Brad Pitt í mynd um Formúlu 1 í framleiðslu Hamilton Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 5. júlí 2024 23:25 Brad Pitt og Damson Idris meðleikari hans á tökustað í fyrra. EPA Bandaríski stórleikarinn Brad Pitt fer með aðalhlutverk í bíómynd um Formúlu 1 sem er meðal annars framleidd af formúlukappanum Lewis Hamilton. Myndin er í bígerð og stefnt er á frumsýningu í júní á næsta ári. Sem stendur á myndin að heita því einfalda nafni F1. Tökur hófust í fyrra og hafa meðal annars farið fram á breska kappakstrinum á Silverstone brautinni í Formúlu 1 í fyrra. Breski kappaksturinn verður haldinn á Silverstone brautinni á sunnudag. Búist er við að tökulið verði þar í þeim tilgangi að ná myndefni fyrir bíómyndina. Þá sást nýlega til Pitt á annarri kappakstursbraut í Bretlandi, þar sem hann klæddist keppnisgalla merktum skáldaða liðinu APX GP. Heimildir BBC herma að Pitt fari með hlutverk reynsluboltans Sonny Hayes, sem snýr aftur í Formúlu 1 eftir langa fjarveru. Þá kemur fram í umfjöllun BBC að Hamilton hafi tekið virkan þátt í gerð myndarinnar og hann leitist við að gera hana eins raunverulega og mögulegt er. Þá vilji hann sýna hvernig íþróttin er í hnotskurn. Leikstjóri F1 er Joseph Kosinski, sem leikstýrði meðal annars Top Gun: Maverick. Aðrir leikarar í myndinni sem vitað er um eru óskarsverðlaunahafinn Javier Bardem og breski leikarinn Damson Idris. Akstursíþróttir Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Sem stendur á myndin að heita því einfalda nafni F1. Tökur hófust í fyrra og hafa meðal annars farið fram á breska kappakstrinum á Silverstone brautinni í Formúlu 1 í fyrra. Breski kappaksturinn verður haldinn á Silverstone brautinni á sunnudag. Búist er við að tökulið verði þar í þeim tilgangi að ná myndefni fyrir bíómyndina. Þá sást nýlega til Pitt á annarri kappakstursbraut í Bretlandi, þar sem hann klæddist keppnisgalla merktum skáldaða liðinu APX GP. Heimildir BBC herma að Pitt fari með hlutverk reynsluboltans Sonny Hayes, sem snýr aftur í Formúlu 1 eftir langa fjarveru. Þá kemur fram í umfjöllun BBC að Hamilton hafi tekið virkan þátt í gerð myndarinnar og hann leitist við að gera hana eins raunverulega og mögulegt er. Þá vilji hann sýna hvernig íþróttin er í hnotskurn. Leikstjóri F1 er Joseph Kosinski, sem leikstýrði meðal annars Top Gun: Maverick. Aðrir leikarar í myndinni sem vitað er um eru óskarsverðlaunahafinn Javier Bardem og breski leikarinn Damson Idris.
Akstursíþróttir Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein