„Ég elska þegar fólk mætir í stúkuna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2024 09:01 Hlín Eiríksdóttir er að spila mjög vel í sænsku deildinni og var tilnefnd sem einn af bestu leikmönnum júnímánaðar. Vísir/Einar Hlín Eiríksdóttir er í hópi þeirra leikmanna íslenska kvennalandsliðsins sem eru á miðju tímabili. Sumar í hópnum eru hins vegar að byrja nýtt tímabil í þessum landsliðsglugga þar sem íslenska liðið spilar lokaleiki sína í undankeppni EM 2025. Frábær frammistaða Hlínar með Kristianstad ætti að hjálpa henni til að mæta með fullt sjálftraust í leik á móti einu besta liði Evrópu. Íslensku stelpurnar gert tryggt sér EM-sætið með sigri á Þjóðverjum á Laugardalsvellinum á morgun en fá líka möguleika á því á móti Pólverjum nokkrum dögum síðar. Kominn tími á að vinna þær loksins „Þessi leikur leggst ljómandi vel í mig. Ég hlakka ótrúlega mikið til. Þetta verður mjög erfiður leikur en það er gaman að mæta þeim á heimavelli. Ég held að það sé kominn tími á að vinna þær loksins,“ sagði Hlín í samtali við Stefán Árna Pálsson. Er ekki gaman að mæta svona stórþjóð í fótbolta? Leikirnir sem maður vill spila „Jú, þetta eru bara leikirnir sem maður vill spila. Mér finnst það algjör forréttindi að fá að spila aftur og aftur við Þýskaland. Þetta er lið sem við viljum mæta og við fáum þarna að mæla okkur við bestu leikmenn í heimi,“ sagði Hlín. „Ég held samt að það sé orðið tímabært að við náum kannski í stig á móti þeim,“ sagði Hlín. Íslenska liðið hefur oft tapað illa á móti þýska liðinu en síðasti leikurinn á móti þeim var miklu betri. Hvað þarf að ganga upp til að íslensku stelpurnar tryggi sér EM sæti með sigri á Þjóðverjum á morgun? Klippa: „Ég held að það sé komi tími á að vinna þær loksins“ „Við fengum alvöru skell á móti þeim seinasta haust og ég held að við höfum tekið mjög mikinn lærdóm þaðan. Ég held að þetta sé hugarfarsatriði. Fyrst og fremst að mæta í leikinn af fullum krafti og þora. Mér fannst við ekki þora að halda í boltann á móti þeim úti í Þýskalandi síðasta haust,“ sagði Hlín. „Ef við mætum, vinnum okkar einvígi og fylgjum leikplaninu þá eigum við góða möguleika,“ sagði Hlín. Hversu miklu máli skiptir það íslensku stelpurnar að fá góðan stuðning á heimavelli? Því fleiri því betra „Ég elska þegar fólk mætir í stúkuna. Því fleiri því betra. Það skiptir auðvitað máli og það sýndi sig þegar við áttum miklu betri leik þegar við mættum þeim hérna á heimavelli. Það gefur okkur mjög mikið,“ sagði Hlín. Hlín hefur verið að spila mjög vel í sænsku deildinni í sumar og kemur inn í þessa leiki með mikið sjálfstraust. „Sjálfstraust er lykilatriði. Ég er með hörkusjálfstraust akkúrat núna og ég tek það bara með mér hingað,“ sagði Hlín. Það má horfa á viðtalið hér fyrir ofan. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Fleiri fréttir Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Sjá meira
Frábær frammistaða Hlínar með Kristianstad ætti að hjálpa henni til að mæta með fullt sjálftraust í leik á móti einu besta liði Evrópu. Íslensku stelpurnar gert tryggt sér EM-sætið með sigri á Þjóðverjum á Laugardalsvellinum á morgun en fá líka möguleika á því á móti Pólverjum nokkrum dögum síðar. Kominn tími á að vinna þær loksins „Þessi leikur leggst ljómandi vel í mig. Ég hlakka ótrúlega mikið til. Þetta verður mjög erfiður leikur en það er gaman að mæta þeim á heimavelli. Ég held að það sé kominn tími á að vinna þær loksins,“ sagði Hlín í samtali við Stefán Árna Pálsson. Er ekki gaman að mæta svona stórþjóð í fótbolta? Leikirnir sem maður vill spila „Jú, þetta eru bara leikirnir sem maður vill spila. Mér finnst það algjör forréttindi að fá að spila aftur og aftur við Þýskaland. Þetta er lið sem við viljum mæta og við fáum þarna að mæla okkur við bestu leikmenn í heimi,“ sagði Hlín. „Ég held samt að það sé orðið tímabært að við náum kannski í stig á móti þeim,“ sagði Hlín. Íslenska liðið hefur oft tapað illa á móti þýska liðinu en síðasti leikurinn á móti þeim var miklu betri. Hvað þarf að ganga upp til að íslensku stelpurnar tryggi sér EM sæti með sigri á Þjóðverjum á morgun? Klippa: „Ég held að það sé komi tími á að vinna þær loksins“ „Við fengum alvöru skell á móti þeim seinasta haust og ég held að við höfum tekið mjög mikinn lærdóm þaðan. Ég held að þetta sé hugarfarsatriði. Fyrst og fremst að mæta í leikinn af fullum krafti og þora. Mér fannst við ekki þora að halda í boltann á móti þeim úti í Þýskalandi síðasta haust,“ sagði Hlín. „Ef við mætum, vinnum okkar einvígi og fylgjum leikplaninu þá eigum við góða möguleika,“ sagði Hlín. Hversu miklu máli skiptir það íslensku stelpurnar að fá góðan stuðning á heimavelli? Því fleiri því betra „Ég elska þegar fólk mætir í stúkuna. Því fleiri því betra. Það skiptir auðvitað máli og það sýndi sig þegar við áttum miklu betri leik þegar við mættum þeim hérna á heimavelli. Það gefur okkur mjög mikið,“ sagði Hlín. Hlín hefur verið að spila mjög vel í sænsku deildinni í sumar og kemur inn í þessa leiki með mikið sjálfstraust. „Sjálfstraust er lykilatriði. Ég er með hörkusjálfstraust akkúrat núna og ég tek það bara með mér hingað,“ sagði Hlín. Það má horfa á viðtalið hér fyrir ofan.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Fleiri fréttir Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Sjá meira