Segir „óeðlilegan hagsmunaárekstur“ við mat á sakhæfi áhyggjuefni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. júlí 2024 20:00 Guðmundur Ingi Þóroddsson er formaður Afstöðu. Vísir/Ívar Fannar Það tíðkast að sömu geðlæknar leggi mat á sakhæfi einstaklinga fyrir dómstólum og sem sinna myndu þeim á réttargeðdeild. Þetta skapar óeðlilegan hagsmunaárekstur að mati formanns Afstöðu. Alvarlegt ástand ríki í geðheilbrigðismálum fanga. Umræða um geðheilbrigði fanga er ekki ný af nálinni en formaður Afstöðu, félags fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, segist merkja mikla hnignun á andlegri heilsu fanga sem hafa verið lengi í afplánun og þeirra sem sátu inni á tímum heimsfaraldurs. „Við vöruðum viðþessu á sínum tíma. Þáverandi dómsmálaráðherra gaf ekki mikið fyrir þetta og gaf lítið fyrir okkar skoðanir en nú er bara staðreyndin að koma í ljós. Þetta er mjög alvarlegt ástand og mikiðáhyggjuefni hvað við sjáum marga sem eru að fara mjög alvarlega núna út úr sinni fangavist,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu. Stjórnvöld séu að einhverju leiti að taka við sér. En í sumum tilfellum sé brugðist við of seint. „Það skortir ekki á vilja hjá fangelsismálayfirvöldum og í raun og veru er heilbrigðisráðherrann í dag með nefndir eða vinnuhópa sem eru að vinna akkúrat íþessum málum. Það má hrósa þeim fyrir hvaðþeir eru að bregðast við núna. En vandamálið er aðþað er bara allt of seint og þar má kenna um þeim sem stjórna fangelsismálum íþví ráðuneyti áður fyrr og á tímum covid þegar var verið að benda áþessa hluti,“ segir Guðmundur. „Óeðlileg“ staða við mat á sakhæfi Nokkur umræða hefur jafnframt skapast að undanförnu um mat á sakhæfi og hvernig því er háttað við meðferð sakamála hér á landi. Við mat á sakhæfi fyrir dómstólum eru geðlæknar stundum kvaddir fyrir dóm til að leggja faglegt mat á sakhæfi einstaklinga sem grunaðir eru um afbrot. Dómstólar hafa þó endanlegt úrskurðarvald viðákvörðun um sakhæfi, þótt mat geðlæknis sé oft haft að leiðarljósi. Það hvort einstaklingur er metinn sakhæfur eða ekki ræður svo því hvort viðkomandi sé vistaður í fangelsi eða öðru úrræði á borð við réttargeðdeild sem hefur það hlutverk að meðhöndla ósakhæfa einstaklinga. „Það er svolítið slæm staða áþví líka en það er kannski því um að kenna, það er smæðin. Við erum svo fá og það eru svo fáir geðlæknar sem taka að sér geðhæfismat. Og þar af leiðandi eru þetta oft sömu einstaklingarnir sem eru aðákveða sakhæfi og hvort þeir eigi síðan að vera hjá sinni stofnun eða einhvers staðar annarsstaðar og það er óeðlilegt að okkar mati og þarf að laga. En það er erfitt,“ segir Guðmundur Ingi. Þetta segir hann að feli „klárlega“í sér ákveðinn hagsmunaárekstur. Þetta skapi aðstæður þar sem geðlæknir er íþeirri stöðu að leggja mat á einstakling fyrir dómi, sem beinlínis getur haft áhrif áákvörðun um sakhæfi og það hvort viðkomandi verði skjólstæðingur sama læknis á réttargeðdeild. Guðmundur segir að Afstaða hafi gert athugasemdir viðþetta áýmsum vettvangi, meðal annars í greinaskrifum, á læknadögum og á fundum og í vinnuhópum á vegum ráðuneyta sem samtökin taka þátt í. Þá segir Guðmundur stöðu andlega veikra fanga sem vistaðir eru íöryggisklefum fangelsa vera sorglega. „Þá eru þeir vistaðir með ekki stól, ekki klukku og ekki gluggatjöld og þetta getur verið hættulegt og er í raun og veru pyndingar og er ekki til þess að lækna fólk, fólk kemur ekki betra úr þessum aðstæðum,“ segir Guðmundur. Fangelsismál Geðheilbrigði Dómstólar Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Umræða um geðheilbrigði fanga er ekki ný af nálinni en formaður Afstöðu, félags fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, segist merkja mikla hnignun á andlegri heilsu fanga sem hafa verið lengi í afplánun og þeirra sem sátu inni á tímum heimsfaraldurs. „Við vöruðum viðþessu á sínum tíma. Þáverandi dómsmálaráðherra gaf ekki mikið fyrir þetta og gaf lítið fyrir okkar skoðanir en nú er bara staðreyndin að koma í ljós. Þetta er mjög alvarlegt ástand og mikiðáhyggjuefni hvað við sjáum marga sem eru að fara mjög alvarlega núna út úr sinni fangavist,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu. Stjórnvöld séu að einhverju leiti að taka við sér. En í sumum tilfellum sé brugðist við of seint. „Það skortir ekki á vilja hjá fangelsismálayfirvöldum og í raun og veru er heilbrigðisráðherrann í dag með nefndir eða vinnuhópa sem eru að vinna akkúrat íþessum málum. Það má hrósa þeim fyrir hvaðþeir eru að bregðast við núna. En vandamálið er aðþað er bara allt of seint og þar má kenna um þeim sem stjórna fangelsismálum íþví ráðuneyti áður fyrr og á tímum covid þegar var verið að benda áþessa hluti,“ segir Guðmundur. „Óeðlileg“ staða við mat á sakhæfi Nokkur umræða hefur jafnframt skapast að undanförnu um mat á sakhæfi og hvernig því er háttað við meðferð sakamála hér á landi. Við mat á sakhæfi fyrir dómstólum eru geðlæknar stundum kvaddir fyrir dóm til að leggja faglegt mat á sakhæfi einstaklinga sem grunaðir eru um afbrot. Dómstólar hafa þó endanlegt úrskurðarvald viðákvörðun um sakhæfi, þótt mat geðlæknis sé oft haft að leiðarljósi. Það hvort einstaklingur er metinn sakhæfur eða ekki ræður svo því hvort viðkomandi sé vistaður í fangelsi eða öðru úrræði á borð við réttargeðdeild sem hefur það hlutverk að meðhöndla ósakhæfa einstaklinga. „Það er svolítið slæm staða áþví líka en það er kannski því um að kenna, það er smæðin. Við erum svo fá og það eru svo fáir geðlæknar sem taka að sér geðhæfismat. Og þar af leiðandi eru þetta oft sömu einstaklingarnir sem eru aðákveða sakhæfi og hvort þeir eigi síðan að vera hjá sinni stofnun eða einhvers staðar annarsstaðar og það er óeðlilegt að okkar mati og þarf að laga. En það er erfitt,“ segir Guðmundur Ingi. Þetta segir hann að feli „klárlega“í sér ákveðinn hagsmunaárekstur. Þetta skapi aðstæður þar sem geðlæknir er íþeirri stöðu að leggja mat á einstakling fyrir dómi, sem beinlínis getur haft áhrif áákvörðun um sakhæfi og það hvort viðkomandi verði skjólstæðingur sama læknis á réttargeðdeild. Guðmundur segir að Afstaða hafi gert athugasemdir viðþetta áýmsum vettvangi, meðal annars í greinaskrifum, á læknadögum og á fundum og í vinnuhópum á vegum ráðuneyta sem samtökin taka þátt í. Þá segir Guðmundur stöðu andlega veikra fanga sem vistaðir eru íöryggisklefum fangelsa vera sorglega. „Þá eru þeir vistaðir með ekki stól, ekki klukku og ekki gluggatjöld og þetta getur verið hættulegt og er í raun og veru pyndingar og er ekki til þess að lækna fólk, fólk kemur ekki betra úr þessum aðstæðum,“ segir Guðmundur.
Fangelsismál Geðheilbrigði Dómstólar Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira