Sigurinn var öruggur fyrir þær austurrísku. Celina Degen kom þeim yfir, Eileen Campbell tvöfaldaði forystuna og þær tóku þriggja marka forystu þegar Sylwia Matisik setti boltann óvart í eigið net.
Natalia Padilla klóraði í bakkann fyrir þær pólsku en nær komust þær ekki og Austurríki hirti stigin þrjú.
Stig sem hefðu verið Austurríki gríðarleg mikilvæg í baráttunni um sæti á Evrópumótinu en sigur Íslands gegn Þýskalandi þýðir að þær austurrísku munu þurfa að spreyta sig í umspilinu.
Ísland er með tíu stig og Austurríki sjö, þær gætu því jafnað Ísland að stigum og endað með betri markatölu en þar sem Ísland vann innbyrðis viðureignir liðanna endar Ísland í 2. sæti riðilsins.