Hinn 22 ára gamli Sinner greinir frá ákvörðun sinni á samfélagsmiðlum.
„Eftir góða æfingaviku þá fór mér að líða illa. Ég reyndi samt að æfa í nokkra daga en eftir heimsókn til læknis þá komst ég að því að ég væri með hálskirtlabólgu. Læknirinn ráðlagði mér að keppa ekki,“ skrifaði Sinner.
Hann segir að það séu mikil vonbrigði að missa af Ólympíuleikunum sem voru eitt af aðalmarkmiðum hans á árinu. Hann óskaði kollegum sínum góðs gengis og endaði á því að skrifa „Forza Italia“ eða „Áfram Ítalía“.
Sinner þótti líklegur til afreka á Ólympíuleikunum ásamt mönnum eins og þeim Carlos Alcaraz, Novak Djokovic og Casper Ruud.
Í byrjun ársins 2023 þá sat Sinner í fimmtánda sæti heimslistans en hann endaði árið í fjórða sæti. Eftir Roland-Garros mótið í júní þá komst Sinner síðan upp í efsta sæti heimslistans og getur því með réttu kallað sig besta tennismann heims um þessar mundir.
Sinner vann Medvedev í úrslitaleiknum á Opna ástralska risamótinu í janúar og hefur síðan unnið mót í Rotterdam (ATP 500), Miami (Masters) og Halle (ATP 500).
Það eru bara Alcaraz (tvisvar), Stefanos Tsitsipas og Daniil Medvedev sem hafa náð að vinna Ítalann á árinu 2024.
Sono amareggiato di informarvi che purtroppo non potrò partecipare ai Giochi Olimpici di Parigi.
— Jannik Sinner (@janniksin) July 24, 2024
Dopo una buona settimana di allenamento sulla terra ho cominciato a non sentirmi bene. Ho trascorso un paio di giorni a riposo ed in visita il medico ha riscontrato una tonsillite e… pic.twitter.com/Qrx8TJLoMA