Tónleikaferðalagið í vaskinn eftir ummæli um Trump Máni Snær Þorláksson skrifar 16. júlí 2024 15:10 Kyle Gass og Jack Black sýna listir sínar á tónleikum í Þýskalandi árið 2019. Óvíst er hvenær þeir koma aftur saman fram á sviði. EPA/TIMM SCHAMBERGER Tónleikaferðalag tvíeykisins Tenacious D, sem samanstendur af þeim Jack Black og Kyle Gass, er á enda eftir að sá síðarnefndi gerði grín að banatilræðinu við Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðanda. Á tónleikum hljómsveitarinnar í áströlsku borginni Sydney síðastliðinn sunnudag kom Jack Black á sviðið með afmælisköku fyrir Gass. Black sagði félaga sínum að óska sér og þá svaraði Gass með óskinni: „Ekki skjóta framhjá Trump næst.“ Þessi ummæli vöktu talsverða ólgu. Ástralski öldungadeildarþingmaðurinn Ralph Babet kallaði meira að segja eftir því að hljómsveitin yrði rekin úr landi á stundinni vegna ummælanna. Babet sagði að það að óska eftir öðru eins væri hræðilegt, ógeðslegt, og óásættanlegt. „Þetta var ekki brandari, honum var dauðans alvara þegar hann óskaði sér.“ Jack Black gaf í dag út yfirlýsingu vegna málsins þar sem fram kemur að tónleikaferðalagi Tenacious D sé á enda. „Eftir að hafa hugsað ítarlega um málið þá finnst mér ekki lengur við hæfi að halda tónleikaferðalaginu áfram.“ Þá segir Black að öll plön tvíeykisins séu komin á ís. „Ég er þakklátur aðdáendum fyrir stuðning þeirra og skilning,“ segir hann svo að lokum. View this post on Instagram A post shared by Jack Black (@jackblack) Eftir það gaf Kyle Gass einnig út yfirlýsingu þar sem hann baðst innilegrar afsökunar á ummælunum. Þá sagði Gass að ummælin hafi verið spuni. Þau hafi alls ekki verið við hæfi, um hafi verið að ræða hættuleg og hræðileg mistök. „Það sem kom fyrir er harmleikur og mér þykir virkilega leitt að ég hafi gerst sekur um þennan mikla dómgreindarbrest.“ Ástralía Tónlist Donald Trump Mest lesið „Hann var bara draumur“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira
Á tónleikum hljómsveitarinnar í áströlsku borginni Sydney síðastliðinn sunnudag kom Jack Black á sviðið með afmælisköku fyrir Gass. Black sagði félaga sínum að óska sér og þá svaraði Gass með óskinni: „Ekki skjóta framhjá Trump næst.“ Þessi ummæli vöktu talsverða ólgu. Ástralski öldungadeildarþingmaðurinn Ralph Babet kallaði meira að segja eftir því að hljómsveitin yrði rekin úr landi á stundinni vegna ummælanna. Babet sagði að það að óska eftir öðru eins væri hræðilegt, ógeðslegt, og óásættanlegt. „Þetta var ekki brandari, honum var dauðans alvara þegar hann óskaði sér.“ Jack Black gaf í dag út yfirlýsingu vegna málsins þar sem fram kemur að tónleikaferðalagi Tenacious D sé á enda. „Eftir að hafa hugsað ítarlega um málið þá finnst mér ekki lengur við hæfi að halda tónleikaferðalaginu áfram.“ Þá segir Black að öll plön tvíeykisins séu komin á ís. „Ég er þakklátur aðdáendum fyrir stuðning þeirra og skilning,“ segir hann svo að lokum. View this post on Instagram A post shared by Jack Black (@jackblack) Eftir það gaf Kyle Gass einnig út yfirlýsingu þar sem hann baðst innilegrar afsökunar á ummælunum. Þá sagði Gass að ummælin hafi verið spuni. Þau hafi alls ekki verið við hæfi, um hafi verið að ræða hættuleg og hræðileg mistök. „Það sem kom fyrir er harmleikur og mér þykir virkilega leitt að ég hafi gerst sekur um þennan mikla dómgreindarbrest.“
Ástralía Tónlist Donald Trump Mest lesið „Hann var bara draumur“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira