Rekinn fyrir að biðja Messi um að biðjast afsökunar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2024 13:31 Javier Milei er forseti Argentínu og hann kom Lionel Messi til varnar. EPA-EFE/JUAN IGNACIO RONCORONI Rasistasöngur argentínska landsliðsmannsins Enzo Fernandes og liðsfélaga hans eftir sigur Argentínu í Suðurameríkukeppninni var fordæmdur víða um heim en aðstoðaráðherra íþróttamála í Argentínu kemur einna verst út úr málinu. Hluti argentínska landsliðsins söng rasistasöngva um franska landsliðsmenn eftir að Argentínumenn unnu sitt þriðja stórmót í röð. Myndband af öllu saman var tekið upp af Chelsea manninum Enzo Fernandes og sett á Instagram. Fullt af liðsfélögum Fernandes hjá Chelsea tóku mjög illa í þetta og leikmaðurinn hefur beðist afsökunar. Það var samt ekki nóg að mati Julio Garro, aðstoðarmanns Íþróttamálaráðherra Argentínu. 🚨💣💥| Argentina President Javier Milei has fired the Argentina Undersecretary of Sports Julio Garro who demanded an apology from Captain Lionel Messi for the actions of Enzo Fernandez. The statement quotes: “No one tells the World Champion What to think, what to do or What to… pic.twitter.com/14QuQHOyTz— BeksFCB (@Joshua_Ubeku) July 18, 2024 Garro vildi fá afsökunarbeiðni frá sjálfum Lionel Messi, sem er fyrirliði argentínska landsliðsins. „Fyrirliði landsliðsins verður líka að biðjast afsökunar í þessu máli. Það sama á við um forseta argentínska sambandsins. Ég tel að það sé við hæfi því annars komum við illa út,“ sagði Garro. Stjórnvöld í Argentínu voru allt annað en sátt með þessa beiðni og Javier Milei, forseti Argentínu, tjáði sig um hana á samfélagsmiðlinum X. „Forsetaskrifstofan vill koma því á framfæri að stjórnvöld taka ekki ákvörðun fyrir hönd knattspyrnusambands Argentínu eða ákveða hvað heimsmeistari á að hugsa, segja eða gera. Hvorki hann né nokkur borgari þessa lands. Vegna þessa þá er Julio Garro ekki lengur aðstoðarráðherra íþróttamála,“ skrifaði Javier Milei á X. Garro tók við stöðunni í mars á þessu ári og var því rekinn eftir aðeins fjóra mánuði í starfi. Hann hefur beðist afsökunar á yfirlýsingu sinni en sagði jafnframt að hann komi alltaf þeim til varnar sem verði fyrir einhvers konar mismunun. Argentine President Javier Milei decided to dismiss Undersecretary of Sports Julio Garro, who demanded an apology from Captain Lionel Messi for Enzo Fernandez's actions.The statement reads: "No one tells the World Champion what to think, what to do, or what to say." pic.twitter.com/01FprekJao— The FTBL Index 🎙 ⚽ (@TheFTBLIndex) July 18, 2024 Copa América Tengdar fréttir FIFA hefur rannsókn á rasískum söngvum Argentínumanna Í kjölfar kvörtunar franska knattspyrnusambandsins, FFF, hefur Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hafið rannsókn á níðsöngvum leikmanna argentínska karlalandsliðsins í garð þess franska. 17. júlí 2024 16:31 Frakkar í mál og vesen hjá Chelsea vegna rasískra söngva Argentínumanna Franska knattspyrnusambandið ætlar að leita réttar síns vegna rasískra söngva í búningsklefa Argentínu eftir sigur í Suður-Ameríkukeppninni. Málið hefur einnig valdið usla hjá enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea. 16. júlí 2024 21:45 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Sjá meira
Hluti argentínska landsliðsins söng rasistasöngva um franska landsliðsmenn eftir að Argentínumenn unnu sitt þriðja stórmót í röð. Myndband af öllu saman var tekið upp af Chelsea manninum Enzo Fernandes og sett á Instagram. Fullt af liðsfélögum Fernandes hjá Chelsea tóku mjög illa í þetta og leikmaðurinn hefur beðist afsökunar. Það var samt ekki nóg að mati Julio Garro, aðstoðarmanns Íþróttamálaráðherra Argentínu. 🚨💣💥| Argentina President Javier Milei has fired the Argentina Undersecretary of Sports Julio Garro who demanded an apology from Captain Lionel Messi for the actions of Enzo Fernandez. The statement quotes: “No one tells the World Champion What to think, what to do or What to… pic.twitter.com/14QuQHOyTz— BeksFCB (@Joshua_Ubeku) July 18, 2024 Garro vildi fá afsökunarbeiðni frá sjálfum Lionel Messi, sem er fyrirliði argentínska landsliðsins. „Fyrirliði landsliðsins verður líka að biðjast afsökunar í þessu máli. Það sama á við um forseta argentínska sambandsins. Ég tel að það sé við hæfi því annars komum við illa út,“ sagði Garro. Stjórnvöld í Argentínu voru allt annað en sátt með þessa beiðni og Javier Milei, forseti Argentínu, tjáði sig um hana á samfélagsmiðlinum X. „Forsetaskrifstofan vill koma því á framfæri að stjórnvöld taka ekki ákvörðun fyrir hönd knattspyrnusambands Argentínu eða ákveða hvað heimsmeistari á að hugsa, segja eða gera. Hvorki hann né nokkur borgari þessa lands. Vegna þessa þá er Julio Garro ekki lengur aðstoðarráðherra íþróttamála,“ skrifaði Javier Milei á X. Garro tók við stöðunni í mars á þessu ári og var því rekinn eftir aðeins fjóra mánuði í starfi. Hann hefur beðist afsökunar á yfirlýsingu sinni en sagði jafnframt að hann komi alltaf þeim til varnar sem verði fyrir einhvers konar mismunun. Argentine President Javier Milei decided to dismiss Undersecretary of Sports Julio Garro, who demanded an apology from Captain Lionel Messi for Enzo Fernandez's actions.The statement reads: "No one tells the World Champion what to think, what to do, or what to say." pic.twitter.com/01FprekJao— The FTBL Index 🎙 ⚽ (@TheFTBLIndex) July 18, 2024
Copa América Tengdar fréttir FIFA hefur rannsókn á rasískum söngvum Argentínumanna Í kjölfar kvörtunar franska knattspyrnusambandsins, FFF, hefur Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hafið rannsókn á níðsöngvum leikmanna argentínska karlalandsliðsins í garð þess franska. 17. júlí 2024 16:31 Frakkar í mál og vesen hjá Chelsea vegna rasískra söngva Argentínumanna Franska knattspyrnusambandið ætlar að leita réttar síns vegna rasískra söngva í búningsklefa Argentínu eftir sigur í Suður-Ameríkukeppninni. Málið hefur einnig valdið usla hjá enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea. 16. júlí 2024 21:45 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Sjá meira
FIFA hefur rannsókn á rasískum söngvum Argentínumanna Í kjölfar kvörtunar franska knattspyrnusambandsins, FFF, hefur Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hafið rannsókn á níðsöngvum leikmanna argentínska karlalandsliðsins í garð þess franska. 17. júlí 2024 16:31
Frakkar í mál og vesen hjá Chelsea vegna rasískra söngva Argentínumanna Franska knattspyrnusambandið ætlar að leita réttar síns vegna rasískra söngva í búningsklefa Argentínu eftir sigur í Suður-Ameríkukeppninni. Málið hefur einnig valdið usla hjá enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea. 16. júlí 2024 21:45