Gary Lineker vill banna orðin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2024 12:00 Gary Lineker er komin með nóg af umræðunni um að fótboltinn sé að koma heim. Þau færi bara ill álög yfir enska landsliðð. EPA-EFE/WILL OLIVER Gary Lineker, knattspyrnusérfræðingur og fyrrum landsliðsmaður Englendinga, vill alls ekki heyra ákveðin orð í aðdraganda úrslitaleik Englands og Spánar um Evrópumeistaratitilinn. Lineker hefur bannað orðin í umfjöllun breska ríkisútvarpsins í aðdraganda leiksins. „Við bönnum þessi orð,“ sagði Gary Lineker sem stýrir umræðuþáttum um keppnina. Það þarf kannski ekki að koma mörgum á óvart um hvaða orð hann er að tala. Gary Lineker: Stoppa orden i BBC! https://t.co/YlCWL7Vanj— Sportbladet (@sportbladet) July 13, 2024 Þessi setning kemur alltaf fram þegar enska landsliðið tekur þátt í stórmótum í fótbolta. Það fór fyrst á flug í tengslum við Evrópumótið 2021 en var enn meira áberandi fyrir HM í Katar 2022. Enska liðið tapaði í úrslitaleik á EM 2021 á heimavelli en datt úr í átta liða úrslitum á HM 2022. Nú er enska liðið komið alla leið í úrslitaleikinn á EM 2024. Frammistaðan hefur ekki verið sannfærandi en heppnin, sem hefur yfirgefið Englendinga svo oft á stórmótum síðustu áratuga, hefur svo sannarlega verið með enska liðinu á Evrópumótinu í Þýskalandi. Orðin sem um ræðir eru:„Football's coming home“ eða „fótboltinn er að koma heim“ sem kemur úr laginu „Three Lions“ sem er gælunafn enska landsliðsins. Lineker er á því að notkunin á þessum orðið færi Englendingum ólukku og ill álög en enska karlalandsliðið í fótbolta hefur ekki unnið stórmót síðan á HM 1966. „Við bönnum þessi orð því þau hafa aðeins fært okkur ógæfu í öll þessu ár,“ sagði Lineker en The Mirror segir frá. Það verður athyglisvert að sjá hvort kollegar hans hlýði. "It's coming home..." ❌Gary Lineker has quipped talk of football coming home is banned during the BBC's coverage of the Euro 2024 final to avoid jinxing England 😅💬https://t.co/zRaS06ibgn pic.twitter.com/aHEqvH4r63— Mirror Football (@MirrorFootball) July 12, 2024 EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fleiri fréttir Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjá meira
Lineker hefur bannað orðin í umfjöllun breska ríkisútvarpsins í aðdraganda leiksins. „Við bönnum þessi orð,“ sagði Gary Lineker sem stýrir umræðuþáttum um keppnina. Það þarf kannski ekki að koma mörgum á óvart um hvaða orð hann er að tala. Gary Lineker: Stoppa orden i BBC! https://t.co/YlCWL7Vanj— Sportbladet (@sportbladet) July 13, 2024 Þessi setning kemur alltaf fram þegar enska landsliðið tekur þátt í stórmótum í fótbolta. Það fór fyrst á flug í tengslum við Evrópumótið 2021 en var enn meira áberandi fyrir HM í Katar 2022. Enska liðið tapaði í úrslitaleik á EM 2021 á heimavelli en datt úr í átta liða úrslitum á HM 2022. Nú er enska liðið komið alla leið í úrslitaleikinn á EM 2024. Frammistaðan hefur ekki verið sannfærandi en heppnin, sem hefur yfirgefið Englendinga svo oft á stórmótum síðustu áratuga, hefur svo sannarlega verið með enska liðinu á Evrópumótinu í Þýskalandi. Orðin sem um ræðir eru:„Football's coming home“ eða „fótboltinn er að koma heim“ sem kemur úr laginu „Three Lions“ sem er gælunafn enska landsliðsins. Lineker er á því að notkunin á þessum orðið færi Englendingum ólukku og ill álög en enska karlalandsliðið í fótbolta hefur ekki unnið stórmót síðan á HM 1966. „Við bönnum þessi orð því þau hafa aðeins fært okkur ógæfu í öll þessu ár,“ sagði Lineker en The Mirror segir frá. Það verður athyglisvert að sjá hvort kollegar hans hlýði. "It's coming home..." ❌Gary Lineker has quipped talk of football coming home is banned during the BBC's coverage of the Euro 2024 final to avoid jinxing England 😅💬https://t.co/zRaS06ibgn pic.twitter.com/aHEqvH4r63— Mirror Football (@MirrorFootball) July 12, 2024
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fleiri fréttir Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjá meira