„Gott veður alls staðar á sunnudag og mánudag“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. júlí 2024 12:57 Egilsstaðir í blíðviðri, en slíku er einmitt spáð þar um helgina. Vísir/Vilhelm Útlit er fyrir talsverða vætu á vesturhluta landsins næstu daga. Á Norðaustur- og Austurlandi verður hins vegar þurrt, bjart og hlýtt. Um og eftir helgi er útlit fyrir prýðisveður víðast hvar um landið. Um helgina er spáð 25 stiga hita á Egilsstöðum. Það er fátt sem á hug og hjörtu Íslendinga á sumrin eins og veðrið. Í veðurmálum næstu daga er það helst að frétta að sunnan- og suðvestanáttir munu færa íbúum á vesturhluta landsins talsverða úrkomu. „En bara þurrt, bjart og hlýtt á Norðaustur- og Austurhluta landsins,“ segir Kristín Hermannsdóttir, fagstjóri veðurþjónustu hjá Veðurstofu Íslands. Úrkoman fylgi hlýja loftinu sem komi að sunnan til að byrja með. „Sérstaklega á fimmtudag og föstudag á vesturhluta landsins, en hlýja landið fer svo yfir allt land. Þannig að það verður hlýtt um allt land um helgina.“ Dæmigert sumar Ef fólk líti svo á að hlýjasta veðrið sé besta veðrið, þá verði það að finna á Norðaustur- og Austurlandi, en 25 gráðu hita er spáð á Egilsstöðum á laugardag. „Sérstaklega núna á laugardag og sunnudag, en það verður gott veður alls staðar á sunnudag og mánudag, sýnist mér á öllu,“ segir Kristín. Án þess að fara í beinan samanburð við fyrri ár segir Kristín veðrið nokkuð dæmigert. „Sumrin á Íslandi hafa nú alltaf verið svona. Einhver væta og svo hafa komið einhver góðir kaflar inni á milli. Ég held að þetta verði nú ekkert öðruvísi en það.“ Lítið þýði að líta til langtímaveðurspár, til að mynda fyrir ágústmánuð. „Við erum bara að fylgjast með frá degi til dags, og spáin næstu fimm daga er yfirleitt nóg fyrir veðurfræðing á vakt eða veðurfræðing í sjónvarpi.“ Veður Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Það er fátt sem á hug og hjörtu Íslendinga á sumrin eins og veðrið. Í veðurmálum næstu daga er það helst að frétta að sunnan- og suðvestanáttir munu færa íbúum á vesturhluta landsins talsverða úrkomu. „En bara þurrt, bjart og hlýtt á Norðaustur- og Austurhluta landsins,“ segir Kristín Hermannsdóttir, fagstjóri veðurþjónustu hjá Veðurstofu Íslands. Úrkoman fylgi hlýja loftinu sem komi að sunnan til að byrja með. „Sérstaklega á fimmtudag og föstudag á vesturhluta landsins, en hlýja landið fer svo yfir allt land. Þannig að það verður hlýtt um allt land um helgina.“ Dæmigert sumar Ef fólk líti svo á að hlýjasta veðrið sé besta veðrið, þá verði það að finna á Norðaustur- og Austurlandi, en 25 gráðu hita er spáð á Egilsstöðum á laugardag. „Sérstaklega núna á laugardag og sunnudag, en það verður gott veður alls staðar á sunnudag og mánudag, sýnist mér á öllu,“ segir Kristín. Án þess að fara í beinan samanburð við fyrri ár segir Kristín veðrið nokkuð dæmigert. „Sumrin á Íslandi hafa nú alltaf verið svona. Einhver væta og svo hafa komið einhver góðir kaflar inni á milli. Ég held að þetta verði nú ekkert öðruvísi en það.“ Lítið þýði að líta til langtímaveðurspár, til að mynda fyrir ágústmánuð. „Við erum bara að fylgjast með frá degi til dags, og spáin næstu fimm daga er yfirleitt nóg fyrir veðurfræðing á vakt eða veðurfræðing í sjónvarpi.“
Veður Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira