Mark dæmt af Argentínu löngu eftir leik: „Mesti sirkus sem ég hef orðið vitni að“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. júlí 2024 17:49 Argentínumenn fagna marki Cristians Medina sem var síðan dæmt af, löngu eftir leikinn gegn Marokkóum. getty/Tullio M. Puglia Jöfnunarmark Argentínu gegn Marokkó í fótboltakeppni karla á Ólympíuleikunum var dæmt af löngu eftir leik og þeir hvítu og bláu eru því stigalausir. Þjálfari argentínska liðsins segist aldrei hafa orðið vitni að öðru eins. Þegar sextán mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í leik Argentínu og Marokkós í Saint-Étienne dag jafnaði Cristian Medina metin í 2-2. Í kjölfarið brutust út ólæti; hlutum var kastað inn á völlinn og stuðningsmenn Marokkós hlupu inn á grasið. Leikurinn var síðan stöðvaður og liðin fóru til búningsherbergja á Stade Geoffroy-Guichard. Flestir héldu þá að leiknum væri lokið og það með 2-2 jafntefli. Svo reyndist ekki vera. Um klukkutíma eftir að ólætin brutust út sögðu mótshaldarar að leiknum væri nefnilega ekki lokið og klára þyrfti síðustu þrjár mínútur hans. Ekki nóg með það heldur var jöfnunarmarkið sem Medina skoraði dæmt af vegna rangstöðu eftir skoðun á myndbandi. Argentínu tókst ekki að jafna á þeim þremur mínútum sem átti eftir að leika og Marokkó hrósaði því 2-1 sigri í viðureign sem verður lengi í minnum höfð. Javier Mascherano er þjálfari argentínska Ólympíulandsliðsins og hann átti varla orð eftir leikinn í Saint-Étienne í dag. „Þetta er mesti sirkus sem ég hef orðið vitni að á lífsleiðinni,“ sagði Mascherano sem hefur nú upplifað eitt og annað á löngum ferli í fótboltanum. Eftir þennan langa leik og furðulegu atburðarrás er Marokkó með þrjú stig í B-riðli en Argentína ekki neitt. Þegar þetta er skrifað er hálfleikur í leik Úkraínu og Íraks í sama riðli. Staðan þar er markalaus. Ólympíuleikar 2024 í París Fótbolti Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Fleiri fréttir Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Sjá meira
Þegar sextán mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í leik Argentínu og Marokkós í Saint-Étienne dag jafnaði Cristian Medina metin í 2-2. Í kjölfarið brutust út ólæti; hlutum var kastað inn á völlinn og stuðningsmenn Marokkós hlupu inn á grasið. Leikurinn var síðan stöðvaður og liðin fóru til búningsherbergja á Stade Geoffroy-Guichard. Flestir héldu þá að leiknum væri lokið og það með 2-2 jafntefli. Svo reyndist ekki vera. Um klukkutíma eftir að ólætin brutust út sögðu mótshaldarar að leiknum væri nefnilega ekki lokið og klára þyrfti síðustu þrjár mínútur hans. Ekki nóg með það heldur var jöfnunarmarkið sem Medina skoraði dæmt af vegna rangstöðu eftir skoðun á myndbandi. Argentínu tókst ekki að jafna á þeim þremur mínútum sem átti eftir að leika og Marokkó hrósaði því 2-1 sigri í viðureign sem verður lengi í minnum höfð. Javier Mascherano er þjálfari argentínska Ólympíulandsliðsins og hann átti varla orð eftir leikinn í Saint-Étienne í dag. „Þetta er mesti sirkus sem ég hef orðið vitni að á lífsleiðinni,“ sagði Mascherano sem hefur nú upplifað eitt og annað á löngum ferli í fótboltanum. Eftir þennan langa leik og furðulegu atburðarrás er Marokkó með þrjú stig í B-riðli en Argentína ekki neitt. Þegar þetta er skrifað er hálfleikur í leik Úkraínu og Íraks í sama riðli. Staðan þar er markalaus.
Ólympíuleikar 2024 í París Fótbolti Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Fleiri fréttir Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti