Frá forstofunni ef gengið inn í rúmgott og bjart alrými, þaðan er útgengt á svalir til suðurs. Mínímalískur stíll, mjúk litapalletta og náttúrulegur efniviður flæðir milli rýma og skapar notalega stemningu.
Eldhúsinnréttingin stelur senunni í rýminu, en eldhúsið var nýverið fært inn í alrýmið og endurnýjað á smekklegan máta. Innréttingin er ljósgræn og nær upp í loft. Fyrir miðju er stór eldhúseyja með hvítum stein á borðum. Fyrir ofan eyjuna má sjá þrjú hvít Flower pot-ljós sem gefa rýminu mikinn karatekter.


Þrjú svefnherbergi eru í eigninni, en auðvelt er að skipta einu stóru herbergi upp í tvö barnaherbergi eins og teikningar upphaflega gera ráð fyrir.
Nánari upplýsingar um eignina má finna á fasteignavef Vísis.


