Búast við gullregni með sölu á Stefáni til Englands Sindri Sverrisson skrifar 6. júlí 2024 22:31 Stefán Teitur Þórðarson með boltann í vináttulandsleiknum gegn Hollandi fyrr í sumar. Getty/Jose Breton Danska knattspyrnufélagið Silkeborg hefur átt í viðræðum við ensku félögin QPR og Derby um sölu á landsliðsmanninum Stefáni Teiti Þórðarsyni. Silkeborg tilkynnti um það fyrr í dag að félagið væri í viðræðum varðandi sölu á Stefáni en ekki kom þá fram við hvaða félag væri rætt. Ljóst er þó að Silkeborg reiknar með því að selja Stefán og að af því hljótist umtalsverður hagnaður. Félagið kveðst nefnilega nú gera ráð fyrir að hagnaður ársins verði meiri en áður var talið, eða sem nemur 140 milljónum íslenskra króna. Danski miðillinn Tipsbladet greindi svo frá því að félagið sem Silkeborg ætti í viðræðum við væri Derby, en bætti svo við frétt sína og sagði Silkeborg búið að samþykkja tilboð frá QPR. Gengur miðillinn svo langt að segja að Stefán fari til Englands á morgun í læknisskoðun hjá QPR. Derby County har kæmpet for at få Stefan Teitur Thordarson, men det er Queens Park Rangers, som får ham. Silkeborg har accepteret et bud fra Marti Cifuentes' klub, og spilleren rejser efter planen til England søndag og ordner det sidste. @victorrisager https://t.co/oBwrKZGo1r— Farzam Abolhosseini (@F_Abolhosseini) July 6, 2024 Það er því útlit fyrir að Stefán Teitur sé á leið í hina gríðarsterku næstefstu deild Englands, en þar lenti QPR í 18. sæti á síðustu leiktíð. Þangað komst Derby reyndar einnig með því að enda í 2. sæti C-deildar á síðustu leiktíð. Stefán Teitur, sem er 25 ára og á að baki 20 A-landsleiki, kom til Silkeborg fyrir fjórum árum síðan og hefur spilað 126 leiki fyrir félagið, og skorað 16 mörk. Silkeborg hefur þegar búið sig undir brotthvarf hans með því að fá til sín Younes Bakiz frá AaB og Ramazan Orazov frá Aktobe. Uppfært 23.05: Upphaflega var haft eftir Tipsbladet að Derby væri í viðræðum við Silkeborg en miðillinn bætti svo við frétt sína að QPR hefði tekið fram úr og væri að landa Stefáni. Danski boltinn Enski boltinn Mest lesið Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Sjá meira
Silkeborg tilkynnti um það fyrr í dag að félagið væri í viðræðum varðandi sölu á Stefáni en ekki kom þá fram við hvaða félag væri rætt. Ljóst er þó að Silkeborg reiknar með því að selja Stefán og að af því hljótist umtalsverður hagnaður. Félagið kveðst nefnilega nú gera ráð fyrir að hagnaður ársins verði meiri en áður var talið, eða sem nemur 140 milljónum íslenskra króna. Danski miðillinn Tipsbladet greindi svo frá því að félagið sem Silkeborg ætti í viðræðum við væri Derby, en bætti svo við frétt sína og sagði Silkeborg búið að samþykkja tilboð frá QPR. Gengur miðillinn svo langt að segja að Stefán fari til Englands á morgun í læknisskoðun hjá QPR. Derby County har kæmpet for at få Stefan Teitur Thordarson, men det er Queens Park Rangers, som får ham. Silkeborg har accepteret et bud fra Marti Cifuentes' klub, og spilleren rejser efter planen til England søndag og ordner det sidste. @victorrisager https://t.co/oBwrKZGo1r— Farzam Abolhosseini (@F_Abolhosseini) July 6, 2024 Það er því útlit fyrir að Stefán Teitur sé á leið í hina gríðarsterku næstefstu deild Englands, en þar lenti QPR í 18. sæti á síðustu leiktíð. Þangað komst Derby reyndar einnig með því að enda í 2. sæti C-deildar á síðustu leiktíð. Stefán Teitur, sem er 25 ára og á að baki 20 A-landsleiki, kom til Silkeborg fyrir fjórum árum síðan og hefur spilað 126 leiki fyrir félagið, og skorað 16 mörk. Silkeborg hefur þegar búið sig undir brotthvarf hans með því að fá til sín Younes Bakiz frá AaB og Ramazan Orazov frá Aktobe. Uppfært 23.05: Upphaflega var haft eftir Tipsbladet að Derby væri í viðræðum við Silkeborg en miðillinn bætti svo við frétt sína að QPR hefði tekið fram úr og væri að landa Stefáni.
Danski boltinn Enski boltinn Mest lesið Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Sjá meira