Alonso með augun á Matip Valur Páll Eiríksson skrifar 18. júlí 2024 16:31 Matip er sagður leita heim til Þýskalands og meistararnir þar í landi hafi áhuga. Marc Atkins/Getty Images Xabi Alonso, þjálfari Bayer Leverkusen, er í leit að miðverði og sagður vilja reynslu í öftustu línu. Leverkusen átti sögulegt tímabil í fyrra þar sem félagið vann þýska meistaratitilinn í fyrsta skipti, auk þess að vinna þýska bikarinn og þá hlaut liðið silfur í Evrópudeildinni. Spánverjinn Alonso hefur stykt liðið með tveimur leikmönnum það sem af er sumri en ljóst þykir að þörf sé á varnarmanni. Leverkusen hefur þegar keypt einn varnarmann í Frakkanum Jeanuël Belocian, sem leikur ýmist sem miðvörður eða djúpur miðjumaður, en hann var keyptur á 15 milljónir evra frá Rennes. Þá keypti Leverkusen landa Alonso, Aleix García frá Girona á 18 milljónir evra. Sá átti góða leiktíð á miðju Girona liðs sem kom flestum á óvart með því að ná í Meistaradeildarsæti á Spáni. Varnarlínan er enn til skoðunar í Leverkusen. Josip Stanisic, sem leikur ýmist sem miðvörður eða hægri bakvörður í fimm manna varnarlínu Alonso, hefur snúið aftur til Bayern Munchen hvaðan hann var á láni í fyrra. Líklegt þykir að Jonathan Tah, sem lék í miðri vörn Þýskalands á EM í sumar, fari sömu leið og verði keyptur af Bayern Munchen á næstu dögum. ⚫️🔴 Sky Info: Bayer Leverkusen beschäftigt sich mit Joel Matip (32/🇩🇪). Der Abwehrspieler ist vereinslos, Vertrag beim FC Liverpool wurde nach acht Jahren nicht verlängert. #LFCDer Abwehrspieler und dessen Management sollen kontaktiert worden sein. Die #Werkself will gerne…— Patrick Berger (@berger_pj) July 18, 2024 Patrick Berger, fréttamaður á Sky Sports í Þýskalandi, greinir frá því að Joel Matip, fráfarandi leikmaður Liverpool, fyrrum félags Alonso, sé ofarlega á lista. Leverkusen hafi þegar haft samband við Matip og umboðsmann hans. Matip er án félags eftir að samningur hans við Liverpool rann út um mánaðarmótin síðustu. Matip hafði verið á mála hjá Liverpool í átta ár og leikið þar við góðan orðstír. Matip er 32 ára gamall og er Alonso sagður spenntur fyrir því að bæta reynslu hans við hóp sinn fyrir komandi leiktíð. Matip er enn að jafna sig á krossbandaslitum sem hann varð fyrir í janúar. Annar leikmaður sem hefur verið nefndur til sögunnar er Mats Hummels. Sá er 35 ára gamall og er án liðs eftir að samningur hans við Borussia Dortmund rann út. Matip er fæddur og uppalinn í Þýskalandi en lék fyrir landslið Kamerún um fimm ára skeið, frá 2010 til 2015. Líklegt þykir að hugur hans leiti heim eftir átta ára dvöl á Englandi. Þýski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Sjá meira
Leverkusen átti sögulegt tímabil í fyrra þar sem félagið vann þýska meistaratitilinn í fyrsta skipti, auk þess að vinna þýska bikarinn og þá hlaut liðið silfur í Evrópudeildinni. Spánverjinn Alonso hefur stykt liðið með tveimur leikmönnum það sem af er sumri en ljóst þykir að þörf sé á varnarmanni. Leverkusen hefur þegar keypt einn varnarmann í Frakkanum Jeanuël Belocian, sem leikur ýmist sem miðvörður eða djúpur miðjumaður, en hann var keyptur á 15 milljónir evra frá Rennes. Þá keypti Leverkusen landa Alonso, Aleix García frá Girona á 18 milljónir evra. Sá átti góða leiktíð á miðju Girona liðs sem kom flestum á óvart með því að ná í Meistaradeildarsæti á Spáni. Varnarlínan er enn til skoðunar í Leverkusen. Josip Stanisic, sem leikur ýmist sem miðvörður eða hægri bakvörður í fimm manna varnarlínu Alonso, hefur snúið aftur til Bayern Munchen hvaðan hann var á láni í fyrra. Líklegt þykir að Jonathan Tah, sem lék í miðri vörn Þýskalands á EM í sumar, fari sömu leið og verði keyptur af Bayern Munchen á næstu dögum. ⚫️🔴 Sky Info: Bayer Leverkusen beschäftigt sich mit Joel Matip (32/🇩🇪). Der Abwehrspieler ist vereinslos, Vertrag beim FC Liverpool wurde nach acht Jahren nicht verlängert. #LFCDer Abwehrspieler und dessen Management sollen kontaktiert worden sein. Die #Werkself will gerne…— Patrick Berger (@berger_pj) July 18, 2024 Patrick Berger, fréttamaður á Sky Sports í Þýskalandi, greinir frá því að Joel Matip, fráfarandi leikmaður Liverpool, fyrrum félags Alonso, sé ofarlega á lista. Leverkusen hafi þegar haft samband við Matip og umboðsmann hans. Matip er án félags eftir að samningur hans við Liverpool rann út um mánaðarmótin síðustu. Matip hafði verið á mála hjá Liverpool í átta ár og leikið þar við góðan orðstír. Matip er 32 ára gamall og er Alonso sagður spenntur fyrir því að bæta reynslu hans við hóp sinn fyrir komandi leiktíð. Matip er enn að jafna sig á krossbandaslitum sem hann varð fyrir í janúar. Annar leikmaður sem hefur verið nefndur til sögunnar er Mats Hummels. Sá er 35 ára gamall og er án liðs eftir að samningur hans við Borussia Dortmund rann út. Matip er fæddur og uppalinn í Þýskalandi en lék fyrir landslið Kamerún um fimm ára skeið, frá 2010 til 2015. Líklegt þykir að hugur hans leiti heim eftir átta ára dvöl á Englandi.
Þýski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Sjá meira