„Verða örugglega fleiri lögreglumenn en áhorfendur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 25. júlí 2024 12:00 Arnar Gunnlaugsson segir sína menn mæta reiða til leiks eftir þrjá erfiða leiki. Vísir/Arnar Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, segir sína menn mæta reiða til leiks í Evrópuleik kvöldsins við Egnatia frá Albaníu. Hann hefur litlar áhyggjur af hegðun fólks í stúkunni. Víkingur tapaði einvígi sínu við Shamrock Rovers frá Írlandi í forkeppni Meistaradeildarinnar í síðustu viku og færðist því yfir í Sambandsdeildina. Þá töpuðu Víkingar óvænt fyrir KA norðan heiða um helgina. Arnar segir sína menn hafa æft vel og farið vel yfir málin. „Þetta eru búnir að vera þungir leikir, síðustu þrír, og erfið úrslit. Við mætum reiðir til leiks. Þetta er búin að vera frábær æfingavika og við höfum talað opinskátt um hlutina. Það eru svona fimm prósent sem vantar hingað og þangað á öllum vígstöðum. Ég held við sjáum góða frammistöðu,“ segir Arnar. Evrópuleikir kvöldsins verða allir sýndur á rásum Stöðvar 2 Sport.Vísir/Sara En er ekki leiðinlegt að vera eina íslenska liðið sem tapaði Evrópueinvígi sínu? „Hin liðin gerðu ótrúlega vel og við klikkuðum bara á okkar verkefni. Það gerist bara í fótbolta. Frammistaðan var mjög góð í báðum leikjunum og reyndar á móti KA líka. Stundum taparu bara fótboltaleikjum. Þú reynir að finna ástæður fyrir því. Ég tel okkur hafa fundið þær ástæður,“ segir Arnar. Klippa: Mæta reiðir til leiks Hvernig lið er þetta sem Víkingar mæta í kvöld? „Þeir kunna flesta hluti mjög vel en eiga til að vera óagaðir í sínum leik. Taktískt að slökkva á sér og fara að hugsa um hvað er í kvöldmatinn í staðinn fyrir að klára leikinn í 90 mínútur. Sem Valur fékk ef til vill að kynnast. Á þeirra degi geta þeir verið virkilega öflugir og eru með tekníska leikmenn innanborðs,“ Arnar kveðst þá ekki hafa áhyggjur af látum í stúkunni. Upp úr sauð þegar albanskur mótherji kom síðast hingað til lands og mætti Val. UEFA hefur tekið fast á málum og lögregluviðvera verður í Víkinni, sem og á Kópavogsvelli, í kvöld. „Í gamla daga hefði maður haft áhyggjur. En í dag sendir UEFA eitt bréf og hótar því að lið spili ekki næstu áratugina ef menn láta svona. Mér skilst að viðureignin úti hjá Val hafi heppnast mjög vel. Svo er þetta high risk leikur í augum UEFA svo það verða hér örugglega fleiri lögreglumenn en áhorfendur á morgun. Ég hef engar áhyggjur,“ segir Arnar. Viðtalið við Arnar má sjá í spilaranum að ofan. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Erum búnir að skoða þá vel og það er fullt af fínum spilurum þarna“ „Gríðarlega mikil spenna. Klárlega, mér finnst við búnir að spila bara ágætlega undanfarið þó úrslitin hafi ekki verið að ganga með okkur. Þurfum bara að fá tuðruna í netið og þá held ég að við séum í góðum málum,“ sagði Aron Elís Þrándarsson, leikmaður Víkings, fyrir leik kvöldsins gegn Egnatia í undankeppni Sambandsdeildarinnar. 25. júlí 2024 09:00 Stjörnumenn úttroðnir af upplýsingum um næsta mótherja: „Það voru tveir fundir í gær“ Guðmundur Kristjánsson, fyrirliði Stjörnunnar, á von á því að leikirnir gegn Paide í forkeppni Sambandsdeildarinnar verði öðruvísi en leikirnir gegn Linfield. 24. júlí 2024 19:30 „Hér stígum við fast á bensíngjöfina og höldum henni í botni í níutíu mínútur plús“ Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, segir að Kópavogsliðið ætli ekki að vera með neitt hálfkák í leiknum gegn Drita frá Kósóvó í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu á morgun. 24. júlí 2024 22:30 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Enski boltinn Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Fleiri fréttir Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sjá meira
Víkingur tapaði einvígi sínu við Shamrock Rovers frá Írlandi í forkeppni Meistaradeildarinnar í síðustu viku og færðist því yfir í Sambandsdeildina. Þá töpuðu Víkingar óvænt fyrir KA norðan heiða um helgina. Arnar segir sína menn hafa æft vel og farið vel yfir málin. „Þetta eru búnir að vera þungir leikir, síðustu þrír, og erfið úrslit. Við mætum reiðir til leiks. Þetta er búin að vera frábær æfingavika og við höfum talað opinskátt um hlutina. Það eru svona fimm prósent sem vantar hingað og þangað á öllum vígstöðum. Ég held við sjáum góða frammistöðu,“ segir Arnar. Evrópuleikir kvöldsins verða allir sýndur á rásum Stöðvar 2 Sport.Vísir/Sara En er ekki leiðinlegt að vera eina íslenska liðið sem tapaði Evrópueinvígi sínu? „Hin liðin gerðu ótrúlega vel og við klikkuðum bara á okkar verkefni. Það gerist bara í fótbolta. Frammistaðan var mjög góð í báðum leikjunum og reyndar á móti KA líka. Stundum taparu bara fótboltaleikjum. Þú reynir að finna ástæður fyrir því. Ég tel okkur hafa fundið þær ástæður,“ segir Arnar. Klippa: Mæta reiðir til leiks Hvernig lið er þetta sem Víkingar mæta í kvöld? „Þeir kunna flesta hluti mjög vel en eiga til að vera óagaðir í sínum leik. Taktískt að slökkva á sér og fara að hugsa um hvað er í kvöldmatinn í staðinn fyrir að klára leikinn í 90 mínútur. Sem Valur fékk ef til vill að kynnast. Á þeirra degi geta þeir verið virkilega öflugir og eru með tekníska leikmenn innanborðs,“ Arnar kveðst þá ekki hafa áhyggjur af látum í stúkunni. Upp úr sauð þegar albanskur mótherji kom síðast hingað til lands og mætti Val. UEFA hefur tekið fast á málum og lögregluviðvera verður í Víkinni, sem og á Kópavogsvelli, í kvöld. „Í gamla daga hefði maður haft áhyggjur. En í dag sendir UEFA eitt bréf og hótar því að lið spili ekki næstu áratugina ef menn láta svona. Mér skilst að viðureignin úti hjá Val hafi heppnast mjög vel. Svo er þetta high risk leikur í augum UEFA svo það verða hér örugglega fleiri lögreglumenn en áhorfendur á morgun. Ég hef engar áhyggjur,“ segir Arnar. Viðtalið við Arnar má sjá í spilaranum að ofan.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Erum búnir að skoða þá vel og það er fullt af fínum spilurum þarna“ „Gríðarlega mikil spenna. Klárlega, mér finnst við búnir að spila bara ágætlega undanfarið þó úrslitin hafi ekki verið að ganga með okkur. Þurfum bara að fá tuðruna í netið og þá held ég að við séum í góðum málum,“ sagði Aron Elís Þrándarsson, leikmaður Víkings, fyrir leik kvöldsins gegn Egnatia í undankeppni Sambandsdeildarinnar. 25. júlí 2024 09:00 Stjörnumenn úttroðnir af upplýsingum um næsta mótherja: „Það voru tveir fundir í gær“ Guðmundur Kristjánsson, fyrirliði Stjörnunnar, á von á því að leikirnir gegn Paide í forkeppni Sambandsdeildarinnar verði öðruvísi en leikirnir gegn Linfield. 24. júlí 2024 19:30 „Hér stígum við fast á bensíngjöfina og höldum henni í botni í níutíu mínútur plús“ Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, segir að Kópavogsliðið ætli ekki að vera með neitt hálfkák í leiknum gegn Drita frá Kósóvó í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu á morgun. 24. júlí 2024 22:30 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Enski boltinn Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Fleiri fréttir Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sjá meira
„Erum búnir að skoða þá vel og það er fullt af fínum spilurum þarna“ „Gríðarlega mikil spenna. Klárlega, mér finnst við búnir að spila bara ágætlega undanfarið þó úrslitin hafi ekki verið að ganga með okkur. Þurfum bara að fá tuðruna í netið og þá held ég að við séum í góðum málum,“ sagði Aron Elís Þrándarsson, leikmaður Víkings, fyrir leik kvöldsins gegn Egnatia í undankeppni Sambandsdeildarinnar. 25. júlí 2024 09:00
Stjörnumenn úttroðnir af upplýsingum um næsta mótherja: „Það voru tveir fundir í gær“ Guðmundur Kristjánsson, fyrirliði Stjörnunnar, á von á því að leikirnir gegn Paide í forkeppni Sambandsdeildarinnar verði öðruvísi en leikirnir gegn Linfield. 24. júlí 2024 19:30
„Hér stígum við fast á bensíngjöfina og höldum henni í botni í níutíu mínútur plús“ Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, segir að Kópavogsliðið ætli ekki að vera með neitt hálfkák í leiknum gegn Drita frá Kósóvó í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu á morgun. 24. júlí 2024 22:30