Mainoo nýtt skotmark Souness: „Hann er enn að læra leikinn“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. júlí 2024 18:16 Souness vill meira frá hinum 19 ára gamla Mainoo. Stu Forster/Getty Images Eftir að hafa úthúðað Paul Pogba í nær hvert einasta skipti sem hann spilaði fyrir Manchester United þá hefur „sparkspekingurinn“ Grame Souness fundið sér nýtt skotmark. Sá á margt sameiginlegt með Pogba, til að mynda er hann miðjumaður Man United. Hinn 19 ára gamli Mainoo kom eins og stormsveipur inn í annars ömurlegt lið Man United á síðustu leiktíð, sýndi fádæma þroska í spilamennsku sinni á miðri miðjunni og átti stóran þátt í því að liðið sigraði Englandsmeistara Manchester City í úrslitum ensku bikarkeppninnar. Mainoo var í kjölfarið valinn í enska landsliðshópinn fyrir Evrópumótið sem fram fór í Þýskalandi nú í sumar. Eftir slaka frammistöðu í riðlakeppninni ákvað þjálfari Englands, Gareth Southgate, að byrja með Mainoo á miðjunni það sem eftir lifði móts en enskir fóru alla leið í úrslit þar sem þeir töpuðu gegn Spáni. Í stað þess að beina spjótum sínum að öðrum leikmönnum liðsins ákvað Souness að láta hinn „unga og óþroskaða“ Mainoo fá það óþvegið. Hann var til viðtals í hlaðvarpsþætti þar sem hann sagði Mainoo bæði ungan og óþroskaðan þrátt fyrir að hann væri „hæfileikaríkur“ þegar boltinn væri við fætur hans. Þá sagði Souness að Mainoo færi of frjálslega upp völlinn og ekki í sinni stöðu fyrir miðju vallarins. „Hann skilur ekki stöðuna sína nægilega vel. Hann fer of frjálslega upp völlinn og tæmir þar með miðjuna á vellinum. Ég horfði á leikinn gegn Íslandi í aðdraganda mótsins og þar var hann togaður úr stöðu hægri, vinstri.“ „Þetta er barnaskapur, hann er enn að læra leikinn,“ bætti Souness við. Þá gagnrýndi hann leikstíl Englands á mótinu þar sem hann sagði liðið hafa verið best þegar það lenti marki undir og fór loks að sækja. Fram að því spilaði það nær eingöngu til baka eða til hliðar. Að endingu gagnrýndi hann Declan Rice, kollega Mainoo á miðri miðjunni: „Ég lagðist í smá heimildavinnu og komst að því að Rice átti bara eina heppnaða sendingu fram á við í öllum leiknum gegn Spáni. Ein sending fram á við í 90 mínútur hjá miðjumanni, það á ekki að vera hægt!“ Eftir tapið gegn Spáni ákvað Southgate að segja af sér og hefur enska knattspyrnusambandið þegar hafið leitina að næsta þjálfara. Hver veit nema Souness stingi sínu nafni í hattinn. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Souness getur ekki hætt að gagnrýna Pogba Graeme Souness virðist ekki geta hætt að tjá sig um hinn franska Paul Pogba. Nú síðast lét hann þau orð falla að Pogba væri „latur ræfill“ (e. lazy twat). 21. september 2023 08:00 Souness svaraði Pogba til baka og bað hann um að sýna sér medalíurnar Graeme Souness hefur verið óhræddur við að gagnrýna Paul Pogba undanfarnar vikur og mánuði eftir að hann snéri aftur til Englands en Pogba steig svo fram í gær og viðurkenndi að hann vissi ekkert hver Souness væri. 15. apríl 2020 09:30 Souness ekki yfir sig hrifinn af fernunni hjá Pogba Franski miðjumaðurinn Paul Pogba gaf fjórar stoðsendingar í 5-1 sigri Manchester United á erkifjendunum í Leeds United í ensku úrvalsdeildinni um helgina. 16. ágúst 2021 07:01 Souness heldur því enn fram að Pogba leggi ekki nógu mikið á sig Graham Souness, fyrrum leikmaður Liverpool, hefur verið einn harðasti gagnrýnandi Paul Pogba undanfarin misseri. Pogba hefur komið til baka úr meiðslum og spilað í síðustu tveimur leikjum Manchester United en Souness er enn ekki hrifinn. 25. júní 2020 13:00 Grealish tilbúinn að djamma með Souness ef Pogba fær að koma með Jack Grealish, leikmaður Manchester City, og Graeme Souness, sparkspekingur og fyrrum leikmaður Liverpool, hafa eldað grátt silfur saman síðustu vikur með ummælum sínum í fjölmiðlum. 24. september 2022 13:31 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Sjá meira
Hinn 19 ára gamli Mainoo kom eins og stormsveipur inn í annars ömurlegt lið Man United á síðustu leiktíð, sýndi fádæma þroska í spilamennsku sinni á miðri miðjunni og átti stóran þátt í því að liðið sigraði Englandsmeistara Manchester City í úrslitum ensku bikarkeppninnar. Mainoo var í kjölfarið valinn í enska landsliðshópinn fyrir Evrópumótið sem fram fór í Þýskalandi nú í sumar. Eftir slaka frammistöðu í riðlakeppninni ákvað þjálfari Englands, Gareth Southgate, að byrja með Mainoo á miðjunni það sem eftir lifði móts en enskir fóru alla leið í úrslit þar sem þeir töpuðu gegn Spáni. Í stað þess að beina spjótum sínum að öðrum leikmönnum liðsins ákvað Souness að láta hinn „unga og óþroskaða“ Mainoo fá það óþvegið. Hann var til viðtals í hlaðvarpsþætti þar sem hann sagði Mainoo bæði ungan og óþroskaðan þrátt fyrir að hann væri „hæfileikaríkur“ þegar boltinn væri við fætur hans. Þá sagði Souness að Mainoo færi of frjálslega upp völlinn og ekki í sinni stöðu fyrir miðju vallarins. „Hann skilur ekki stöðuna sína nægilega vel. Hann fer of frjálslega upp völlinn og tæmir þar með miðjuna á vellinum. Ég horfði á leikinn gegn Íslandi í aðdraganda mótsins og þar var hann togaður úr stöðu hægri, vinstri.“ „Þetta er barnaskapur, hann er enn að læra leikinn,“ bætti Souness við. Þá gagnrýndi hann leikstíl Englands á mótinu þar sem hann sagði liðið hafa verið best þegar það lenti marki undir og fór loks að sækja. Fram að því spilaði það nær eingöngu til baka eða til hliðar. Að endingu gagnrýndi hann Declan Rice, kollega Mainoo á miðri miðjunni: „Ég lagðist í smá heimildavinnu og komst að því að Rice átti bara eina heppnaða sendingu fram á við í öllum leiknum gegn Spáni. Ein sending fram á við í 90 mínútur hjá miðjumanni, það á ekki að vera hægt!“ Eftir tapið gegn Spáni ákvað Southgate að segja af sér og hefur enska knattspyrnusambandið þegar hafið leitina að næsta þjálfara. Hver veit nema Souness stingi sínu nafni í hattinn.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Souness getur ekki hætt að gagnrýna Pogba Graeme Souness virðist ekki geta hætt að tjá sig um hinn franska Paul Pogba. Nú síðast lét hann þau orð falla að Pogba væri „latur ræfill“ (e. lazy twat). 21. september 2023 08:00 Souness svaraði Pogba til baka og bað hann um að sýna sér medalíurnar Graeme Souness hefur verið óhræddur við að gagnrýna Paul Pogba undanfarnar vikur og mánuði eftir að hann snéri aftur til Englands en Pogba steig svo fram í gær og viðurkenndi að hann vissi ekkert hver Souness væri. 15. apríl 2020 09:30 Souness ekki yfir sig hrifinn af fernunni hjá Pogba Franski miðjumaðurinn Paul Pogba gaf fjórar stoðsendingar í 5-1 sigri Manchester United á erkifjendunum í Leeds United í ensku úrvalsdeildinni um helgina. 16. ágúst 2021 07:01 Souness heldur því enn fram að Pogba leggi ekki nógu mikið á sig Graham Souness, fyrrum leikmaður Liverpool, hefur verið einn harðasti gagnrýnandi Paul Pogba undanfarin misseri. Pogba hefur komið til baka úr meiðslum og spilað í síðustu tveimur leikjum Manchester United en Souness er enn ekki hrifinn. 25. júní 2020 13:00 Grealish tilbúinn að djamma með Souness ef Pogba fær að koma með Jack Grealish, leikmaður Manchester City, og Graeme Souness, sparkspekingur og fyrrum leikmaður Liverpool, hafa eldað grátt silfur saman síðustu vikur með ummælum sínum í fjölmiðlum. 24. september 2022 13:31 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Sjá meira
Souness getur ekki hætt að gagnrýna Pogba Graeme Souness virðist ekki geta hætt að tjá sig um hinn franska Paul Pogba. Nú síðast lét hann þau orð falla að Pogba væri „latur ræfill“ (e. lazy twat). 21. september 2023 08:00
Souness svaraði Pogba til baka og bað hann um að sýna sér medalíurnar Graeme Souness hefur verið óhræddur við að gagnrýna Paul Pogba undanfarnar vikur og mánuði eftir að hann snéri aftur til Englands en Pogba steig svo fram í gær og viðurkenndi að hann vissi ekkert hver Souness væri. 15. apríl 2020 09:30
Souness ekki yfir sig hrifinn af fernunni hjá Pogba Franski miðjumaðurinn Paul Pogba gaf fjórar stoðsendingar í 5-1 sigri Manchester United á erkifjendunum í Leeds United í ensku úrvalsdeildinni um helgina. 16. ágúst 2021 07:01
Souness heldur því enn fram að Pogba leggi ekki nógu mikið á sig Graham Souness, fyrrum leikmaður Liverpool, hefur verið einn harðasti gagnrýnandi Paul Pogba undanfarin misseri. Pogba hefur komið til baka úr meiðslum og spilað í síðustu tveimur leikjum Manchester United en Souness er enn ekki hrifinn. 25. júní 2020 13:00
Grealish tilbúinn að djamma með Souness ef Pogba fær að koma með Jack Grealish, leikmaður Manchester City, og Graeme Souness, sparkspekingur og fyrrum leikmaður Liverpool, hafa eldað grátt silfur saman síðustu vikur með ummælum sínum í fjölmiðlum. 24. september 2022 13:31