Eftir alla erfiðleikana ætlar Edda að brosa mikið og njóta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2024 08:30 Guðlaug Edda Hannesdóttir hefur verið að ferðinni út um allan heim. Hér er hún einu sinni sem oftar komin út á flugvöll. @eddahannesd) Það er löng og erfið leið fyrir íþróttafólk að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í dag og það verður alltaf erfiðara og erfiðara að komast þangað. Það að íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir verði meðal keppenda á Ólympíuleikunum í París er frábær dæmisaga um það hvað sé hægt að gera þótt útlitið sé svart. Fyrir aðeins ári síðan fór Guðlaug Edda í aðgerð og hún var frá æfingum í tíu mánuði á síðasta ári. Engu að síður tókst henni að koma sér aftur í keppnisform og tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum. Því náði hún með verðlaunaferð sinni um Asíu þar sem hún vann gull, silfur og brons á þríþrautarmótum í Nepal, Filippseyjum og Japan. Þetta gaf henni nóg af alþjóðlegum stigum til að tryggja sér þátttökurétt á leikunum. Guðlaug Edda fer yfir stöðuna nú þegar hún er farin að telja niður í þríþrautarkeppnina á Ólympíuleikunum í París. Árið 2023 var erfitt „Mér finnst ég njóta forréttinda að fá að vera í stöðu til að elta draumana mína. Það er stórkostleg gjöf að fá að vera í æfingabúðum, hafa tækifæri til að æfa með vinum sínum og fá að njóta lífsins,“ skrifaði Guðlaug Edda á samfélagsmiðla sína. Hún hefur verið við æfingar á Spáni í fjórar vikur en fer nú til Þýskalands til að fínpússa hluti. „Á þessum tíma á síðasta ári þá var staðan hjá mér allt önnur. Árið 2023 var á svo margan hátt mér svo erfitt. Það er hefur verið svo erfitt að komast til baka á þetta háa stig,“ skrifaði Guðlaug Edda. Hún vill samt líka halda væntingunum niðri í aðdraganda keppninnar. Í tíu mánuði frá æfingum „Ég missti út tíu mánuði frá æfingum árið 2023 og það er mjög mikið. Ég þarf líklega á einu ári í viðbót að halda til að segja að ég hafi náð fullum styrk en ég get samt sem áður notið ferðalagsins,“ skrifaði Edda. „Nú þegar ég fer í lokaundirbúning minn fyrir París þá er ég að reyna minna sjálfa mig á það að það eru bara liðnir sex mánuðir síðan ég byrjaði almennilega að æfa á ný. Ég geri því mitt besta að njóta þessa sumars, að vera þakklát fyrir þetta líf og hafa allt fólkið mitt í kringum mig. Að fá þetta tækifæri til að keppa fyrir mína litlu þjóð á Ólympíuleikunum,“ skrifaði Edda. Brosa mikið „Að lifa í núinu, vera góðhjörtuð, að biðja um hjálp þegar ég þarfnast hennar og treysta líkama mínum og huga. Brosa mikið, segja brandara og hlæja. Styðja aðra í því að elta sína drauma og setja það í forgang að hafa gaman. Búa til minningar af því að það er alltaf svo sérstakt að fá að lifa lífi sínu innan íþróttanna,“ skrifaði Edda. Það má sjá allan pistil hennar hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdóttir 🌻 (@eddahannesd) Þríþraut Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Sjá meira
Það að íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir verði meðal keppenda á Ólympíuleikunum í París er frábær dæmisaga um það hvað sé hægt að gera þótt útlitið sé svart. Fyrir aðeins ári síðan fór Guðlaug Edda í aðgerð og hún var frá æfingum í tíu mánuði á síðasta ári. Engu að síður tókst henni að koma sér aftur í keppnisform og tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum. Því náði hún með verðlaunaferð sinni um Asíu þar sem hún vann gull, silfur og brons á þríþrautarmótum í Nepal, Filippseyjum og Japan. Þetta gaf henni nóg af alþjóðlegum stigum til að tryggja sér þátttökurétt á leikunum. Guðlaug Edda fer yfir stöðuna nú þegar hún er farin að telja niður í þríþrautarkeppnina á Ólympíuleikunum í París. Árið 2023 var erfitt „Mér finnst ég njóta forréttinda að fá að vera í stöðu til að elta draumana mína. Það er stórkostleg gjöf að fá að vera í æfingabúðum, hafa tækifæri til að æfa með vinum sínum og fá að njóta lífsins,“ skrifaði Guðlaug Edda á samfélagsmiðla sína. Hún hefur verið við æfingar á Spáni í fjórar vikur en fer nú til Þýskalands til að fínpússa hluti. „Á þessum tíma á síðasta ári þá var staðan hjá mér allt önnur. Árið 2023 var á svo margan hátt mér svo erfitt. Það er hefur verið svo erfitt að komast til baka á þetta háa stig,“ skrifaði Guðlaug Edda. Hún vill samt líka halda væntingunum niðri í aðdraganda keppninnar. Í tíu mánuði frá æfingum „Ég missti út tíu mánuði frá æfingum árið 2023 og það er mjög mikið. Ég þarf líklega á einu ári í viðbót að halda til að segja að ég hafi náð fullum styrk en ég get samt sem áður notið ferðalagsins,“ skrifaði Edda. „Nú þegar ég fer í lokaundirbúning minn fyrir París þá er ég að reyna minna sjálfa mig á það að það eru bara liðnir sex mánuðir síðan ég byrjaði almennilega að æfa á ný. Ég geri því mitt besta að njóta þessa sumars, að vera þakklát fyrir þetta líf og hafa allt fólkið mitt í kringum mig. Að fá þetta tækifæri til að keppa fyrir mína litlu þjóð á Ólympíuleikunum,“ skrifaði Edda. Brosa mikið „Að lifa í núinu, vera góðhjörtuð, að biðja um hjálp þegar ég þarfnast hennar og treysta líkama mínum og huga. Brosa mikið, segja brandara og hlæja. Styðja aðra í því að elta sína drauma og setja það í forgang að hafa gaman. Búa til minningar af því að það er alltaf svo sérstakt að fá að lifa lífi sínu innan íþróttanna,“ skrifaði Edda. Það má sjá allan pistil hennar hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdóttir 🌻 (@eddahannesd)
Þríþraut Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Sjá meira