Ralf Schumacher kemur út úr skápnum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. júlí 2024 10:01 Ralf Schumacher frumsýndi nýja kærastann á Instagram-síðu sinni í gær. Marco Canoniero/LightRocket via Getty Images Ralf Schumacher, fyrrverandi ökuþór í Formúlu 1 og yngri bróðir sjöfalda heimsmeistarans Michael Schumacher, hefur tilkynnt að hann sé samkynhneigður. Schumacher birti mynd á Instagram-síðu sinni í gær þar sem hann heldur utan um annan mann og þeir horfa saman á sólsetrið. Sá heitir Etienne og hafa þeir Ralf verið í sambandi í um tvö ár. „Það fallegasta við þetta líf er þegar þú finnur réttan félaga til að hafa þér við hlið og getur deilt öllu með,“ ritar Schumacher með færslunni á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Ralf Schumacher (@ralfschumacher_rsc) Schumacher, sem er 49 ára gamall, var giftur fyrirsætunni Cora-Caroline Brinkmann frá árinu 2001. Saman eiga þau einn son, David Schumacher, en þau skildu árið 2015. Hann keppti í Formúlu 1 á árunum 1997-2007 með liðum Jordan, Williams og Toyota. Ferill Ralf Schumacher er ekki eins glæstur og hjá eldri bróður hans Michael Schumacer sem á sínum tíma varð sjö sinnum heimsmeistari. Ralf Schumacher keppti alls 180 sinnum í Formúlu 1 og fagnaði sigri í sex keppnum. Hann og Michael eru því einu bræðurnir sem hafa fagnað sigri í Formúlu 1. Akstursíþróttir Hinsegin Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Þóttist vera látinn yngri bróður sinn Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Schumacher birti mynd á Instagram-síðu sinni í gær þar sem hann heldur utan um annan mann og þeir horfa saman á sólsetrið. Sá heitir Etienne og hafa þeir Ralf verið í sambandi í um tvö ár. „Það fallegasta við þetta líf er þegar þú finnur réttan félaga til að hafa þér við hlið og getur deilt öllu með,“ ritar Schumacher með færslunni á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Ralf Schumacher (@ralfschumacher_rsc) Schumacher, sem er 49 ára gamall, var giftur fyrirsætunni Cora-Caroline Brinkmann frá árinu 2001. Saman eiga þau einn son, David Schumacher, en þau skildu árið 2015. Hann keppti í Formúlu 1 á árunum 1997-2007 með liðum Jordan, Williams og Toyota. Ferill Ralf Schumacher er ekki eins glæstur og hjá eldri bróður hans Michael Schumacer sem á sínum tíma varð sjö sinnum heimsmeistari. Ralf Schumacher keppti alls 180 sinnum í Formúlu 1 og fagnaði sigri í sex keppnum. Hann og Michael eru því einu bræðurnir sem hafa fagnað sigri í Formúlu 1.
Akstursíþróttir Hinsegin Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Þóttist vera látinn yngri bróður sinn Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira