Þakklátir að búa í landi þar sem þeir geta gifst ástinni sinni Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 8. júlí 2024 11:25 Bjarmi Fannar og Bjarni Snæbjörnsson eru ástfangnir upp fyrir haus og gengu í hjónaband á dögunum. Karítas Guðjóns „Í hjörtum okkar ríkir þakklæti fyrir það að búa í landi þar sem við tveir getum gifst manneskjunni sem við elskum,“ segja hinir nýgiftu Bjarni Snæbjörnsson og Bjarmi Fannar. Þeir gengu í hjónaband í Ráðhúsi Reykjavíkur 21. júní síðastliðinn við litla og einlæga athöfn. Bjarni Snæbjörnsson er leikari og leikskáld og er hvað þekktastur fyrir leikritið Góðan daginn faggi sem var sýnt um allt land. Sömuleiðis er hann höfundur bókarinnar Mennska. Bjarmi Fannar starfar sem vöruhönnuður og yfirflugþjónn hjá Icelandair og hafa þeir verið par í nokkur ár. View this post on Instagram A post shared by Bᴊᴀʀᴍɪ (@bjarmii) Ástin blómstrar sannarlega hjá hjónunum sem eru í skýjunum með brúðkaupsdaginn. Á Instagram skrifa þeir: „Föstudaginn 21. júní þurfti að þrífa bílinn, sækja hundapössunarpíuna á Keflavíkurflugvöll (því við vorum á leið til Ítalíu) skúra og græja og gera. Við ákváðum að skjóta því inn í dagsplanið að gifta okkur á viðburði Siðmenntar „Hoppað í hnapphelduna“ í Ráðhúsi Reykjavíkur. Bjarmi hjá @hae.blom bjó til fallega barmskreytingu á jakkana okkar, við skunduðum prúðbúnir í miðbæ Reykjavíkur og áttum dásamlega stund með Ingu Auðbjörgu. Einu vitnin voru tónlistarfólkið, starfsmenn Siðmenntar og endurnar á tjörninni því við vildum gera þetta einir; ekki einu sinni foreldrar okkar fengu að koma þó þau hafi vitað af ráðahagnum því þau þurftu að vera vottar. Þannig fögnuðum við ástinni á fullu tungli, á fyrsta degi í krabbamerkinu og á sama sólarhring og sumarsólstöður. Það var magnað, fallegt, satt, rétt, effortless, einfalt og kærleiksríkt. Fullkomið fyrir okkur. Í hjörtum okkar ríkir þakklæti fyrir að búa í landi þar sem við tveir getum gifst manneskjunni sem við elskum. Gleðilegt sumar elsku öll - lifi ástin.“ Hér má sjá nokkrar myndir frá athöfninni: Inga Auðbjörg gaf þá saman.Karítas Guðjóns Bjarmi hjá Hæ Blóm sá um blómaskreytingarnar.Bjarmi Fannar Mjög falleg brúðkaupsblóm.Bjarmi Fannar Nýgiftir og ástfangnir.Karítas Guðjóns Skálað fyrir ástinni.Karítas Guðjóns Sjálfsmynd eftir brúðkaup.Bjarmi Fannar Á sunnudeginum eftir brúðkaupið skelltu þeir sér svo í brúðkaupsferð til Ítalíu sem var að sögn þeirra algjör draumaferð. Blaðamaður ræddi við Bjarma Fannar. „Það sem átti að vera „venjulegt sumarfrí“ breyttist í óvænta brúðkaupsferð. Við ákváðum ellefu dögum fyrir stóra daginn að gifta okkur og tókum þetta svo einn dag í einu,“ segir Bjarmi kíminn og bætir við: „Við áttum pantað flug til Rómar og vorum bara búnir að bóka þrjár nætur í Róm. Dagarnir á eftir voru svo bara ákveðnir kvöldið fyrir hvern dag. Við ákváðum svo að skella okkur til Sorrento með viðkomu á Amalfi og Positano. “ Þetta hefur sannarlega verið ævintýraleg ferð. Aðspurður hvað standi upp úr segir Bjarmi: „Vegan maturinn, veðrið, blómin og samveran á Ítalíu.“ Hér má sjá myndir frá brúðkaupsferðinni: Mættir til Ítalíu. Vatíkanið heimsótt og Róm skoðuð.Aðsend Pizzur og pasta voru vinsæl hjá hjónunum og segir Bjarmi það hafa verið best í heimi að fá vegan útgáfur af ekta ítalskri matarmenningu.Aðsend Eftir þriggja daga dvöl í Róm héldu þeir suður til Sorrento.Aðsend Bjarni og Bjarmi eru miklir kaffinördar og elska að smakka gott kaffi á ferðalagi.Aðsend Bjarmi Fannar í blóma lífsins.Aðsend Bjarni brosti út að eyrum í brúðkaupsferðinni á Ítalíu.Aðsend Brúðkaup Ástin og lífið Hinsegin Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira
Bjarni Snæbjörnsson er leikari og leikskáld og er hvað þekktastur fyrir leikritið Góðan daginn faggi sem var sýnt um allt land. Sömuleiðis er hann höfundur bókarinnar Mennska. Bjarmi Fannar starfar sem vöruhönnuður og yfirflugþjónn hjá Icelandair og hafa þeir verið par í nokkur ár. View this post on Instagram A post shared by Bᴊᴀʀᴍɪ (@bjarmii) Ástin blómstrar sannarlega hjá hjónunum sem eru í skýjunum með brúðkaupsdaginn. Á Instagram skrifa þeir: „Föstudaginn 21. júní þurfti að þrífa bílinn, sækja hundapössunarpíuna á Keflavíkurflugvöll (því við vorum á leið til Ítalíu) skúra og græja og gera. Við ákváðum að skjóta því inn í dagsplanið að gifta okkur á viðburði Siðmenntar „Hoppað í hnapphelduna“ í Ráðhúsi Reykjavíkur. Bjarmi hjá @hae.blom bjó til fallega barmskreytingu á jakkana okkar, við skunduðum prúðbúnir í miðbæ Reykjavíkur og áttum dásamlega stund með Ingu Auðbjörgu. Einu vitnin voru tónlistarfólkið, starfsmenn Siðmenntar og endurnar á tjörninni því við vildum gera þetta einir; ekki einu sinni foreldrar okkar fengu að koma þó þau hafi vitað af ráðahagnum því þau þurftu að vera vottar. Þannig fögnuðum við ástinni á fullu tungli, á fyrsta degi í krabbamerkinu og á sama sólarhring og sumarsólstöður. Það var magnað, fallegt, satt, rétt, effortless, einfalt og kærleiksríkt. Fullkomið fyrir okkur. Í hjörtum okkar ríkir þakklæti fyrir að búa í landi þar sem við tveir getum gifst manneskjunni sem við elskum. Gleðilegt sumar elsku öll - lifi ástin.“ Hér má sjá nokkrar myndir frá athöfninni: Inga Auðbjörg gaf þá saman.Karítas Guðjóns Bjarmi hjá Hæ Blóm sá um blómaskreytingarnar.Bjarmi Fannar Mjög falleg brúðkaupsblóm.Bjarmi Fannar Nýgiftir og ástfangnir.Karítas Guðjóns Skálað fyrir ástinni.Karítas Guðjóns Sjálfsmynd eftir brúðkaup.Bjarmi Fannar Á sunnudeginum eftir brúðkaupið skelltu þeir sér svo í brúðkaupsferð til Ítalíu sem var að sögn þeirra algjör draumaferð. Blaðamaður ræddi við Bjarma Fannar. „Það sem átti að vera „venjulegt sumarfrí“ breyttist í óvænta brúðkaupsferð. Við ákváðum ellefu dögum fyrir stóra daginn að gifta okkur og tókum þetta svo einn dag í einu,“ segir Bjarmi kíminn og bætir við: „Við áttum pantað flug til Rómar og vorum bara búnir að bóka þrjár nætur í Róm. Dagarnir á eftir voru svo bara ákveðnir kvöldið fyrir hvern dag. Við ákváðum svo að skella okkur til Sorrento með viðkomu á Amalfi og Positano. “ Þetta hefur sannarlega verið ævintýraleg ferð. Aðspurður hvað standi upp úr segir Bjarmi: „Vegan maturinn, veðrið, blómin og samveran á Ítalíu.“ Hér má sjá myndir frá brúðkaupsferðinni: Mættir til Ítalíu. Vatíkanið heimsótt og Róm skoðuð.Aðsend Pizzur og pasta voru vinsæl hjá hjónunum og segir Bjarmi það hafa verið best í heimi að fá vegan útgáfur af ekta ítalskri matarmenningu.Aðsend Eftir þriggja daga dvöl í Róm héldu þeir suður til Sorrento.Aðsend Bjarni og Bjarmi eru miklir kaffinördar og elska að smakka gott kaffi á ferðalagi.Aðsend Bjarmi Fannar í blóma lífsins.Aðsend Bjarni brosti út að eyrum í brúðkaupsferðinni á Ítalíu.Aðsend
Brúðkaup Ástin og lífið Hinsegin Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira