Hafþór Örn Pétursson náði herlegheitunum á myndband og lýsir atburðarásinni í samtali við fréttastofu. „Við vorum þrír inni í stofu að spjalla og heyrum allt í einu þvílík læti og drunur,“ segir Hafþór.
Í fyrstu hafi þeir haldið að nú væri farið að hvessa allhressilega, en þegar þeim var litið út um gluggan hafi þeir séð aurskriðuna.
„Ég hef aldrei séð svona áður,“ segir Hafþór. Hann segir skriðuna hafa náð út í flata en ekki drifið að Syðridalsvatni.