Adam Silver ver nýjan svuntuskatt NBA deildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2024 16:00 Golden State Warriors er síðasta félagið sem vann marga titla á stuttum tíma í NBA deildinni í körfubolta en nú gæti það verið erfiðara fyrir NBA félögin að halda saman meistaraliðum sínum vegna strangari reglna um launaþakið. EPA-EFE/JOHN G. MABANGLO NBA félögunum hefur hvað eftir annað tekist að setja saman svokölluð ofurlið á síðustu árum með því að hóa saman mörgum frábærum leikmönnum á frábærum launum. Nú er það hins vegar orðið mun erfiðara vegn strangari reglna um launaþakið. Í nýju samkomulagi milli NBA og leikmannasamtakanna þá hefur það miklar fjárhagslegar afleiðingar fyrir félögin fari þau ákveðið mikið yfir launaþakið. Það er komið annað skattþrep. Hingað til hafa sum félög sætt sig við að borga stórar upphæðir í skatt fyrir að vera yfir launaþakinu en nýi skatturinn sér til þess að félögin treysta sér ekki þangað. Það mun kosta þau alltof mikinn pening. Peningurinn sem félögin, sem fara yfir launaþakið, borga í þennan refsiskatt er síðan skipt á milli þeirra félaga sem eru undir launaþakinu. Nýja skattþrepið margfaldar þessar greiðslur. Þetta þýðir að sum félög hafa ákveðið að semja ekki aftur við leikmenn þrátt fyrir að vilja halda þeim. Los Angeles Clippers missti þannig Paul George og Denver Nuggets missti Kentavious Caldwell-Pope svo eitthvað sé nefnt. NBA fólk kallar þetta svuntuskattinn. Búum nú í svuntu heimi „Við búum nú í svuntu heimi. Við höfum séð félög, sem ætla sér að berjast um titilinn, missa frá sér leikmenn. Það er afleiðing þess að búa í þessum svuntu heimi. Gerir þetta erfiðara að skipta á leikmönnum? Já. Eru góð leikmannaskipti í boði? Nei,“ sagði Rob Pelink, framkvæmdastjóri Los Angeles Lakers sem hefur ekki tekist að styrkja lið sitt almennilega í sumar. „Áhugafólk um NBA hefur verið að tala um þetta sem leiðinlegt sumar á markaðnum. Mér fannst það ekki vera það. Við sáum samt fullt af mikilvægum leikmönnum færa sig á milli félaga,“ sagði Adam Silver, hæstráðandi NBA deildarinnar. „Á sama tíma þá tel ég að þetta nýja kerfi hjálpi öllum félögunum þrjátíu og gefi þeim betri tækifæri til að keppa um titilinn. Við erum á réttri leið þar,“ sagði Silver. Sex félög meistarar á sex árum Sex mismunandi félög hafa orðið NBA meistarar á síðustu sex árum og Silver telur að nokkrir samningar við leikmannasamtökin í röð hafi hjálpað til þess að fleiri félög keppi um titilinn. „Þetta snýst um að við búum til sanngjarnt umhverfi þar sem að öll félög hafi verkfærin til að keppa um titilinn,“ sagði Silver. NBA Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Hörð rimma granna NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Sjá meira
Í nýju samkomulagi milli NBA og leikmannasamtakanna þá hefur það miklar fjárhagslegar afleiðingar fyrir félögin fari þau ákveðið mikið yfir launaþakið. Það er komið annað skattþrep. Hingað til hafa sum félög sætt sig við að borga stórar upphæðir í skatt fyrir að vera yfir launaþakinu en nýi skatturinn sér til þess að félögin treysta sér ekki þangað. Það mun kosta þau alltof mikinn pening. Peningurinn sem félögin, sem fara yfir launaþakið, borga í þennan refsiskatt er síðan skipt á milli þeirra félaga sem eru undir launaþakinu. Nýja skattþrepið margfaldar þessar greiðslur. Þetta þýðir að sum félög hafa ákveðið að semja ekki aftur við leikmenn þrátt fyrir að vilja halda þeim. Los Angeles Clippers missti þannig Paul George og Denver Nuggets missti Kentavious Caldwell-Pope svo eitthvað sé nefnt. NBA fólk kallar þetta svuntuskattinn. Búum nú í svuntu heimi „Við búum nú í svuntu heimi. Við höfum séð félög, sem ætla sér að berjast um titilinn, missa frá sér leikmenn. Það er afleiðing þess að búa í þessum svuntu heimi. Gerir þetta erfiðara að skipta á leikmönnum? Já. Eru góð leikmannaskipti í boði? Nei,“ sagði Rob Pelink, framkvæmdastjóri Los Angeles Lakers sem hefur ekki tekist að styrkja lið sitt almennilega í sumar. „Áhugafólk um NBA hefur verið að tala um þetta sem leiðinlegt sumar á markaðnum. Mér fannst það ekki vera það. Við sáum samt fullt af mikilvægum leikmönnum færa sig á milli félaga,“ sagði Adam Silver, hæstráðandi NBA deildarinnar. „Á sama tíma þá tel ég að þetta nýja kerfi hjálpi öllum félögunum þrjátíu og gefi þeim betri tækifæri til að keppa um titilinn. Við erum á réttri leið þar,“ sagði Silver. Sex félög meistarar á sex árum Sex mismunandi félög hafa orðið NBA meistarar á síðustu sex árum og Silver telur að nokkrir samningar við leikmannasamtökin í röð hafi hjálpað til þess að fleiri félög keppi um titilinn. „Þetta snýst um að við búum til sanngjarnt umhverfi þar sem að öll félög hafi verkfærin til að keppa um titilinn,“ sagði Silver.
NBA Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Hörð rimma granna NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn