Jóhann lenti óvænt í flugi með formanninum og fer ekki fet Sindri Sverrisson skrifar 7. júlí 2024 08:00 Jóhann Berg Guðmundsson er hæstánægður með að halda áfram hjá Burnley. burnleyfootballclub.com Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, segir að það að hafa óvænt verið í sama flugi og Alan Pace, formaður Burnley, á heimleið frá Amsterdam hafi haft sitt að segja um að hann verði áfram leikmaður enska félagsins, eftir að hafa kvatt það í vor. Jóhann kvaddi Burnley í maí eftir að liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni, og beygði af í einlægu viðtali sem birtist á samfélagsmiðlum félagsins. Það duldist því engum hve annt Jóhanni er um Burnley en hann kom til félagsins frá Charlton fyrir átta árum síðan, um það leyti sem hann sló í gegn með íslenska landsliðinu á EM í Frakklandi. Nú er hins vegar orðið ljóst að Jóhann er alls ekki á förum frá Burnley og yfir því er hann himinlifandi: „Já! Ég er kominn aftur og ég er ótrúlega ánægður! Þetta félag hefur svo mikla þýðingu fyrir mig. Það var erfitt að skilja við það í þessari stöðu, eftir fallið. Ég vildi ekki fara. Ég vil hjálpa liðinu að komast aftur í úrvalsdeildina þar sem það á heima. Ég vissi líka að fótboltaferli mínum væri hvergi nærri lokið,“ segir Jóhann á heimasíðu Burnley. https://t.co/5wrq0MebYI pic.twitter.com/Ugi5NDv2IF— Johann B Gudmundsson (@Gudmundsson7) July 6, 2024 Jóhann mun leika undir stjórn nýs knattspyrnustjóra, Scotts Parker sem áður hefur stýrt Bournemouth og Fulham, eftir að Vincent Kompany var ráðinn stjóri Bayern München. Jóhann, sem er 33 ára, segir fyrrnefnt flug með formanni Burnley hafa stuðlað að því að hann sneri aftur til félagsins. Burnley re-sign player they axed two months ago in bizarre meetinghttps://t.co/qvA1FGcUqJ— The Sun Football ⚽ (@TheSunFootball) July 6, 2024 „Ég var í sama flugi og Alan Pace frá Amsterdam og við áttum gott samtal um félagið og hvað við gætum gert til að koma því aftur í úrvalsdeildina þar sem það á heima, og hér er ég núna, aftur búinn að skrifa undir sem leikmaður Burnley. Ég er líka búinn að ræða við nýja stjórann og ég vil bara hjálpa liðinu að komast aftur í úrvalsdeildina,“ segir Jóhann. „Það verður erfitt. Championship-deildin er gríðarlega erfið. En miðað við hæfileikana og reynsluna í þessum hópi þá getum við horft jákvæðum augum á komandi tímabil,“ segir Jóhann. Enski boltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Sjá meira
Jóhann kvaddi Burnley í maí eftir að liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni, og beygði af í einlægu viðtali sem birtist á samfélagsmiðlum félagsins. Það duldist því engum hve annt Jóhanni er um Burnley en hann kom til félagsins frá Charlton fyrir átta árum síðan, um það leyti sem hann sló í gegn með íslenska landsliðinu á EM í Frakklandi. Nú er hins vegar orðið ljóst að Jóhann er alls ekki á förum frá Burnley og yfir því er hann himinlifandi: „Já! Ég er kominn aftur og ég er ótrúlega ánægður! Þetta félag hefur svo mikla þýðingu fyrir mig. Það var erfitt að skilja við það í þessari stöðu, eftir fallið. Ég vildi ekki fara. Ég vil hjálpa liðinu að komast aftur í úrvalsdeildina þar sem það á heima. Ég vissi líka að fótboltaferli mínum væri hvergi nærri lokið,“ segir Jóhann á heimasíðu Burnley. https://t.co/5wrq0MebYI pic.twitter.com/Ugi5NDv2IF— Johann B Gudmundsson (@Gudmundsson7) July 6, 2024 Jóhann mun leika undir stjórn nýs knattspyrnustjóra, Scotts Parker sem áður hefur stýrt Bournemouth og Fulham, eftir að Vincent Kompany var ráðinn stjóri Bayern München. Jóhann, sem er 33 ára, segir fyrrnefnt flug með formanni Burnley hafa stuðlað að því að hann sneri aftur til félagsins. Burnley re-sign player they axed two months ago in bizarre meetinghttps://t.co/qvA1FGcUqJ— The Sun Football ⚽ (@TheSunFootball) July 6, 2024 „Ég var í sama flugi og Alan Pace frá Amsterdam og við áttum gott samtal um félagið og hvað við gætum gert til að koma því aftur í úrvalsdeildina þar sem það á heima, og hér er ég núna, aftur búinn að skrifa undir sem leikmaður Burnley. Ég er líka búinn að ræða við nýja stjórann og ég vil bara hjálpa liðinu að komast aftur í úrvalsdeildina,“ segir Jóhann. „Það verður erfitt. Championship-deildin er gríðarlega erfið. En miðað við hæfileikana og reynsluna í þessum hópi þá getum við horft jákvæðum augum á komandi tímabil,“ segir Jóhann.
Enski boltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Sjá meira