„Það var alltaf hugmyndin, þannig að mission completed“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. júlí 2024 10:00 Patrik Gunnarsson gerði fjögurra ára samning við KV Kortrijk í Belgíu og væntir þess að vera aðalmarkmaður liðsins. KV Kortrijk Markvörðurinn Patrik Gunnarsson er genginn til liðs við belgíska félagið Kortrijk þar sem hann mun spila undir stjórn Freys Alexanderssonar. Hann kveður Noreg með söknuði en segir markmiðum sínum þar í landi náð og tímabært að taka næsta skref. Patrik er fæddur árið 2000 og hefur verið atvinnumaður síðan hann var 18 ára gamall. Hann hefur spilað fyrir fjölda félaga á láni en undanfarin þrjú ár hefur hann varið mark Viking í norsku úrvalsdeildinni. „Það var fínt fyrir mig að fara eitthvert þar sem ég gat sett niður rætur og fá smá stöðugleika. Markmiðið var að fara til Vikings í Noregi, gera það, spila fullt af leikjum og fá reynslu. Verða betri og vera svo seldur áfram. Það var alltaf hugmyndin, þannig að mission completed“ First day on the job ✅#KerelsStrijdenDoor 🔴⚪️ pic.twitter.com/fjT3xfQHe8— KV Kortrijk (@kvkofficieel) July 17, 2024 Væntir þess að vera fyrsti valkostur Patrik gerir fjögurra ára samning við Kortrijk og reiknar með því að vera fyrsti valkostur í markið á næsta tímabili. „Já, ég ætla allavega að hafa trú á því. Ég átti líka smá samtal við þá í janúar, það var líka skoðað málin þá en gekk ekki upp. Þannig að það var geggjað að þeir hafi náð að halda sér uppi.“ Spila í úrvalsdeild á næsta tímabili Kortrijk hélt óvænt og með ótrúlegum hætti sæti sínu í úrvalsdeildinni á næsta ári. Kraftaverkamaðurinn Freyr Alexandersson tók við liðinu fyrr á tímabilinu í nær ómögulegri stöðu en hefur tekið rækilega til hendinni og vildi fá Patrik með sér í verkefnið. „Hann hafði fylgst með mér í svolítinn tíma, markmannsþjálfarinn hérna líka, þannig að þeir þekktu mig vel. Þeir hafa trú á því að ég geti bætt liðið og hjálpað liðinu með mínum leikstíl og mínum styrkleikum. Það var söluræðan,“ sagði Patrik að lokum. Viðtalið allt og innslagið úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Belgíski boltinn Tengdar fréttir Þrenna í uppbótartíma hélt lærisveinum Freys uppi í úrvalsdeild Lærisveinar Freys Alexanderssonar í KV Kortrijk tókst með ótrúlegum hætti að halda sæti sínu í belgísku úrvalsdeildinni eftir 4-2 sigur gegn Lommel þar sem þrenna var skoruð í uppbótartíma. 26. maí 2024 14:24 Rak mann og annan á innan við tveimur vikum Freyr Alexandersson vann þrekvirki þegar hann hélt belgíska efstu deildarliðinu KV Kortrijk uppi eftir að liðið var svo gott sem fallið þegar hann tók við því um mitt síðasta tímabil. 26. júní 2024 12:01 „Ég er ekki kraftaverkamaður“ „Ég get ekki tekið annað svona ár,“ segir knattspyrnuþjálfarinn Freyr Alexandersson sem vann mikið afrek með liði Kortrijk í belgísku úrvalsdeildinni. Afrek sem gerir Frey að afar eftirsóttum þjálfara og á hann mikilvægan fund í dag með stjórn félagsins. Freyr segist ekki vera kraftaverkamaður eins og margir halda fram. 28. maí 2024 08:00 Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Leik lokið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Fótbolti Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Í beinni: KR - Breiðablik | Fyrsti heimaleikur sumarsins á Meistaravöllum Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Sjá meira
Patrik er fæddur árið 2000 og hefur verið atvinnumaður síðan hann var 18 ára gamall. Hann hefur spilað fyrir fjölda félaga á láni en undanfarin þrjú ár hefur hann varið mark Viking í norsku úrvalsdeildinni. „Það var fínt fyrir mig að fara eitthvert þar sem ég gat sett niður rætur og fá smá stöðugleika. Markmiðið var að fara til Vikings í Noregi, gera það, spila fullt af leikjum og fá reynslu. Verða betri og vera svo seldur áfram. Það var alltaf hugmyndin, þannig að mission completed“ First day on the job ✅#KerelsStrijdenDoor 🔴⚪️ pic.twitter.com/fjT3xfQHe8— KV Kortrijk (@kvkofficieel) July 17, 2024 Væntir þess að vera fyrsti valkostur Patrik gerir fjögurra ára samning við Kortrijk og reiknar með því að vera fyrsti valkostur í markið á næsta tímabili. „Já, ég ætla allavega að hafa trú á því. Ég átti líka smá samtal við þá í janúar, það var líka skoðað málin þá en gekk ekki upp. Þannig að það var geggjað að þeir hafi náð að halda sér uppi.“ Spila í úrvalsdeild á næsta tímabili Kortrijk hélt óvænt og með ótrúlegum hætti sæti sínu í úrvalsdeildinni á næsta ári. Kraftaverkamaðurinn Freyr Alexandersson tók við liðinu fyrr á tímabilinu í nær ómögulegri stöðu en hefur tekið rækilega til hendinni og vildi fá Patrik með sér í verkefnið. „Hann hafði fylgst með mér í svolítinn tíma, markmannsþjálfarinn hérna líka, þannig að þeir þekktu mig vel. Þeir hafa trú á því að ég geti bætt liðið og hjálpað liðinu með mínum leikstíl og mínum styrkleikum. Það var söluræðan,“ sagði Patrik að lokum. Viðtalið allt og innslagið úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Belgíski boltinn Tengdar fréttir Þrenna í uppbótartíma hélt lærisveinum Freys uppi í úrvalsdeild Lærisveinar Freys Alexanderssonar í KV Kortrijk tókst með ótrúlegum hætti að halda sæti sínu í belgísku úrvalsdeildinni eftir 4-2 sigur gegn Lommel þar sem þrenna var skoruð í uppbótartíma. 26. maí 2024 14:24 Rak mann og annan á innan við tveimur vikum Freyr Alexandersson vann þrekvirki þegar hann hélt belgíska efstu deildarliðinu KV Kortrijk uppi eftir að liðið var svo gott sem fallið þegar hann tók við því um mitt síðasta tímabil. 26. júní 2024 12:01 „Ég er ekki kraftaverkamaður“ „Ég get ekki tekið annað svona ár,“ segir knattspyrnuþjálfarinn Freyr Alexandersson sem vann mikið afrek með liði Kortrijk í belgísku úrvalsdeildinni. Afrek sem gerir Frey að afar eftirsóttum þjálfara og á hann mikilvægan fund í dag með stjórn félagsins. Freyr segist ekki vera kraftaverkamaður eins og margir halda fram. 28. maí 2024 08:00 Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Leik lokið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Fótbolti Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Í beinni: KR - Breiðablik | Fyrsti heimaleikur sumarsins á Meistaravöllum Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Sjá meira
Þrenna í uppbótartíma hélt lærisveinum Freys uppi í úrvalsdeild Lærisveinar Freys Alexanderssonar í KV Kortrijk tókst með ótrúlegum hætti að halda sæti sínu í belgísku úrvalsdeildinni eftir 4-2 sigur gegn Lommel þar sem þrenna var skoruð í uppbótartíma. 26. maí 2024 14:24
Rak mann og annan á innan við tveimur vikum Freyr Alexandersson vann þrekvirki þegar hann hélt belgíska efstu deildarliðinu KV Kortrijk uppi eftir að liðið var svo gott sem fallið þegar hann tók við því um mitt síðasta tímabil. 26. júní 2024 12:01
„Ég er ekki kraftaverkamaður“ „Ég get ekki tekið annað svona ár,“ segir knattspyrnuþjálfarinn Freyr Alexandersson sem vann mikið afrek með liði Kortrijk í belgísku úrvalsdeildinni. Afrek sem gerir Frey að afar eftirsóttum þjálfara og á hann mikilvægan fund í dag með stjórn félagsins. Freyr segist ekki vera kraftaverkamaður eins og margir halda fram. 28. maí 2024 08:00
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn