Messi skoraði þegar Argentínumenn fóru í úrslitaleikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2024 06:31 Lionel Messi fagnar marki sinu í undanúrslitaleiknum á móti Kanada í nótt. Getty/Robin Alam Heimsmeistarar Argentínu eru komnir í þriðja úrslitaleikinn í röð á stórmóti eftir 2-0 sigur á Kanada í undanúrslitaleik Suðurameríkukeppninnar í nótt. Argentína mætir annað hvort Úrúgvæ eða Kólumbíu í úrslitaleiknum sem fer fram á Flórída á sunnudaginn. Argentína vann HM í Katar 2022 og síðustu Copa América árið 2021 en það voru fyrstu titlarnir í langan tíma. Þetta voru líka fyrstu tveir titlarnir hjá Lionel Messi í þessum keppnum. Nú gæti sigurgangan haldið áfram. Messi and Argentina are just one more win away from adding another trophy to the cabinet 🏆 pic.twitter.com/xFH4H4clNq— ESPN FC (@ESPNFC) July 10, 2024 Messi var að glíma við meiðsli aftan í læri í aðdraganda leiksins en allt leit vel út hjá honum í leiknum. Manchester City maðurinn Julián Álvarez skoraði fyrra markið á 22. mínútu eftir stoðsendingu frá Rodrigo De Paul. Messi skoraði seinna markið á 51. mínútu eftir að hafa stýrt skoti Chelsea mannsins Enzo Fernández í markið. Þetta var fjórtánda mark Messi í sögu Copa América og 28. markið í síðustu 25 landsleikjum hjá hinum 37 ára gamla Messi. Messi komst líka upp í annað sætið yfir markahæstu landsliðsleikmenn allra tíma og upp fyrir Íranan Ali Daei. Ronaldo er efstur með 130 landsliðsmörk en Messi er nú kominn með 109. Argentína getur unnið Suðurameríkukeppnina í sextánda sinn en Messi og félagar hafa spilað sex af síðustu átta úrslitaleikjum keppninnar. Með því að vinna þrjú stórmót í röð myndi Argentínumenn jafna afrek Spánverja frá 2öö8 til 2012 sem unnu þá þrjú mót í röð eða EM 2008, HM 2010 og EM 2012. ✅ 2007✅ 2015✅ 2016✅ 2019✅ 2021✅ 2024Leo Messi has scored in 𝐒𝐈𝐗 Copa Américas 🇦🇷 pic.twitter.com/ld0GOHtlFv— B/R Football (@brfootball) July 10, 2024 Copa América Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fleiri fréttir Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sjá meira
Argentína mætir annað hvort Úrúgvæ eða Kólumbíu í úrslitaleiknum sem fer fram á Flórída á sunnudaginn. Argentína vann HM í Katar 2022 og síðustu Copa América árið 2021 en það voru fyrstu titlarnir í langan tíma. Þetta voru líka fyrstu tveir titlarnir hjá Lionel Messi í þessum keppnum. Nú gæti sigurgangan haldið áfram. Messi and Argentina are just one more win away from adding another trophy to the cabinet 🏆 pic.twitter.com/xFH4H4clNq— ESPN FC (@ESPNFC) July 10, 2024 Messi var að glíma við meiðsli aftan í læri í aðdraganda leiksins en allt leit vel út hjá honum í leiknum. Manchester City maðurinn Julián Álvarez skoraði fyrra markið á 22. mínútu eftir stoðsendingu frá Rodrigo De Paul. Messi skoraði seinna markið á 51. mínútu eftir að hafa stýrt skoti Chelsea mannsins Enzo Fernández í markið. Þetta var fjórtánda mark Messi í sögu Copa América og 28. markið í síðustu 25 landsleikjum hjá hinum 37 ára gamla Messi. Messi komst líka upp í annað sætið yfir markahæstu landsliðsleikmenn allra tíma og upp fyrir Íranan Ali Daei. Ronaldo er efstur með 130 landsliðsmörk en Messi er nú kominn með 109. Argentína getur unnið Suðurameríkukeppnina í sextánda sinn en Messi og félagar hafa spilað sex af síðustu átta úrslitaleikjum keppninnar. Með því að vinna þrjú stórmót í röð myndi Argentínumenn jafna afrek Spánverja frá 2öö8 til 2012 sem unnu þá þrjú mót í röð eða EM 2008, HM 2010 og EM 2012. ✅ 2007✅ 2015✅ 2016✅ 2019✅ 2021✅ 2024Leo Messi has scored in 𝐒𝐈𝐗 Copa Américas 🇦🇷 pic.twitter.com/ld0GOHtlFv— B/R Football (@brfootball) July 10, 2024
Copa América Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fleiri fréttir Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sjá meira