Tekur ábyrgð á njósnunum og stýrir Kanada ekki í fyrsta leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. júlí 2024 23:30 Beverly Priestman gerði Kanada að Ólympíumeisturum á síðustu leikum. getty/Omar Vega Beverly Priestman stýrir kanadíska kvennalandsliðinu í fótbolta ekki í fyrsta leik þess á Ólympíuleikunum í París eftir að samstarfsfélagar hennar notuðu dróna til að njósna um æfingu mótherja morgundagsins, Nýja-Sjálands. Aðstoðarþjálfarinn Jasmine Mander og leikgreinandinn Joseph Lombardi hafa verið send heim af Ólympíuleikunum eftir þau notuðu dróna til að taka upp æfingu Nýja-Sjálands á mánudaginn. Ný-Sjálendingar sendu inn kvörtun til Alþjóða ólympíunefndarinnar vegna framgöngu Kanadamanna og Lombardi var í kjölfarið handtekinn. Þau Mander voru svo send heim frá Frakklandi. Kanadíska knattspyrnusambandið bað Ný-Sjálendinga afsökunar á njósnunum og Priestman ákvað aukinheldur að axla ábyrgð á gjörðum samstarfsfélaganna og ætlar ekki að stýra Kanada í leiknum gegn Nýja-Sjálandi á morgun. „Ég vil fyrst og síðast biðja leikmenn og starfsfólk Nýja-Sjálands afsökunar sem og leikmenn Kanada. Þetta endurspeglar ekki gildin sem lið okkar stendur fyrir. Þegar uppi er staðið er ég ábyrg fyrir framferði þeirra sem tilheyra okkar hóp,“ sagði Priestman. Kanada varð Ólympíumeistari í Tókýó fyrir þremur árum og á því titil að verja í París. Kanadíska liðið verður samt að spjara sig án Priestmans í fyrsta leiknum gegn Nýja-Sjálandi. Ólympíuleikar 2024 í París Fótbolti Mest lesið Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sjá meira
Aðstoðarþjálfarinn Jasmine Mander og leikgreinandinn Joseph Lombardi hafa verið send heim af Ólympíuleikunum eftir þau notuðu dróna til að taka upp æfingu Nýja-Sjálands á mánudaginn. Ný-Sjálendingar sendu inn kvörtun til Alþjóða ólympíunefndarinnar vegna framgöngu Kanadamanna og Lombardi var í kjölfarið handtekinn. Þau Mander voru svo send heim frá Frakklandi. Kanadíska knattspyrnusambandið bað Ný-Sjálendinga afsökunar á njósnunum og Priestman ákvað aukinheldur að axla ábyrgð á gjörðum samstarfsfélaganna og ætlar ekki að stýra Kanada í leiknum gegn Nýja-Sjálandi á morgun. „Ég vil fyrst og síðast biðja leikmenn og starfsfólk Nýja-Sjálands afsökunar sem og leikmenn Kanada. Þetta endurspeglar ekki gildin sem lið okkar stendur fyrir. Þegar uppi er staðið er ég ábyrg fyrir framferði þeirra sem tilheyra okkar hóp,“ sagði Priestman. Kanada varð Ólympíumeistari í Tókýó fyrir þremur árum og á því titil að verja í París. Kanadíska liðið verður samt að spjara sig án Priestmans í fyrsta leiknum gegn Nýja-Sjálandi.
Ólympíuleikar 2024 í París Fótbolti Mest lesið Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sjá meira