Byrjaði að öskra við fyrstu sprengingu Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. júlí 2024 21:07 Að minnsta kosti 125 eru særðir eftir sprengingarnar. EPA/Vladyslav Musiienko Að minnsta kosti 36 almennir borgarar létust í árásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í dag. Árásirnar eru einar þær mannskæðustu frá upphafi stríðs. Fimm létust og fólks er enn leitað í rústum stærsta barnaspítala Úkraínu, sem Rússar sprengdu. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman á neyðarfundi á morgun vegna árásarinnar. Rússar eru sagðir hafa skotið yfir fjörutíu eldflaugum á borgir víðsvegar um Úkraínu. Okhmatdyt-barnaspítalinn í Kænugarði fór einna verst úti. „Við heyrðum fyrstu sprenginguna, hún var ekki langt í burtu. Við brugðumst hratt við. Dóttir mín öskraði. Ég hljóp inn á deildina. Okkur var sagt að fara niður í kjallara. Ég greip dóttur mína á ganginum og þá kom önnur sprenging. Þau hjálpuðu okkur niður. Nú heyrum við í annarri loftvarnarflautunni og þau létu mig fara með dóttur mína niður í kjallara,“ segir Inna Bereznytska, móðir sjúklings á barnaspítalanum. Gríðarleg eyðilegging blasti við á spítalanum eftir árásina og alvarlega veik börn leituðu huggunar í fangi foreldra sinna, þar sem þau virtu fyrir sér rústirnar. Þá var íbúðarhús í vesturhluta Kænugarðs allt að því jafnað við jörðu. Íbúi í húsinu náði að leita skjóls úti á gangi rétt áður en íbúð hennar var sprengd í loft upp. „Þið sjáið að fjórða og fimmta hæð hússins okkar eru gjöreyðilagðar. Börn liggja undir rústunum. Nú er verið að leita að þeim. Mér er fyrirmunað að skilja af hverju heimsbyggðin áttar sig ekki á því að Rússar eru að ráðast á okkur. Og enginn stöðvar þá. Úkraínumenn hafa sætt þessu ofbeldi af hálfu Rússa síðan 2013,“ segir Halina Sichievka, íbúi hússins. Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu segir að draga verði Rússa til ábyrgðar og heitir hefndum. Látinna var minnst með þögn á fundi forsetans í Varsjá í dag. Þar tilkynnti Selenskí einnig að Úkraínumenn hefðu beðið um neyðarfund í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna árása Rússa, einkum þeirrar sem þeir gerðu á barnaspítalann. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Gerðu loftárás á barnaspítala í Kænugarði Minnst tuttugu almennir borgarar létust í loftárásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í dag. Meðal skotmarka Rússa var barnaspítali í Kænugarði. 8. júlí 2024 11:26 Áróður Kremls gegn Úkraínu og NATO Á undanförnum árum hafa átökin í Úkraínu og afstaða Vesturlanda gagnvart Rússlandi leitt til þess að Kreml hefur stundað umfangsmikla áróðursherferð. 1. júlí 2024 11:31 Krefst landsvæðis og að Úkraína dragi NATO-umsóknina til baka Vladimír Pútín Rússlandsforseti krefst þess að Úkraínumenn láti af hendi meira landsvæði í Kænugarði, fjarlægi hersveitir í eigin landi og dragi umsókn um aðild í Arlantshafsbandalginu til baka, til þess að hann bindi enda á stríð Rússa í Úkraínu. 15. júní 2024 08:07 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Sjá meira
Rússar eru sagðir hafa skotið yfir fjörutíu eldflaugum á borgir víðsvegar um Úkraínu. Okhmatdyt-barnaspítalinn í Kænugarði fór einna verst úti. „Við heyrðum fyrstu sprenginguna, hún var ekki langt í burtu. Við brugðumst hratt við. Dóttir mín öskraði. Ég hljóp inn á deildina. Okkur var sagt að fara niður í kjallara. Ég greip dóttur mína á ganginum og þá kom önnur sprenging. Þau hjálpuðu okkur niður. Nú heyrum við í annarri loftvarnarflautunni og þau létu mig fara með dóttur mína niður í kjallara,“ segir Inna Bereznytska, móðir sjúklings á barnaspítalanum. Gríðarleg eyðilegging blasti við á spítalanum eftir árásina og alvarlega veik börn leituðu huggunar í fangi foreldra sinna, þar sem þau virtu fyrir sér rústirnar. Þá var íbúðarhús í vesturhluta Kænugarðs allt að því jafnað við jörðu. Íbúi í húsinu náði að leita skjóls úti á gangi rétt áður en íbúð hennar var sprengd í loft upp. „Þið sjáið að fjórða og fimmta hæð hússins okkar eru gjöreyðilagðar. Börn liggja undir rústunum. Nú er verið að leita að þeim. Mér er fyrirmunað að skilja af hverju heimsbyggðin áttar sig ekki á því að Rússar eru að ráðast á okkur. Og enginn stöðvar þá. Úkraínumenn hafa sætt þessu ofbeldi af hálfu Rússa síðan 2013,“ segir Halina Sichievka, íbúi hússins. Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu segir að draga verði Rússa til ábyrgðar og heitir hefndum. Látinna var minnst með þögn á fundi forsetans í Varsjá í dag. Þar tilkynnti Selenskí einnig að Úkraínumenn hefðu beðið um neyðarfund í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna árása Rússa, einkum þeirrar sem þeir gerðu á barnaspítalann.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Gerðu loftárás á barnaspítala í Kænugarði Minnst tuttugu almennir borgarar létust í loftárásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í dag. Meðal skotmarka Rússa var barnaspítali í Kænugarði. 8. júlí 2024 11:26 Áróður Kremls gegn Úkraínu og NATO Á undanförnum árum hafa átökin í Úkraínu og afstaða Vesturlanda gagnvart Rússlandi leitt til þess að Kreml hefur stundað umfangsmikla áróðursherferð. 1. júlí 2024 11:31 Krefst landsvæðis og að Úkraína dragi NATO-umsóknina til baka Vladimír Pútín Rússlandsforseti krefst þess að Úkraínumenn láti af hendi meira landsvæði í Kænugarði, fjarlægi hersveitir í eigin landi og dragi umsókn um aðild í Arlantshafsbandalginu til baka, til þess að hann bindi enda á stríð Rússa í Úkraínu. 15. júní 2024 08:07 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Sjá meira
Gerðu loftárás á barnaspítala í Kænugarði Minnst tuttugu almennir borgarar létust í loftárásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í dag. Meðal skotmarka Rússa var barnaspítali í Kænugarði. 8. júlí 2024 11:26
Áróður Kremls gegn Úkraínu og NATO Á undanförnum árum hafa átökin í Úkraínu og afstaða Vesturlanda gagnvart Rússlandi leitt til þess að Kreml hefur stundað umfangsmikla áróðursherferð. 1. júlí 2024 11:31
Krefst landsvæðis og að Úkraína dragi NATO-umsóknina til baka Vladimír Pútín Rússlandsforseti krefst þess að Úkraínumenn láti af hendi meira landsvæði í Kænugarði, fjarlægi hersveitir í eigin landi og dragi umsókn um aðild í Arlantshafsbandalginu til baka, til þess að hann bindi enda á stríð Rússa í Úkraínu. 15. júní 2024 08:07