Opnuðu kaffihús fyrir hunda og ketti – Einn Puppaccino takk! Dýrheimar 7. ágúst 2024 11:30 Jóhanna Líf Halldórsdóttir er umsjónaraðili Kaffihúss Dýrheima. Hún segir alla velkomna í kaffihúsið, með eða án gæludýra. Hér er hún með hundinum Emmu. Við Víkurhvarf 5 er huggulegt kaffihús þar sem flóra gesta er þó dálítið óvenjuleg. Þar geta gestir komið með hundana eða kettina sína með sér. Kaffihús Dýrheima nýtur vinsælda meðal hundaeigenda en er einnig spennandi kostur fyrir þá sem eiga ekki gæludýr. „Við opnuðum kaffihúsið í febrúar 2023 og eru bæði hundar og kettir velkomnir með eigendum sínum. Almennt eru færri kattareigendur sem taka köttinn sinn með enda eru þeir oft heimakærari en hundar. Við eigum orðið þónokkra fastagesti sem koma reglulega, fara jafnvel fyrst í göngutúr með hundinn og kíkja svo inn í kaffi og með því. Meðal annars frábæran hóp af Cavalier hundum og eigendum þeirra sem koma nánast hvern einasta laugardag. Við erum afar þakklát fyrir þessar heimsóknir. Hingað eru allir velkomnir, með eða án gæludýra,“ segir Jóhanna Líf Halldórsdóttir, umsjónaraðili Kaffihúss Dýrheima. Þessir fallegu hundar nutu sín vel á kaffihúsi Dýrheima. Kræsingar á matseðlinum Jóhanna segir fjölbreyttar veitingar vera í boði á matseðli kaffihússins. Á virkum dögum er hægt að fá sér ýmsa kalda og heita drykki sem og fjölbreytt úrval af sætum bitum en kaffihúsið nýtur krafta bakarans Rakelar Sjafnar Hjartardóttur. Rakel Sjöfn Hjartardóttir bakari sérhæfir sig í kökuskreytingum. Á laugardögum er svo einnig matur á boðstólnum, til að mynda samlokur, þeytingur og pizzur en kaffihúsið er opið milli tólf og fjögur mánudaga til laugardaga. Fjölbreyttar veitingar eru í boði á matseðli kaffihússins. Einn Puppaccino takk En hvað skyldi vera í boði fyrir hunda og ketti á kaffihúsi Dýrheima? Jóhanna segir Dýrheima leggja mikla áherslu á heilbrigði dýra og rétta næringu og ekki fari það sama á diskinn þeirra og hjá eigendum dýranna. Meðan eigandinn fær sér Cappuccino getur hundurinn til dæmis fengið „Puppaccino“. „Puppaccino er hundvæn útgáfa af hinum vinsæla Cappuccino og er í grunninn flóuð mjólk sérstaklega ætluð hundum, en ekki rjómi eins og víða er notað erlendis. Þar sem við leggjum ríka áherslu á að raska sem minnst næringu dýranna er lögð meiri áhersla á afþreyingu á borð við hundapúsl, til að skapa ró og auka vellíðan dýranna á kaffihúsinu“ útskýrir Jóhanna. Klaki gæðir sér á Puppaccino sem er hundvæn útgáfa af hinum vinsæla Cappuccino. Vöntun á öruggu umhverfi kveikjan að kaffihúsinu Jóhanna segir hunda og ketti ekki endilega velkomna hvar sem er í samfélaginu og eigendur veigri sér mögulega við að taka dýrin með á opinbera staði. Íslensk gæludýr verji almennt meiri tíma innan heimilisins en tíðkast víða erlendis og það hafi í för með sér að þau læri síður að halda ró við ólíkar og krefjandi aðstæður. Hún segir Dýrheima öruggt umhverfi fyrir bæði eigendur og dýr til að æfa sig að takast á við slíkar aðstæður. „Við vonumst til að fleiri staðir bjóði gæludýr velkomin enda er það lítið mál ef þeir eru með leyfi og eigendur passa vel upp á að vera búnir að láta hundana gera stykki sín áður en þeir koma inn á kaffihús eða almenningsstaði.“ Í Kaffihúsi Dýrheima má finna ýmsa afþreyingu fyrir tví- og ferfætta, til dæmis heilaþrautir fyrir hundinn, fræðslublöð og spil fyrir eigendur. „Hundar fá almennt ekki tækifæri á því að fylgja eigendum sínum í daglegu lífi eins og maður sér mikið erlendis. Enn eru miklar takmarkanir í samfélaginu þó að þeim stöðum sem leyfa gæludýr fari rólega fjölgandi. Við brennum fyrir bættu hunda- og kattahaldi almennt og okkur fannst vöntun á miðstöð fyrir gæludýraunnendur þar sem þau geta sest niður og slakað á með dýrin með sér eða innan um þau. Við leggjum mikið upp úr góðum „kaffihúsasiðum“ þar sem dýrin eru í stuttum taum og nálægt eigendum sínum. Með því leggjum við grunn að því að þau geti svo heimsótt önnur kaffihús og fjölfarnari staði án þess að valda truflun í umhverfi sínu. Fyrir utan kaffihúsið verður svo hundagerði von bráðar svo hægt verður að kíkja út og leyfa hundinum að leika sér,“ útskýrir Jóhanna. Kisan Alba heimsótti kaffihúsið nýlega og átti góðan dag. Hún segir kaffihúsið hafa gengið vel og ekki hafi komið upp tilfelli þar sem allt hafi farið „í hund og kött“. „Eigendur eru almennt meðvitaðir um streitu og streituþröskuld dýrsins síns og fara því gjarnan á smá rölt út ef hundurinn verður t.d. órólegur. Við viljum hvetja eigendur áfram til þess að æfa þessa ró sem við viljum eiga á hefðbundnu kaffihúsi,“ segir hún. Þá sé kaffihúsið frábær staður til að kynnast fleiri dýrum og dýraeigendum. Boðið er upp á fjölbreyttar veitingar, heita og kalda drykki auk úrvals af sætum bitum. „Kaffihúsið er hluti af samfélagi Dýrheima sem leggur áherslu á að auka samveru og tengslanet og hér má bæði finna ýmsa afþreyingu fyrir tví- og ferfætta, til dæmis heilaþrautir fyrir hundinn, fræðslublöð og spil fyrir eigendur. Margir koma á kaffihúsið einir og vilja einbeita sér að sínu dýri í rólegheitum en þetta er líka tilvalinn staður fyrir t.d. hundaeigendur eða áhugasama að hittast með hundana, kynnast ólíkum tegundum og læra meira um áhugamálið og þann lífsstíl sem fylgir því að vera með hund- og/eða kött á heimilinu. Það er auðvelt að brjóta ísinn, það hafa allir gaman af að tala um dýrin sín,“ segir Jóhanna. Gæludýr Hundar Kettir Veitingastaðir Mest lesið Framhald: „Málið er að mig langar ekki til að deyja“ Áskorun „Ég nenni ekkert að hafa eitthvað að sanna“ Lífið „Leiðangurinn verður kvennaleiðangur að öllu leyti“ Lífið Fékk ekki atvinnuviðtöl vegna kínverska nafnsins Lífið Hvað eru plötusnúðarnir að hlusta á? Lífið Krakkatían: Óveður, flugvélar og kirkjur Lífið Mary drottning hafi undrast umræðu um brúna skó Björns Lífið Laufey á lista yfir áhrifamestu áhrifavaldana Lífið Höllu fylgt um Kaupmannahöfn: „Er hún ekki vinsæl á Íslandi?“ Lífið Hlaupa Bleiku slaufuna í sólarhring Lífið Fleiri fréttir Vegleg afmælistilboð á gæðavörum í eldhús og baðherbergi Ég hætti að lifa bara af - og fór að LIFA, að vera þátttakandi í lífinu Valgerður fann fljótt mun á líðan sinni þökk sé Femarelle Hvað ef þú gætir breytt framtíð húðar þinnar? Bæta við upphæð viðskiptavina til styrktar Bleiku slaufunni Byltingarkennd nýjung fyrir blondínur frá JOHN FRIEDA Sykursalur orðinn einn vinsælasti veislusalur Reykjavíkur Ný vetrarlína Moomin væntanleg í takmörkuðu upplagi „Bio-Kult er eitt af því sem er alltaf til á okkar heimili“ Bragi Páll og Bergþóra með hryllilega fyndnar hrekkjavökusögur Ný eldhúslína sem sækir innblástur í náttúruna Sprite Zero Klan gefur út SS pylsulagið í fullri lengd Tilkoma Neubria leikbreytir að sögn Bergsveins Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Um 12.000 manns hafa séð sýninguna Orð gegn orði í Þjóðleikhúsinu MZ Skin – Lúxus húðvörur sem byggja á vísindum og fagurfræði Þetta þurfum við í útihlaupin í vetur Osteostrong á erindi við alla aldurshópa Sprenghlægilegur gamanleikur frumsýndur í október í Þjóðleikhúsinu Fólk öðlast frelsi og hugarró og sumir jafnvel nýtt líf Heitustu haust- og vetrartrendin 2024 Inga Lilý hlaut aðalvinninginn í ár Hefur tekið Nutrilenk í 20 ár og gæti ekki án þess verið Getur hundur hjálpað mér að reima? - Ráðstefna um dýr í starfi með fólki Fallegur golfvöllur á sögulegum slóðum Aldrei haft jafn þykkt hár Eva Ruza skipuleggur húðrútínu sína með L´Oréal Paris Skemmtilegur golfvöllur umkringdur stórkostlegri náttúru Sjá meira
„Við opnuðum kaffihúsið í febrúar 2023 og eru bæði hundar og kettir velkomnir með eigendum sínum. Almennt eru færri kattareigendur sem taka köttinn sinn með enda eru þeir oft heimakærari en hundar. Við eigum orðið þónokkra fastagesti sem koma reglulega, fara jafnvel fyrst í göngutúr með hundinn og kíkja svo inn í kaffi og með því. Meðal annars frábæran hóp af Cavalier hundum og eigendum þeirra sem koma nánast hvern einasta laugardag. Við erum afar þakklát fyrir þessar heimsóknir. Hingað eru allir velkomnir, með eða án gæludýra,“ segir Jóhanna Líf Halldórsdóttir, umsjónaraðili Kaffihúss Dýrheima. Þessir fallegu hundar nutu sín vel á kaffihúsi Dýrheima. Kræsingar á matseðlinum Jóhanna segir fjölbreyttar veitingar vera í boði á matseðli kaffihússins. Á virkum dögum er hægt að fá sér ýmsa kalda og heita drykki sem og fjölbreytt úrval af sætum bitum en kaffihúsið nýtur krafta bakarans Rakelar Sjafnar Hjartardóttur. Rakel Sjöfn Hjartardóttir bakari sérhæfir sig í kökuskreytingum. Á laugardögum er svo einnig matur á boðstólnum, til að mynda samlokur, þeytingur og pizzur en kaffihúsið er opið milli tólf og fjögur mánudaga til laugardaga. Fjölbreyttar veitingar eru í boði á matseðli kaffihússins. Einn Puppaccino takk En hvað skyldi vera í boði fyrir hunda og ketti á kaffihúsi Dýrheima? Jóhanna segir Dýrheima leggja mikla áherslu á heilbrigði dýra og rétta næringu og ekki fari það sama á diskinn þeirra og hjá eigendum dýranna. Meðan eigandinn fær sér Cappuccino getur hundurinn til dæmis fengið „Puppaccino“. „Puppaccino er hundvæn útgáfa af hinum vinsæla Cappuccino og er í grunninn flóuð mjólk sérstaklega ætluð hundum, en ekki rjómi eins og víða er notað erlendis. Þar sem við leggjum ríka áherslu á að raska sem minnst næringu dýranna er lögð meiri áhersla á afþreyingu á borð við hundapúsl, til að skapa ró og auka vellíðan dýranna á kaffihúsinu“ útskýrir Jóhanna. Klaki gæðir sér á Puppaccino sem er hundvæn útgáfa af hinum vinsæla Cappuccino. Vöntun á öruggu umhverfi kveikjan að kaffihúsinu Jóhanna segir hunda og ketti ekki endilega velkomna hvar sem er í samfélaginu og eigendur veigri sér mögulega við að taka dýrin með á opinbera staði. Íslensk gæludýr verji almennt meiri tíma innan heimilisins en tíðkast víða erlendis og það hafi í för með sér að þau læri síður að halda ró við ólíkar og krefjandi aðstæður. Hún segir Dýrheima öruggt umhverfi fyrir bæði eigendur og dýr til að æfa sig að takast á við slíkar aðstæður. „Við vonumst til að fleiri staðir bjóði gæludýr velkomin enda er það lítið mál ef þeir eru með leyfi og eigendur passa vel upp á að vera búnir að láta hundana gera stykki sín áður en þeir koma inn á kaffihús eða almenningsstaði.“ Í Kaffihúsi Dýrheima má finna ýmsa afþreyingu fyrir tví- og ferfætta, til dæmis heilaþrautir fyrir hundinn, fræðslublöð og spil fyrir eigendur. „Hundar fá almennt ekki tækifæri á því að fylgja eigendum sínum í daglegu lífi eins og maður sér mikið erlendis. Enn eru miklar takmarkanir í samfélaginu þó að þeim stöðum sem leyfa gæludýr fari rólega fjölgandi. Við brennum fyrir bættu hunda- og kattahaldi almennt og okkur fannst vöntun á miðstöð fyrir gæludýraunnendur þar sem þau geta sest niður og slakað á með dýrin með sér eða innan um þau. Við leggjum mikið upp úr góðum „kaffihúsasiðum“ þar sem dýrin eru í stuttum taum og nálægt eigendum sínum. Með því leggjum við grunn að því að þau geti svo heimsótt önnur kaffihús og fjölfarnari staði án þess að valda truflun í umhverfi sínu. Fyrir utan kaffihúsið verður svo hundagerði von bráðar svo hægt verður að kíkja út og leyfa hundinum að leika sér,“ útskýrir Jóhanna. Kisan Alba heimsótti kaffihúsið nýlega og átti góðan dag. Hún segir kaffihúsið hafa gengið vel og ekki hafi komið upp tilfelli þar sem allt hafi farið „í hund og kött“. „Eigendur eru almennt meðvitaðir um streitu og streituþröskuld dýrsins síns og fara því gjarnan á smá rölt út ef hundurinn verður t.d. órólegur. Við viljum hvetja eigendur áfram til þess að æfa þessa ró sem við viljum eiga á hefðbundnu kaffihúsi,“ segir hún. Þá sé kaffihúsið frábær staður til að kynnast fleiri dýrum og dýraeigendum. Boðið er upp á fjölbreyttar veitingar, heita og kalda drykki auk úrvals af sætum bitum. „Kaffihúsið er hluti af samfélagi Dýrheima sem leggur áherslu á að auka samveru og tengslanet og hér má bæði finna ýmsa afþreyingu fyrir tví- og ferfætta, til dæmis heilaþrautir fyrir hundinn, fræðslublöð og spil fyrir eigendur. Margir koma á kaffihúsið einir og vilja einbeita sér að sínu dýri í rólegheitum en þetta er líka tilvalinn staður fyrir t.d. hundaeigendur eða áhugasama að hittast með hundana, kynnast ólíkum tegundum og læra meira um áhugamálið og þann lífsstíl sem fylgir því að vera með hund- og/eða kött á heimilinu. Það er auðvelt að brjóta ísinn, það hafa allir gaman af að tala um dýrin sín,“ segir Jóhanna.
Gæludýr Hundar Kettir Veitingastaðir Mest lesið Framhald: „Málið er að mig langar ekki til að deyja“ Áskorun „Ég nenni ekkert að hafa eitthvað að sanna“ Lífið „Leiðangurinn verður kvennaleiðangur að öllu leyti“ Lífið Fékk ekki atvinnuviðtöl vegna kínverska nafnsins Lífið Hvað eru plötusnúðarnir að hlusta á? Lífið Krakkatían: Óveður, flugvélar og kirkjur Lífið Mary drottning hafi undrast umræðu um brúna skó Björns Lífið Laufey á lista yfir áhrifamestu áhrifavaldana Lífið Höllu fylgt um Kaupmannahöfn: „Er hún ekki vinsæl á Íslandi?“ Lífið Hlaupa Bleiku slaufuna í sólarhring Lífið Fleiri fréttir Vegleg afmælistilboð á gæðavörum í eldhús og baðherbergi Ég hætti að lifa bara af - og fór að LIFA, að vera þátttakandi í lífinu Valgerður fann fljótt mun á líðan sinni þökk sé Femarelle Hvað ef þú gætir breytt framtíð húðar þinnar? Bæta við upphæð viðskiptavina til styrktar Bleiku slaufunni Byltingarkennd nýjung fyrir blondínur frá JOHN FRIEDA Sykursalur orðinn einn vinsælasti veislusalur Reykjavíkur Ný vetrarlína Moomin væntanleg í takmörkuðu upplagi „Bio-Kult er eitt af því sem er alltaf til á okkar heimili“ Bragi Páll og Bergþóra með hryllilega fyndnar hrekkjavökusögur Ný eldhúslína sem sækir innblástur í náttúruna Sprite Zero Klan gefur út SS pylsulagið í fullri lengd Tilkoma Neubria leikbreytir að sögn Bergsveins Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Um 12.000 manns hafa séð sýninguna Orð gegn orði í Þjóðleikhúsinu MZ Skin – Lúxus húðvörur sem byggja á vísindum og fagurfræði Þetta þurfum við í útihlaupin í vetur Osteostrong á erindi við alla aldurshópa Sprenghlægilegur gamanleikur frumsýndur í október í Þjóðleikhúsinu Fólk öðlast frelsi og hugarró og sumir jafnvel nýtt líf Heitustu haust- og vetrartrendin 2024 Inga Lilý hlaut aðalvinninginn í ár Hefur tekið Nutrilenk í 20 ár og gæti ekki án þess verið Getur hundur hjálpað mér að reima? - Ráðstefna um dýr í starfi með fólki Fallegur golfvöllur á sögulegum slóðum Aldrei haft jafn þykkt hár Eva Ruza skipuleggur húðrútínu sína með L´Oréal Paris Skemmtilegur golfvöllur umkringdur stórkostlegri náttúru Sjá meira