Hátíðin var haldin í fimmta sinn í ár og mættu um þrjátíu söluaðilar með matarvagna og sölubása, til að kynna gestum fyrir nýrri og spennandi matarupplifun og keppast um sætið: „Besti Götubiti Íslands 2024.“
Sigurvegari Götubitahátíðarinnar í ár er Sigurður Gunnlaugsson, betur þekktur sem Siggi Chef, sem sigraði með götubitann: nauta-brisket.
Sigurður hefur tryggt sér sæti fyrir Íslands hönd í stærstu götubitakeppni í heimi, European Street Food Awards, sem fer fram í Þýskalandi í haust. Þar mun hann mæta átján öðrum þjóðum og keppast um titilinn um Besta götubitann í Evrópu.

Dómnefndina skipuðu þau, Ólafur Örn Ólafsson veitingamaður, Fanney Dóra Sigurjónsdóttir matreiðlumaður, Margét Erla Maack fjöllistakona og Adam Karl Helgason matargagnrýnandi.
Nánar um hátíðina á Reykjavikstreetfood.is
Líkt og meðfylgjandi myndir gefa til kynna var gleðin allsráðandi þar sem gestir hátíðarinnar nutu veitinga og sólarinnar liðna helgi:







Hér að neðan má sjá lista yfir sigurvegara hátíðarinnar:
Besti Götubitinn 2024
1. Siggi Chef
2. The Food Truck
3. Mijita
Götubiti Fólksins 2024
1. Silli Kokkur
2. Garibe Churros
3. Churros Wagon
Besti smábitinn 2024
1. Komo
2. Silli Kokkur
3. La Barceloneta
Besti sætibitinn 2024
1. Arctic Pies
2. Churros Wagon
3. Komo / Pizza Truck
Besti grænmetisbitinn 2024
1. Komo
2. Arctic Pies
3. Indian Food Box