„Ég hafði í raun engar áhyggjur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 18. júlí 2024 22:27 Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, hafði engar áhyggjar þó hans menn væru undir í einvíginu þegar flautað var til hálfleiks. vísir / PAWEL „Auðvitað [líður mér] mjög vel, frábærlega. Við eigum líka leik aftur á sunnudaginn þannig að ég var feginn að þetta fór ekki í framlengingu,“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir sætan sigur gegn Tikvesh í undankeppni Sambandsdeildarinnar. Breiðablik tapaði fyrri leiknum 3-2 eftir að hafa komist tveimur mörkum yfir. Liðið lenti undir í kvöld og útlitið var svart en það tókst að snúa taflinu og 3-1 varð niðurstaða leiks, 5-4 samanlagður sigur Breiðabliks í einvíginu. „Ótrúlega glaður með frammistöðuna, auðvitað grófum við okkur holu með því að fá mark á okkur eftir örfáar mínútur en alvöru karakter. Vorum þolinmóðir, komum mörkunum inn, einu í einu, og kláruðum þetta gegn liði sem ætlaði að grinda þetta út og tefja en það bara fór þeim ekki vel. Þeir eru ágætis fótboltalið þegar þeir koma ofar og spila en mér fannst þeir ekki góðir í blokkinni og ég hafði í raun engar áhyggjur.“ Það voru skiptingar Halldórs sem skiluðu Breiðabliki sigrinum í kvöld. Alltaf ánægjuleg sjón fyrir þjálfara að sjá. „Ég held að þeir hafi verið inn á í þrjátíu sekúndur. Benjamín gefur á Patrik sem gefur á Kristófer sem skorar, það er auðvitað bara draumaskipting. Frábær innkoma, svona viltu að þeir sem komi inn á svari kallinu. Breidd hópsins að skila sér.“ Fara næst til Kósovó Breiðablik mun mæta Drita frá Kósovó í næstu umferð undankeppninnar. Nokkuð kunnugar slóðir fyrir Breiðablik sem hefur oft dregist gegn austur-evrópskum liðum undanfarin ár. „Þessi lið frá Kósovó hafa verið að standa sig vel í Evrópukeppnum og þeir eru bara með hörkulið. Kannski ekkert ósvipuð þessum liðum sem við höfum verið að spila við síðustu ár frá Bosníu, Makedóníu og þessum löndum. Mikið af góðum leikmönnum og öðruvísi leikstíll, sem er alltaf skemmtilegt.“ Þurfa að vinna þrjú einvígi enn til að komast aftur í Sambandsdeildina Breiðablik þarf að vinna tvö einvígi til viðbótar áður en komið verður að umspili um sæti í Sambandsdeildinni á næsta tímabili. „Auðvitað er leiðin lengri þegar þú ferð þessa Main Path en út af árangri okkar síðustu ára þá erum við í efri styrkleikaflokki, sem eykur möguleika okkur töluvert. Þannig að já, við ætlum auðvitað að gera alvöru atlögu að því að komast í Sambandsdeildina aftur,“ sagði Halldór að lokum. Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Í beinni: Arsenal - Manchester United | Stórveldi slást um stigin þrjú Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Sjá meira
Breiðablik tapaði fyrri leiknum 3-2 eftir að hafa komist tveimur mörkum yfir. Liðið lenti undir í kvöld og útlitið var svart en það tókst að snúa taflinu og 3-1 varð niðurstaða leiks, 5-4 samanlagður sigur Breiðabliks í einvíginu. „Ótrúlega glaður með frammistöðuna, auðvitað grófum við okkur holu með því að fá mark á okkur eftir örfáar mínútur en alvöru karakter. Vorum þolinmóðir, komum mörkunum inn, einu í einu, og kláruðum þetta gegn liði sem ætlaði að grinda þetta út og tefja en það bara fór þeim ekki vel. Þeir eru ágætis fótboltalið þegar þeir koma ofar og spila en mér fannst þeir ekki góðir í blokkinni og ég hafði í raun engar áhyggjur.“ Það voru skiptingar Halldórs sem skiluðu Breiðabliki sigrinum í kvöld. Alltaf ánægjuleg sjón fyrir þjálfara að sjá. „Ég held að þeir hafi verið inn á í þrjátíu sekúndur. Benjamín gefur á Patrik sem gefur á Kristófer sem skorar, það er auðvitað bara draumaskipting. Frábær innkoma, svona viltu að þeir sem komi inn á svari kallinu. Breidd hópsins að skila sér.“ Fara næst til Kósovó Breiðablik mun mæta Drita frá Kósovó í næstu umferð undankeppninnar. Nokkuð kunnugar slóðir fyrir Breiðablik sem hefur oft dregist gegn austur-evrópskum liðum undanfarin ár. „Þessi lið frá Kósovó hafa verið að standa sig vel í Evrópukeppnum og þeir eru bara með hörkulið. Kannski ekkert ósvipuð þessum liðum sem við höfum verið að spila við síðustu ár frá Bosníu, Makedóníu og þessum löndum. Mikið af góðum leikmönnum og öðruvísi leikstíll, sem er alltaf skemmtilegt.“ Þurfa að vinna þrjú einvígi enn til að komast aftur í Sambandsdeildina Breiðablik þarf að vinna tvö einvígi til viðbótar áður en komið verður að umspili um sæti í Sambandsdeildinni á næsta tímabili. „Auðvitað er leiðin lengri þegar þú ferð þessa Main Path en út af árangri okkar síðustu ára þá erum við í efri styrkleikaflokki, sem eykur möguleika okkur töluvert. Þannig að já, við ætlum auðvitað að gera alvöru atlögu að því að komast í Sambandsdeildina aftur,“ sagði Halldór að lokum.
Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Í beinni: Arsenal - Manchester United | Stórveldi slást um stigin þrjú Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Sjá meira