Murray hefur glímt við gríðarleg meiðsli undanfarin ár og þurfti meðal annars að draga sig úr keppni í einliðaleik á Wimbledon-mótinu fyrr á þessu ári. Hann er þó skráður til leiks í bæði ein- og tvíliðaleik á Ólympíuleikunum.
Arrived in Paris for my last ever tennis tournament @Olympics
— Andy Murray (@andy_murray) July 23, 2024
Competing for 🇬🇧 have been by far the most memorable weeks of my career and I’m extremely proud to get do it one final time! pic.twitter.com/keqnpvSEE1
„Mættur til Parísar á það sem verður mitt síðasta tennismót,“ sagði Murray á X-síðu sinni, áður Twitter.
„Að keppa fyrir hönd GB hefur án alls vafa verið hápunktur ferilsins og ég er gríðarlega stoltur að gera það í eitt skipti í viðbót,“ bætti Murray við en hann er að fara á sína fimmtu Ólympíuleika.
The last dance! 🥹
— The Olympic Games (@Olympics) July 23, 2024
Two-time Olympic #gold medallist @andy_murray announces #Paris2024 will be his last-ever tournament.pic.twitter.com/jrRCmAuOHs
Vann hann gullverðlaun bæði á leikunum 2012 í Lundúnum og í Ríó fjórum árum síðar.