Saka og Trippier vængbakverðir gegn Sviss Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júlí 2024 11:00 Bukayo Saka mun spila sem vængbakvörður í dag ef marka má enska fjölmiðla. Catherine Ivill/Getty Images Enskir fjölmiðlar telja sig hafa öruggar heimildir fyrir því að England muni spila með þrjá miðverði gegn Sviss í 8-liða úrslitum Evrópumóts karla í knattspyrnu í dag. Frammistaða Englands hefur ekki verið upp á marga fiska það sem af er móti og hefur Gareth Southgate ákveðið að hrista heldur betur upp í hlutunum. Sky Sports, sem og aðrir miðlar, greina frá því að hann ætli sér að breyta um leikkerfi en til þessa hefur England spilað útgáfu af 4-2-3-1 leikkerfi á mótinu. England look at three man defence in training https://t.co/jRvqdz535x— paul joyce (@_pauljoyce) July 3, 2024 Nú ætlar Southgate hins vegar að mæta til leiks með þriggja manna vörn og færa Bukayo Saka, einn besta hægri vængmann ensku úrvalsdeildarinnar, niður í vinstri vængbakvörð. Flestar stöðurnar eru ritaðar í stein en það eru spurningamerki hver verður með Harry Kane og Jude Bellingham í „fremstu þremur.“ Phil Foden gæti verið með Bellingham fyrir framan þá Kobbie Mainoo og Declan Rice sem eiga að verja vörnina. Þá gæti Southgate ákveðið að nýta hæfileika Ollie Watkins, Ivan Toney eða Jarrod Bowen í fremstu línu og leyft Kane að draga sig neðar. Southgate hefur einnig sagt að Luke Shaw sé tilbúinn að byrja leikinn en talið er að Ezri Konsa verði með John Stones og Kyle Walker í þriggja manna varnarlínunni dagsins. Ezri Konsa will start for England in today’s #Euro2024 quarter-final against Switzerland.#ENGSUI 📝 @David_Ornstein— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) July 6, 2024 Sama hvað þá verður spennandi að sjá byrjunarlið Englands og hversu margar breytingar Southgate gerir á milli leikja. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Sjá meira
Frammistaða Englands hefur ekki verið upp á marga fiska það sem af er móti og hefur Gareth Southgate ákveðið að hrista heldur betur upp í hlutunum. Sky Sports, sem og aðrir miðlar, greina frá því að hann ætli sér að breyta um leikkerfi en til þessa hefur England spilað útgáfu af 4-2-3-1 leikkerfi á mótinu. England look at three man defence in training https://t.co/jRvqdz535x— paul joyce (@_pauljoyce) July 3, 2024 Nú ætlar Southgate hins vegar að mæta til leiks með þriggja manna vörn og færa Bukayo Saka, einn besta hægri vængmann ensku úrvalsdeildarinnar, niður í vinstri vængbakvörð. Flestar stöðurnar eru ritaðar í stein en það eru spurningamerki hver verður með Harry Kane og Jude Bellingham í „fremstu þremur.“ Phil Foden gæti verið með Bellingham fyrir framan þá Kobbie Mainoo og Declan Rice sem eiga að verja vörnina. Þá gæti Southgate ákveðið að nýta hæfileika Ollie Watkins, Ivan Toney eða Jarrod Bowen í fremstu línu og leyft Kane að draga sig neðar. Southgate hefur einnig sagt að Luke Shaw sé tilbúinn að byrja leikinn en talið er að Ezri Konsa verði með John Stones og Kyle Walker í þriggja manna varnarlínunni dagsins. Ezri Konsa will start for England in today’s #Euro2024 quarter-final against Switzerland.#ENGSUI 📝 @David_Ornstein— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) July 6, 2024 Sama hvað þá verður spennandi að sjá byrjunarlið Englands og hversu margar breytingar Southgate gerir á milli leikja.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Sjá meira