Úrúgvæ sló Brasilíu út í vítaspyrnukeppni Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. júlí 2024 09:19 Manuel Ugarte skoraði úr síðustu vítaspyrnu Úrúgvæ og sendi þá áfram í undanúrslit. Ethan Miller/Getty Images Brasilía er úr leik á Copa América eftir tap í vítaspyrnukeppni gegn Úrúgvæ, sem mætir Kólumbíu í undanúrslitum. Afar fátt var um færi en nóg um fólsku, liðin skildu jöfn eftir venjulegan leiktíma og Úrúgvæ manni færri frá 74. mínútu þegar Nahitan Nández fékk að líta beint rautt spjald. Dómarinn gaf upphaflega gult en ákvörðuninni var breytt af myndbandsdómara. Nahitan Nandez received a red card for this foul on Rodrygo 😳Uruguay down to 10 men. pic.twitter.com/b5OEkMf2IZ— ESPN FC (@ESPNFC) July 7, 2024 Framlenging dugði ekki heldur til að skilja liðin að og því var farið í vítaspyrnukeppni. Éder Militao lét verja frá sér í fyrsta víti Brasilíu, Douglas Luiz hitti svo ekki á rammann í þriðja vítinu. Úrúgvæarnir skoruðu úr fyrstu þremur spyrnum sínum áður en markmaður Brasilíu varði eina. Spennan var því gríðarleg þegar Manuel Ugarte steig síðastur á punktinn fyrir Úrúgvæ, sendi markmanninn í rangt horn og tryggði sigurinn. Mæta Kólumbíu í undanúrslitum Kólumbía vann 5-0 stórsigur gegn Panama í hinum átta liða úrslitaleiknum. Jhon Córdoba, James Rodriguez, Luis Díaz, Richard Ríos og Miguel Borja með mörkin og Bandaríkjabanarnir úr leik. 🇨🇴 One goal and two assists tonight for James Rodriguez, first player ever to contribute to three goals in the first half of one single Copa América game.1 goal, 5 assists so far in Copa América for James.Colombia, on fire. ✨ pic.twitter.com/6tUGf1WLS9— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 6, 2024 Copa América Brasilía Úrúgvæ Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Sjá meira
Afar fátt var um færi en nóg um fólsku, liðin skildu jöfn eftir venjulegan leiktíma og Úrúgvæ manni færri frá 74. mínútu þegar Nahitan Nández fékk að líta beint rautt spjald. Dómarinn gaf upphaflega gult en ákvörðuninni var breytt af myndbandsdómara. Nahitan Nandez received a red card for this foul on Rodrygo 😳Uruguay down to 10 men. pic.twitter.com/b5OEkMf2IZ— ESPN FC (@ESPNFC) July 7, 2024 Framlenging dugði ekki heldur til að skilja liðin að og því var farið í vítaspyrnukeppni. Éder Militao lét verja frá sér í fyrsta víti Brasilíu, Douglas Luiz hitti svo ekki á rammann í þriðja vítinu. Úrúgvæarnir skoruðu úr fyrstu þremur spyrnum sínum áður en markmaður Brasilíu varði eina. Spennan var því gríðarleg þegar Manuel Ugarte steig síðastur á punktinn fyrir Úrúgvæ, sendi markmanninn í rangt horn og tryggði sigurinn. Mæta Kólumbíu í undanúrslitum Kólumbía vann 5-0 stórsigur gegn Panama í hinum átta liða úrslitaleiknum. Jhon Córdoba, James Rodriguez, Luis Díaz, Richard Ríos og Miguel Borja með mörkin og Bandaríkjabanarnir úr leik. 🇨🇴 One goal and two assists tonight for James Rodriguez, first player ever to contribute to three goals in the first half of one single Copa América game.1 goal, 5 assists so far in Copa América for James.Colombia, on fire. ✨ pic.twitter.com/6tUGf1WLS9— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 6, 2024
Copa América Brasilía Úrúgvæ Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Sjá meira