Leikurinn í dag var stál í stál framan af en það var ekki fyrr en undir lok leiksins sem íslenska liðið skoraði níu stig í röð og lagði þar með grunninn að frábærum sigri. Lokatölur 71-61 og Ísland komið áfram ásamt Úkraínu á meðan Búlgaría og Austurríki sitja eftir.
Jana Falsdóttir og Agnes Marís Svansdóttir voru stigahæstar með 16 stig hjá Íslandi. Þar á eftir kom Eva Elíasdóttir með 13 stig og þá skoraði Sara Boama 10 stig ásamt því að taka 7 fráköst.