Ralf Schumacher kemur út úr skápnum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. júlí 2024 10:01 Ralf Schumacher frumsýndi nýja kærastann á Instagram-síðu sinni í gær. Marco Canoniero/LightRocket via Getty Images Ralf Schumacher, fyrrverandi ökuþór í Formúlu 1 og yngri bróðir sjöfalda heimsmeistarans Michael Schumacher, hefur tilkynnt að hann sé samkynhneigður. Schumacher birti mynd á Instagram-síðu sinni í gær þar sem hann heldur utan um annan mann og þeir horfa saman á sólsetrið. Sá heitir Etienne og hafa þeir Ralf verið í sambandi í um tvö ár. „Það fallegasta við þetta líf er þegar þú finnur réttan félaga til að hafa þér við hlið og getur deilt öllu með,“ ritar Schumacher með færslunni á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Ralf Schumacher (@ralfschumacher_rsc) Schumacher, sem er 49 ára gamall, var giftur fyrirsætunni Cora-Caroline Brinkmann frá árinu 2001. Saman eiga þau einn son, David Schumacher, en þau skildu árið 2015. Hann keppti í Formúlu 1 á árunum 1997-2007 með liðum Jordan, Williams og Toyota. Ferill Ralf Schumacher er ekki eins glæstur og hjá eldri bróður hans Michael Schumacer sem á sínum tíma varð sjö sinnum heimsmeistari. Ralf Schumacher keppti alls 180 sinnum í Formúlu 1 og fagnaði sigri í sex keppnum. Hann og Michael eru því einu bræðurnir sem hafa fagnað sigri í Formúlu 1. Akstursíþróttir Hinsegin Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Schumacher birti mynd á Instagram-síðu sinni í gær þar sem hann heldur utan um annan mann og þeir horfa saman á sólsetrið. Sá heitir Etienne og hafa þeir Ralf verið í sambandi í um tvö ár. „Það fallegasta við þetta líf er þegar þú finnur réttan félaga til að hafa þér við hlið og getur deilt öllu með,“ ritar Schumacher með færslunni á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Ralf Schumacher (@ralfschumacher_rsc) Schumacher, sem er 49 ára gamall, var giftur fyrirsætunni Cora-Caroline Brinkmann frá árinu 2001. Saman eiga þau einn son, David Schumacher, en þau skildu árið 2015. Hann keppti í Formúlu 1 á árunum 1997-2007 með liðum Jordan, Williams og Toyota. Ferill Ralf Schumacher er ekki eins glæstur og hjá eldri bróður hans Michael Schumacer sem á sínum tíma varð sjö sinnum heimsmeistari. Ralf Schumacher keppti alls 180 sinnum í Formúlu 1 og fagnaði sigri í sex keppnum. Hann og Michael eru því einu bræðurnir sem hafa fagnað sigri í Formúlu 1.
Akstursíþróttir Hinsegin Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira