Nadine birti færslu á síðu sinni á TikTok þar sem hún tekur atvikið fyrir og hún er eins og gefur að skilja ekki ánægð með nýja eiginmann sinn.
„Ég er búin að vera með þessum manni í ástarsambandi í nokkur ár. Við vorum að gifta okkur en hann veit ekki hvenær ég á afmæli,“ segir hún kaldhæðnislega.
Um ræðir óbirtan hlaðvarpsþátt Snorra þar sem hann tekur stjörnuspeki fyrir. Snorri segir kokhraustur að Nadine eigi afmæli í mars en hún áréttar í færslunni að hún eigi vissulega afmæli í janúar.
„Ég er giftur maður en ég þyrfti nú kannski að hjálpa konunni minni áleiðis því hún er alveg klikkuð hún er fædd fjórtánda mars,“ segir Snorri en samhengi ummæla hans er ekki ljóst.
Nadine kemur því þá á framfæri að hún sé fullkomlega meðvituð um hvenær Snorri eigi afmæli og hvert hans stjörnumerki er.
„Hann er naut í stjörnumerkinu á afmæli fyrsta maí. Ég held það hljóti að vera að naut séu frekar heimsk,“ segir Nadine.