor sitt. En í grunninn snýst sjálfbærni í um fólk,“ segir Ketill Berg Magnússon, mannauðsstjóri Marel í Norður Evrópu og einn af gestgjöfum Sjálfbærniskólans í Opna háskólanum. 26. júlí 2024 07:00
Ástin laðar að: Lúpínugallabuxur markmið næsta árs „Ég hafði ekki hugmynd um hvað það væri langt á milli Blönduós og Skaftafells. Tók rútuna frá Blönduósi til Reykjavíkur og hann sótti mig þangað, búinn að keyra alla leið frá Skaftafelli til Reykjavíkur að sækja mig,“ segir Alice Sowa og hlær. 18. júlí 2024 07:01
Sjálfbærniskólinn: Mörg fyrirtæki að gera geggjað góða hluti án þess að átta sig á því „Það eru mörg fyrirtæki að gera geggjaða hluti nú þegar, án þess endilega að átta sig á því að margt af því telst nú þegar til sjálfbærninnar,“ segir Elva Rakel Jónsdóttir framkvæmdastjóri Festu og gestgjafi í Sjálfbærniskólanum sem hefst í haust í Opna háskólanum, Háskóla Reykjavíkur. 27. júní 2024 07:00
Hafa þróað kerfi til að auka á gagnsæi viðskipta með kolefniseiningar „Lögin eru mjög óljós hvað varðar kröfur um kolefnishlutleysi og hafa verið lengi. Fyrirtæki ráðast í aðgerðir til að kolefnisjafna, til dæmis með því að hafa samband við aðila sem eru ekki með vottun sem uppfyllir gæðakröfur, kaupa sér kolefniseiningar og fá upplýsingar um að þar með sé kolefnishlutleysi náð,“ segir Guðmundur Sigbergsson, einn eigenda International Carbon Registry (ICR). 24. júní 2024 07:00
„Ég einfaldlega spurði kennarann: Ertu ekki að djóka?!“ Þann 11.maí síðastliðinn, hélt París Anna Bergmann, sextán ára nemandi við Menntaskólann á Akureyri erindi á ráðstefnu félagi Ungra athafnakvenna, UAK. 27. maí 2024 07:01